Segir Þjóðverja geta lært af Íslendingum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júní 2019 19:15 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands og eiginkona hans Elke Büdenbender komu í dag, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn hingað til lands. Forsetinn segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Flugvél Þýskalandsforseta lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan níu í morgun og þaðan héldu forsetahjónin fylktu liði beint til Bessastaða þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Elísa Reid, forsetafrú og ráðamenn þjóðarinnar tóku á móti þeim með mikilli viðhöfn. Opinber heimsókn forseta Þýskalands hófst með móttöku á Bessastöðum klukkan korter yfir tíu í morgun. Fyrst funduðu forsetarnir tveir saman en svo ræddu þeir við ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þar báru á góma meðal annars efnahagsmál ríkjanna, stjórnmál og varnarmál og framtíðar áskoranir. Að því loknu ræddu svo forsetarnir við blaðamenn þar sem þeir sögðu samband og samskipti landanna heilbrigt sem og að samlegðar áhrif væru á mörgum sviðum eins og áhyggjum á hnattrænni hlýnun jarðar.Foseti Þýskalands fundaði með ráðamönnum á Bessastöðum í dagVísir/Jóhann KÍsland áreiðanlegur félagi "Ísland hefur verið og er enn áreiðanlegur félagi Þýskalands á alþjóðavettvangi. Það hefur komið fram að bæði ríkin deila mati sínu á nauðsyn þess að viðhalda skipan heimsmálanna og að marghliða samvinna sé mikilvæg,“ sagði Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands á blaðamannafundinum. Forsetinn sagði Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Í Þýskalandi sé verið að leitast við að gera þetta en það gengur hægar. Forseti Þýskalands var spurður um hvernig honum á strendur hugnaðist uppgangur þjóðernispopúlískra afla í Evrópu, og hvort hann teldi að slíkt gæti ratað Íslands sagði hann að áríðandi fyrir þjóðir heimsins að hafa sterka demókratíska flokka til að berjast gegn þessari þróun. Í dag opnaði forsetinn formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Á morgun munu forsetarnir og fylgdarlið fræðast um jarðhitanýtingu á Hellisheiði auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Að því loknu verður svo siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði. Heimsókninni líkur á föstudag. Forseti Íslands Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands og eiginkona hans Elke Büdenbender komu í dag, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn hingað til lands. Forsetinn segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Flugvél Þýskalandsforseta lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan níu í morgun og þaðan héldu forsetahjónin fylktu liði beint til Bessastaða þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Elísa Reid, forsetafrú og ráðamenn þjóðarinnar tóku á móti þeim með mikilli viðhöfn. Opinber heimsókn forseta Þýskalands hófst með móttöku á Bessastöðum klukkan korter yfir tíu í morgun. Fyrst funduðu forsetarnir tveir saman en svo ræddu þeir við ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þar báru á góma meðal annars efnahagsmál ríkjanna, stjórnmál og varnarmál og framtíðar áskoranir. Að því loknu ræddu svo forsetarnir við blaðamenn þar sem þeir sögðu samband og samskipti landanna heilbrigt sem og að samlegðar áhrif væru á mörgum sviðum eins og áhyggjum á hnattrænni hlýnun jarðar.Foseti Þýskalands fundaði með ráðamönnum á Bessastöðum í dagVísir/Jóhann KÍsland áreiðanlegur félagi "Ísland hefur verið og er enn áreiðanlegur félagi Þýskalands á alþjóðavettvangi. Það hefur komið fram að bæði ríkin deila mati sínu á nauðsyn þess að viðhalda skipan heimsmálanna og að marghliða samvinna sé mikilvæg,“ sagði Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands á blaðamannafundinum. Forsetinn sagði Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Í Þýskalandi sé verið að leitast við að gera þetta en það gengur hægar. Forseti Þýskalands var spurður um hvernig honum á strendur hugnaðist uppgangur þjóðernispopúlískra afla í Evrópu, og hvort hann teldi að slíkt gæti ratað Íslands sagði hann að áríðandi fyrir þjóðir heimsins að hafa sterka demókratíska flokka til að berjast gegn þessari þróun. Í dag opnaði forsetinn formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Á morgun munu forsetarnir og fylgdarlið fræðast um jarðhitanýtingu á Hellisheiði auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Að því loknu verður svo siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði. Heimsókninni líkur á föstudag.
Forseti Íslands Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29