Hættum ohf-væðingunni Magnús Már Guðmundsson skrifar 2. júlí 2019 07:45 Engin haldbær rök eru fyrir því að einkavæða póstþjónustu í landinu með því að selja Íslandspóst ohf. eins og fjármála- og efnahagsráðherra hefur talað fyrir. Frekar ætti að skoða á hvaða vegferð hið opinbera hefur verið með ohf-væðingu stofnana ríkis og sveitarfélaga og hvort tilefni sé til að vinda ofan af því ferli. Póstþjónusta er samfélagsþjónusta rétt eins og heilbrigðisþjónustan, löggæsla, samgöngur og fleira og það verður að vera í forgrunni í allri umræðu um rekstrarform þjónustunnar. Markmiðið á að vera að tryggja almenningi um allt land þessa nauðsynlegu þjónustu með hagkvæmum hætti. Vandi Íslandspósts hefur ekki verið eignarhald félagsins heldur skortur á stefnumótun. Sporin hræða þegar talið berst að einkavæðingu mikilvægra innviða, hvort sem er hér á landi eða í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Rannsóknir á einkavæðingu póstþjónustu í Evrópu sýna að einkaframtakið hefur ekki skilað bættri þjónustu og lægri kostnaði eins og til stóð. Þvert á móti hefur þjónustan versnað – sér í lagi í dreifbýli – og kostnaður notenda aukist á sama tíma og réttindi starfsfólks hafa verið skert. Frekar en að ræða hvort rétt sé að selja opinbera hlutafélagið Íslandspóst ætti umræðan að snúast um hvort tími sé til að vinda ofan af ohf-væðingunni sem hið opinbera hefur staðið fyrir undanfarin misseri. Ræðum frekar hverju það að flytja hluta reksturs ríkis og sveitarfélaga í opinber hlutafélög hefur skilað og hvað það hefur haft í för með sér. Rýnum þá þjónustu sem veitt er og kostnaðinn við að veita hana. Veltum upp spurningum um gegnsæi hjá þessum opinberu félögum. Ræðum hvort kjör stjórnenda hjá opinberum félögum séu úr öllum takti við það sem gerist hjá ríkinu og skoðum hvers vegna starfsfólk þessara opinberu hlutafélaga nýtur ekki sömu réttinda og þeir sem starfa hjá hinu opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Engin haldbær rök eru fyrir því að einkavæða póstþjónustu í landinu með því að selja Íslandspóst ohf. eins og fjármála- og efnahagsráðherra hefur talað fyrir. Frekar ætti að skoða á hvaða vegferð hið opinbera hefur verið með ohf-væðingu stofnana ríkis og sveitarfélaga og hvort tilefni sé til að vinda ofan af því ferli. Póstþjónusta er samfélagsþjónusta rétt eins og heilbrigðisþjónustan, löggæsla, samgöngur og fleira og það verður að vera í forgrunni í allri umræðu um rekstrarform þjónustunnar. Markmiðið á að vera að tryggja almenningi um allt land þessa nauðsynlegu þjónustu með hagkvæmum hætti. Vandi Íslandspósts hefur ekki verið eignarhald félagsins heldur skortur á stefnumótun. Sporin hræða þegar talið berst að einkavæðingu mikilvægra innviða, hvort sem er hér á landi eða í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Rannsóknir á einkavæðingu póstþjónustu í Evrópu sýna að einkaframtakið hefur ekki skilað bættri þjónustu og lægri kostnaði eins og til stóð. Þvert á móti hefur þjónustan versnað – sér í lagi í dreifbýli – og kostnaður notenda aukist á sama tíma og réttindi starfsfólks hafa verið skert. Frekar en að ræða hvort rétt sé að selja opinbera hlutafélagið Íslandspóst ætti umræðan að snúast um hvort tími sé til að vinda ofan af ohf-væðingunni sem hið opinbera hefur staðið fyrir undanfarin misseri. Ræðum frekar hverju það að flytja hluta reksturs ríkis og sveitarfélaga í opinber hlutafélög hefur skilað og hvað það hefur haft í för með sér. Rýnum þá þjónustu sem veitt er og kostnaðinn við að veita hana. Veltum upp spurningum um gegnsæi hjá þessum opinberu félögum. Ræðum hvort kjör stjórnenda hjá opinberum félögum séu úr öllum takti við það sem gerist hjá ríkinu og skoðum hvers vegna starfsfólk þessara opinberu hlutafélaga nýtur ekki sömu réttinda og þeir sem starfa hjá hinu opinbera.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar