Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 08:24 Cory Booker (t.v.), Elizabeth Warren (f.m.) og Beto O'Rourke á kappræðusviðinu í gærkvöldi. AP/Wilfredo Lee Fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fóru fram í gærkvöldi. Þar tókust frambjóðendur meðal annars á um hvort að leggja ætti af einkasjúkratryggingar en voru sammála um að innflytjendastefna Trump forseta væri harðneskjuleg. Á þriðja tug frambjóðenda er í forvali demókrata á þessu sinni en tuttugu þeirra voru gjaldgengir til að taka þátt í sjónvarpskappræðunum. Fyrstu kappræðunum er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur tóku þátt í gærkvöldi en hinir tíu etja kappi í kvöld. Alls eru tólf kappræður á dagskránni í forvali Demókrataflokksins. Á meðal frambjóðenda á sviðinu í Miami í Flórída í gær var Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem hefur styrkt sig í skoðanakönnunum undanfarið. Mælist hún nú með svipað fylgi og Bernie Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont, en þau eru bæði töluvert á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden og Sanders taka þátt í seinni hluta kappræðnanna í kvöld. Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, og Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, voru á meðal þeirra sem deildu sviðinu með Warren í gær. Warren var önnur af tveimur frambjóðendum á sviðinu í gær sem sagðist fylgjandi því að taka upp opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla og leggja af einkasjúkratryggingar. Sagði hún tryggingafyrirtæki sem bjóða upp á slíkar tryggingar notfæra sér almenning, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það sem þau eru að segja ykkur er að þau munu ekki berjast fyrir því. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarréttur og ég mun berjast fyrir honum,“ sagði Warren um flokkssystkini sín sem studdu ekki opinbert heilbrigðiskerfi fyrir allan almenning. O‘Rourke fullyrti á móti að einkasjúkratryggingar væru grundvallaratriði til að hægt væri að veita öllum landsmönnum heilbrigðisþjónustu.Frambjóðendur tíu á sviði í gærkvöldi. Flestir frambjóðendanna 23 í forvalinu mælast með innan við 2% fylgi.AP/Wilfredo LeeReyndu að vekja á sér athygli Frambjóðendurnir veigruðu sér við því að beina spjótum sínum að forystusauðnum Biden. Washington Post segir að frambjóðendurnir hafi sjaldan ávarpað hver annan beint og hafi að mestu haldið sig við undirbúnar ræður. Markmið margra þeirra hafi að líkindum verið að kynna sig fyrir þjóðinni. Þess í stað beindu þeir frekar spjótum sínum að stefnumálum Trump forseta án þess þó að vega að honum beint. Þar fóru hæsta innflytjendamál og landamærin að Mexíkó þar sem forsetinn hefur lýst yfir neyðarástandi. Margir frambjóðendanna lýstu þeirri skoðun sinni að afglæpavæða ætti för fólks yfir landamærin. Trump-stjórnin hefur rekið þá stefnu að handtaka og halda öllum þeim sem koma ólöglega yfir landamærin. Um tíma skildi hún þá að fjölskyldur sem hafa enn ekki verið sameinaðar, um ári eftir að aðskilnaðarstefnan var lögð af. Trump forseti, sem hafði látið að því liggja að hann myndi tísta um kappræðurnar í beinni útsendingu, sagðist ætla að láta það vera þar sem hann yrði í flugi til Japan til að taka þátt í G20-fundi á meðan á kappræðunum stæði. Nokkru síðar tísti hann þó „LEIÐINLEGT!“ og virtist þar eiga við kappræðurnar frekar en flugferðina. Þegar hann sendi út tístið voru frambjóðendurnir að ræða dauða ungs föður frá El Salvador og tveggja ára gamallar dóttur hans á landamærunum í vikunni. Talsmaður forsetaframboðs Trump sagði í yfirlýsingu eftir kappræðurnar að þær hefðu verið bestu rökin fyrir endurkjöri Trump. Sakaði hann demókrata um að aðhyllast öfgavinstristefnu og sósíalisma, að sögn Reuters-fréttastofunnar.BORING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fóru fram í gærkvöldi. Þar tókust frambjóðendur meðal annars á um hvort að leggja ætti af einkasjúkratryggingar en voru sammála um að innflytjendastefna Trump forseta væri harðneskjuleg. Á þriðja tug frambjóðenda er í forvali demókrata á þessu sinni en tuttugu þeirra voru gjaldgengir til að taka þátt í sjónvarpskappræðunum. Fyrstu kappræðunum er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur tóku þátt í gærkvöldi en hinir tíu etja kappi í kvöld. Alls eru tólf kappræður á dagskránni í forvali Demókrataflokksins. Á meðal frambjóðenda á sviðinu í Miami í Flórída í gær var Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem hefur styrkt sig í skoðanakönnunum undanfarið. Mælist hún nú með svipað fylgi og Bernie Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont, en þau eru bæði töluvert á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden og Sanders taka þátt í seinni hluta kappræðnanna í kvöld. Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, og Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, voru á meðal þeirra sem deildu sviðinu með Warren í gær. Warren var önnur af tveimur frambjóðendum á sviðinu í gær sem sagðist fylgjandi því að taka upp opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla og leggja af einkasjúkratryggingar. Sagði hún tryggingafyrirtæki sem bjóða upp á slíkar tryggingar notfæra sér almenning, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það sem þau eru að segja ykkur er að þau munu ekki berjast fyrir því. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarréttur og ég mun berjast fyrir honum,“ sagði Warren um flokkssystkini sín sem studdu ekki opinbert heilbrigðiskerfi fyrir allan almenning. O‘Rourke fullyrti á móti að einkasjúkratryggingar væru grundvallaratriði til að hægt væri að veita öllum landsmönnum heilbrigðisþjónustu.Frambjóðendur tíu á sviði í gærkvöldi. Flestir frambjóðendanna 23 í forvalinu mælast með innan við 2% fylgi.AP/Wilfredo LeeReyndu að vekja á sér athygli Frambjóðendurnir veigruðu sér við því að beina spjótum sínum að forystusauðnum Biden. Washington Post segir að frambjóðendurnir hafi sjaldan ávarpað hver annan beint og hafi að mestu haldið sig við undirbúnar ræður. Markmið margra þeirra hafi að líkindum verið að kynna sig fyrir þjóðinni. Þess í stað beindu þeir frekar spjótum sínum að stefnumálum Trump forseta án þess þó að vega að honum beint. Þar fóru hæsta innflytjendamál og landamærin að Mexíkó þar sem forsetinn hefur lýst yfir neyðarástandi. Margir frambjóðendanna lýstu þeirri skoðun sinni að afglæpavæða ætti för fólks yfir landamærin. Trump-stjórnin hefur rekið þá stefnu að handtaka og halda öllum þeim sem koma ólöglega yfir landamærin. Um tíma skildi hún þá að fjölskyldur sem hafa enn ekki verið sameinaðar, um ári eftir að aðskilnaðarstefnan var lögð af. Trump forseti, sem hafði látið að því liggja að hann myndi tísta um kappræðurnar í beinni útsendingu, sagðist ætla að láta það vera þar sem hann yrði í flugi til Japan til að taka þátt í G20-fundi á meðan á kappræðunum stæði. Nokkru síðar tísti hann þó „LEIÐINLEGT!“ og virtist þar eiga við kappræðurnar frekar en flugferðina. Þegar hann sendi út tístið voru frambjóðendurnir að ræða dauða ungs föður frá El Salvador og tveggja ára gamallar dóttur hans á landamærunum í vikunni. Talsmaður forsetaframboðs Trump sagði í yfirlýsingu eftir kappræðurnar að þær hefðu verið bestu rökin fyrir endurkjöri Trump. Sakaði hann demókrata um að aðhyllast öfgavinstristefnu og sósíalisma, að sögn Reuters-fréttastofunnar.BORING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira