Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 19:18 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild þingsins, gagnrýndi bæði tillögu Demókrata og sagði þá vera ósamvinnuþýða. Vísir/getty Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa hátt í fimm milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var komið frá fulltrúadeild þingsins þar sem Demókratar eru í meirihluta. BBC greinir frá. Repúblikanar eru með meirihluta á í öldungadeildinni með 53 þingmenn. 55 þingmenn greiddu atkvæði gegn og voru þrír Demókratar á meðal þeirra sem studdu ekki frumvarpið. 37 greiddu atkvæði með. Öldungadeildin mun nú greiða atkvæði um sína útgáfu af mannúðaraðstoð á landamærunum en málið hefur vakið mikið umtal undanfarna daga. Fregnir af dauðsföllum innflytjenda sem freista þess að komast yfir landamærin færast í aukana og börn eru sögð búa við óviðunandi aðstæður í flóttamannabúðum á svæðinu. Um helgina drukknuðu feðgin frá El Salvador í ánni Río Grande á landamærunum, hinn 25 ára gamli Óscar Alberto Martínez Ramírez og dóttir hans Valeria. Valera var 23 mánaða gömul en mynd af feðginunum hefur vakið mikinn óhug og segja margir hana vera vitnisburð um hversu mikið fólk þarf að leggja á sig í leit að betra lífi.Nancy Pelosi ræddi við Bandaríkjaforseta í dag.Vísir/GettyÓlík sjónarmið hjá deildum þingsins Frumvörp beggja deilda innihalda tillögur um hvernig skuli veita aðstoð á landamærunum og er lagt bann við því að fjármagnið verði notað til þess að byggja hinn svokallaða múr á landamærunum. Í tillögu fulltrúadeildarinnar er að finna nánari útlistun á því hvernig skuli nýta fjármagnið á meðan tillaga öldungadeildarinnar gefur stofnunum frjálsari hendur í ráðstöfun þess. Þingmaður Repúblikana, Mich McConnell, sagði tillögu fulltrúadeildarinnar ekki stefna neitt og gagnrýndi fulltrúadeildarþingmenn Demókrata fyrir að vera ósamvinnuþýða og reyna að fella pólitískar keilur. Fulltrúadeildin samþykkti í gær eigin tillögu um að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærunum. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að það sætta þyrfti nokkur sjónarmið varðandi frumvarpið. Hún ræddi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um tillöguna í dag. Báðar deildir þingsins munu þurfa að samþykkja samræmdar tillögur svo hægt sé að senda frumvarpið til undirritunar hjá Bandaríkjaforseta en hann hefur áður hótað því að beita neitunarvaldi á tillögu fulltrúadeildarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa hátt í fimm milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Frumvarpið var komið frá fulltrúadeild þingsins þar sem Demókratar eru í meirihluta. BBC greinir frá. Repúblikanar eru með meirihluta á í öldungadeildinni með 53 þingmenn. 55 þingmenn greiddu atkvæði gegn og voru þrír Demókratar á meðal þeirra sem studdu ekki frumvarpið. 37 greiddu atkvæði með. Öldungadeildin mun nú greiða atkvæði um sína útgáfu af mannúðaraðstoð á landamærunum en málið hefur vakið mikið umtal undanfarna daga. Fregnir af dauðsföllum innflytjenda sem freista þess að komast yfir landamærin færast í aukana og börn eru sögð búa við óviðunandi aðstæður í flóttamannabúðum á svæðinu. Um helgina drukknuðu feðgin frá El Salvador í ánni Río Grande á landamærunum, hinn 25 ára gamli Óscar Alberto Martínez Ramírez og dóttir hans Valeria. Valera var 23 mánaða gömul en mynd af feðginunum hefur vakið mikinn óhug og segja margir hana vera vitnisburð um hversu mikið fólk þarf að leggja á sig í leit að betra lífi.Nancy Pelosi ræddi við Bandaríkjaforseta í dag.Vísir/GettyÓlík sjónarmið hjá deildum þingsins Frumvörp beggja deilda innihalda tillögur um hvernig skuli veita aðstoð á landamærunum og er lagt bann við því að fjármagnið verði notað til þess að byggja hinn svokallaða múr á landamærunum. Í tillögu fulltrúadeildarinnar er að finna nánari útlistun á því hvernig skuli nýta fjármagnið á meðan tillaga öldungadeildarinnar gefur stofnunum frjálsari hendur í ráðstöfun þess. Þingmaður Repúblikana, Mich McConnell, sagði tillögu fulltrúadeildarinnar ekki stefna neitt og gagnrýndi fulltrúadeildarþingmenn Demókrata fyrir að vera ósamvinnuþýða og reyna að fella pólitískar keilur. Fulltrúadeildin samþykkti í gær eigin tillögu um að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærunum. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að það sætta þyrfti nokkur sjónarmið varðandi frumvarpið. Hún ræddi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um tillöguna í dag. Báðar deildir þingsins munu þurfa að samþykkja samræmdar tillögur svo hægt sé að senda frumvarpið til undirritunar hjá Bandaríkjaforseta en hann hefur áður hótað því að beita neitunarvaldi á tillögu fulltrúadeildarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34 Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45 Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. 28. maí 2019 21:34
Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi. 26. júní 2019 11:45
Trump danglaði blaði með meintum leyniákvæðum framan í fréttamenn Ekkert liggur frekar fyrir um hver ákvæðin eru. Mexíkósk stjórnvöld hafa neitað því að fleira sé í samkomulagi þeirra við Trump en gefið hefur verið upp. 11. júní 2019 20:44