Evrópskir nashyrningar snúa aftur til heimahaganna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2019 16:05 Nashyrningarnir koma í þjóðgarðinn á miðnætti í kvöld. getty/Frédéric Soltan Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. Tegund svartra nashyrninga er í útrýmingarhættu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Verið er að flytja dýrin um 6.000 km. Leið í dag, sem er lengsta leið sem farin hefur verið með nashyrninga frá Evrópu til Afríku en þessi flutningur hefur verið í undirbúningi í nokkur ár. Minna en 5.000 villtir svartir nashyrningar og aðeins 1.000 austur-svartir nashyrningar eru eftir í Afríku og stendur að þeim ógn af veiðiþjófum. Þrjú kvendýr og tvö karldýr nashyrningsins, sem eru á aldrinum tveggja til níu ára, voru valin til að flytja til þjóðgarðsins Akagera. Öll fimm dýrin voru fædd og ræktuð í Evrópu og hafa verið í haldi allt þeirra líf. Jasiri, Jasmina og Manny fæddust í safarí garðinum Safari Park Dvur Kralove í Tékklandi, Mandela er frá Ree Park safarí garðinum í Danmörku og Olmoti er frá Flamingo landi á Bretlandi. Þau hafa verið gefin þróunarstjórn Rúanda í von um að fjölga svörtum nashyrningum í austur Afríku. Fimmmenningarnir voru fyrst fluttir í Dvur Kralove safarí garðinn í Tékklandi til að þjálfa þau í því að lifa úti í náttúrunni. Þau hafa einnig gengist undir margra mánaða þjálfun til að undirbúa þau fyrir 30 klst. ferðalagið frá Evrópu til Afríku og mun þeim vera fylgt og fylgst með þeim af reyndum dýragarðsvörðum og dýralæknum. Jes Gruner, yfirþjóðgarðsvörður í Akagera þjóðgarðinum, sagði í samtali við fréttastofu Sky að það hafi tekið nokkur ár að finna réttu dýrin en þau hafa verið í haldi í Tékklandi síðan í nóvember í fyrra. „Þau hafa verið í búrum í Evrópu,“ sagði hann. „Nú eru þau orðin vön búrunum sem þau verða flutt í og hafa vanist umferðarhljóðunum og þegar þau koma hingað á miðnætti ætlum við að sleppa þeim hægt og rólega.“ „Það mun taka þau nokkra mánuði áður en þau verða orðin vön nýju umhverfi.“ Premysl Rabar, safarígarðsstjóri í Dvur Kralove, sagði: „Lokaskrefið verður að sleppa þeim á norðurhluta þjóðgarðsins þar sem þau munu vera frjáls.“ Akagera þjóðgarðurinn hefur nánast útrýmt veiðiþjófnaði á svæðinu undanfarin ár og hefur hjálpað nokkrum tegundum að endurtengjast afrískri náttúru, þar á meðal ljónum árið 2015 en þau eru orðin þrefalt fleiri síðan. Árið 2017 voru 18 nashyrningar fluttir í garðinn. Fylgst verður með nashyrningunum fimm á meðan þau venjast nýjum heimkynnum sínum og búist er við að þau verði jákvæð viðbót við vistkerfið á svæðinu. Dýr Rúanda Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira
Fimm svartir nashyrningar eru nú á leið frá Evrópu, þar sem þeir hafa lifað í búrum allt sitt líf, til þjóðgarðs í Rúanda. Tegund svartra nashyrninga er í útrýmingarhættu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Verið er að flytja dýrin um 6.000 km. Leið í dag, sem er lengsta leið sem farin hefur verið með nashyrninga frá Evrópu til Afríku en þessi flutningur hefur verið í undirbúningi í nokkur ár. Minna en 5.000 villtir svartir nashyrningar og aðeins 1.000 austur-svartir nashyrningar eru eftir í Afríku og stendur að þeim ógn af veiðiþjófum. Þrjú kvendýr og tvö karldýr nashyrningsins, sem eru á aldrinum tveggja til níu ára, voru valin til að flytja til þjóðgarðsins Akagera. Öll fimm dýrin voru fædd og ræktuð í Evrópu og hafa verið í haldi allt þeirra líf. Jasiri, Jasmina og Manny fæddust í safarí garðinum Safari Park Dvur Kralove í Tékklandi, Mandela er frá Ree Park safarí garðinum í Danmörku og Olmoti er frá Flamingo landi á Bretlandi. Þau hafa verið gefin þróunarstjórn Rúanda í von um að fjölga svörtum nashyrningum í austur Afríku. Fimmmenningarnir voru fyrst fluttir í Dvur Kralove safarí garðinn í Tékklandi til að þjálfa þau í því að lifa úti í náttúrunni. Þau hafa einnig gengist undir margra mánaða þjálfun til að undirbúa þau fyrir 30 klst. ferðalagið frá Evrópu til Afríku og mun þeim vera fylgt og fylgst með þeim af reyndum dýragarðsvörðum og dýralæknum. Jes Gruner, yfirþjóðgarðsvörður í Akagera þjóðgarðinum, sagði í samtali við fréttastofu Sky að það hafi tekið nokkur ár að finna réttu dýrin en þau hafa verið í haldi í Tékklandi síðan í nóvember í fyrra. „Þau hafa verið í búrum í Evrópu,“ sagði hann. „Nú eru þau orðin vön búrunum sem þau verða flutt í og hafa vanist umferðarhljóðunum og þegar þau koma hingað á miðnætti ætlum við að sleppa þeim hægt og rólega.“ „Það mun taka þau nokkra mánuði áður en þau verða orðin vön nýju umhverfi.“ Premysl Rabar, safarígarðsstjóri í Dvur Kralove, sagði: „Lokaskrefið verður að sleppa þeim á norðurhluta þjóðgarðsins þar sem þau munu vera frjáls.“ Akagera þjóðgarðurinn hefur nánast útrýmt veiðiþjófnaði á svæðinu undanfarin ár og hefur hjálpað nokkrum tegundum að endurtengjast afrískri náttúru, þar á meðal ljónum árið 2015 en þau eru orðin þrefalt fleiri síðan. Árið 2017 voru 18 nashyrningar fluttir í garðinn. Fylgst verður með nashyrningunum fimm á meðan þau venjast nýjum heimkynnum sínum og búist er við að þau verði jákvæð viðbót við vistkerfið á svæðinu.
Dýr Rúanda Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira