Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2019 21:49 Ólafur Reimar Gunnarsson hefur sagt skilið við VR. Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR.Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV en þar á meðal er Ólafur Reimar sem mun því hætta sem stjórnarformaður LV. Ástæða er óánægja stjórnar VR með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%. Í yfirlýsingu sem Ólafur Reimar sendi til fjölmiðla í kjölfar ákvörðunar fulltrúaráðs segir meðal annars hann telji vinnubrögð Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, og meirihluta stjórnar félagsins forkastanleg.Vinnubrögð Ragnars Þórs hafi verið forkastanleg „Ég hef í störfum mínum fyrir VR lagt mig fram um að sinna þeim af kostgæfni og alúð og lagt mig fram um að starfa fyrir alla félagsmenn og alla sjóðfélaga í LV,“ segir í yfirlýsingu Ólafs Reimars.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/VilhelmSegir hann að sjóðurinn hafi haft forgöngu um að lækkun vaxta og bendir á að vextir á verðtryggðum lánum LV með breytilegum vöxtum hafi í upphafi árs 2015 verið 3,99 prósent, en hafi lækkað jafnt og þétt síðan. Á sama tíma hafi stjórn sjóðsins hætt að þeirri lagalegu skyldu sem á sjóðnum hvíli að gæta hagsmuna allra sjóðfélaga sinna. „Á liðnum vetri var orðið ljóst, að það viðmið sem stjórn sjóðsins hafði á árum áður ákveðið að binda vexti þessara lána við var ekki lengur nothæft og varð að finna nýtt sem uppfyllti þau skilyrði að vera almennt, endurspegla vaxtaumhverfi á markaði hér og vera tengt við áreiðanleg viðmið á markaði þannig að ekki væri hætta á að vaxtaákvarðanir tækju mið af annarlegum sjónarmiðum eða hagsmunum af neinu tagi,“ segir í yfirlýsingu Ólafs Reimars. Við þessa ákvarðanatöku hafi stjórn LV unnið af heilindum og með hag allra sjóðfélaga að leiðarljósi. „Ég tel því illa að mér og öðrum stjórnarmönnum sjóðsins vegið að væna okkur um óheilindi og bregðast við með svo harkalegum og ómálefnalegum hætti sem formaður VR og stjórn félagsins hafa gert, og nú síðast fulltrúaráð félagsins í LV. Vinnubrögð formanns og meirihluta stjórnar hafa verið forkastanleg og get ég ekki hugsað mér að starfa lengur í þessum félagsskap og segi því hér með skilið við hann.“Yfirlýsing Ólafs Reimars í heild sinni„Ég undirritaður Ólafur Reimar Gunnarsson stjórnarmaður í VR og nú fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) tilnefndur af VR segi hér með af mér sem stjórnarmaður í VR og um leið segi ég mig frá öllum þeim trúnaðarstörfum sem ég hef gegnt fyrir félagið undanfarin ár.Ég hef í störfum mínum fyrir VR lagt mig fram um að sinna þeim af kostgæfni og alúð og lagt mig fram um að starfa fyrir alla félagsmenn og alla sjóðfélaga í LV.Ég hef meðal annars að fullu tekið þátt í því mikla verkefni LV að draga verulega úr fjármagnskostnaði heimilanna á undanförnum árum með því að sjóðurinn hefur boðið sjóðfélögum lán á samkeppnishæfum kjörum. Þar hefur sjóðurinn haft forgöngu um lækkun vaxta sem síðustu misserin hefur einkum komið fram á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum. Eins og auðveldlega má sjá á vef sjóðsins báru þessi lán 3,99% vexti í upphafi árs 2015, þeir hafa jafnt og þétt lækkað og eru nú 2,06%. Þetta er og hefur verið afar mikilvæg kjarabót fyrir félagsmenn VR og sjóðfélaga í LV.Á sama tíma hefur stjórn LV gætt þeirrar afdráttarlausu lagalegu og siðferðislegu skyldu sinnar að gæta hagsmuna allra sjóðfélaga.Á liðnum vetri var orðið ljóst, að það viðmið sem stjórn sjóðsins hafði á árum áður ákveðið að binda vexti þessara lána við var ekki lengur nothæft og varð að finna nýtt sem uppfyllti þau skilyrði að vera almennt, endurspegla vaxtaumhverfi á markaði hér og vera tengt við áreiðanleg viðmið á markaði þannig að ekki væri hætta á að vaxtaákvarðanir tækju mið af annarlegum sjónarmiðum eða hagsmunum af neinu tagi. Þessi breyting hafði í för með sér að breytilegu vextirnir hækka sem nemur 0,2 prósentustigum og eru eftir sem áður með lægstu vöxtum á íslenskum lánamarkaði. Sé allt með talið, líka skilyrði sem lántakar þurfa að uppfylla, hika ég ekki við að fullyrða að eftir þessa vaxtabreytingu eru verðtryggð lán LV með breytilegum vöxtum eftir sem áður þau hagstæðustu sem almenningur á Íslandi á kost á að taka.Í öllu þessu hefur stjórn LV unnið af fullum heilindum og með hag allra sjóðfélaga að leiðarljósi.Ég tel því illa að mér og öðrum stjórnarmönnum sjóðsins vegið að væna okkur um óheilindi og bregðast við með svo harkalegum og ómálefnalegum hætti sem formaður VR og stjórn félagsins hafa gert, og nú síðast fulltrúaráð félagsins í LV. Vinnubrögð formanns og meirihluta stjórnar hafa verið forkastanleg og get ég ekki hugsað mér að starfa lengur í þessum félagsskap og segi því hér með skilið við hann.Reykjavík 20. júní 2019Ólafur Reimar Gunnarsson“ Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir VR vill skipta út öllum stjórnarmönnum sínum í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Í samþykkt frá stjórn VR segir að vaxtahækkunin sé trúnaðarbrestur við félagið. 19. júní 2019 13:06 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR.Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV en þar á meðal er Ólafur Reimar sem mun því hætta sem stjórnarformaður LV. Ástæða er óánægja stjórnar VR með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%. Í yfirlýsingu sem Ólafur Reimar sendi til fjölmiðla í kjölfar ákvörðunar fulltrúaráðs segir meðal annars hann telji vinnubrögð Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, og meirihluta stjórnar félagsins forkastanleg.Vinnubrögð Ragnars Þórs hafi verið forkastanleg „Ég hef í störfum mínum fyrir VR lagt mig fram um að sinna þeim af kostgæfni og alúð og lagt mig fram um að starfa fyrir alla félagsmenn og alla sjóðfélaga í LV,“ segir í yfirlýsingu Ólafs Reimars.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/VilhelmSegir hann að sjóðurinn hafi haft forgöngu um að lækkun vaxta og bendir á að vextir á verðtryggðum lánum LV með breytilegum vöxtum hafi í upphafi árs 2015 verið 3,99 prósent, en hafi lækkað jafnt og þétt síðan. Á sama tíma hafi stjórn sjóðsins hætt að þeirri lagalegu skyldu sem á sjóðnum hvíli að gæta hagsmuna allra sjóðfélaga sinna. „Á liðnum vetri var orðið ljóst, að það viðmið sem stjórn sjóðsins hafði á árum áður ákveðið að binda vexti þessara lána við var ekki lengur nothæft og varð að finna nýtt sem uppfyllti þau skilyrði að vera almennt, endurspegla vaxtaumhverfi á markaði hér og vera tengt við áreiðanleg viðmið á markaði þannig að ekki væri hætta á að vaxtaákvarðanir tækju mið af annarlegum sjónarmiðum eða hagsmunum af neinu tagi,“ segir í yfirlýsingu Ólafs Reimars. Við þessa ákvarðanatöku hafi stjórn LV unnið af heilindum og með hag allra sjóðfélaga að leiðarljósi. „Ég tel því illa að mér og öðrum stjórnarmönnum sjóðsins vegið að væna okkur um óheilindi og bregðast við með svo harkalegum og ómálefnalegum hætti sem formaður VR og stjórn félagsins hafa gert, og nú síðast fulltrúaráð félagsins í LV. Vinnubrögð formanns og meirihluta stjórnar hafa verið forkastanleg og get ég ekki hugsað mér að starfa lengur í þessum félagsskap og segi því hér með skilið við hann.“Yfirlýsing Ólafs Reimars í heild sinni„Ég undirritaður Ólafur Reimar Gunnarsson stjórnarmaður í VR og nú fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) tilnefndur af VR segi hér með af mér sem stjórnarmaður í VR og um leið segi ég mig frá öllum þeim trúnaðarstörfum sem ég hef gegnt fyrir félagið undanfarin ár.Ég hef í störfum mínum fyrir VR lagt mig fram um að sinna þeim af kostgæfni og alúð og lagt mig fram um að starfa fyrir alla félagsmenn og alla sjóðfélaga í LV.Ég hef meðal annars að fullu tekið þátt í því mikla verkefni LV að draga verulega úr fjármagnskostnaði heimilanna á undanförnum árum með því að sjóðurinn hefur boðið sjóðfélögum lán á samkeppnishæfum kjörum. Þar hefur sjóðurinn haft forgöngu um lækkun vaxta sem síðustu misserin hefur einkum komið fram á verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum. Eins og auðveldlega má sjá á vef sjóðsins báru þessi lán 3,99% vexti í upphafi árs 2015, þeir hafa jafnt og þétt lækkað og eru nú 2,06%. Þetta er og hefur verið afar mikilvæg kjarabót fyrir félagsmenn VR og sjóðfélaga í LV.Á sama tíma hefur stjórn LV gætt þeirrar afdráttarlausu lagalegu og siðferðislegu skyldu sinnar að gæta hagsmuna allra sjóðfélaga.Á liðnum vetri var orðið ljóst, að það viðmið sem stjórn sjóðsins hafði á árum áður ákveðið að binda vexti þessara lána við var ekki lengur nothæft og varð að finna nýtt sem uppfyllti þau skilyrði að vera almennt, endurspegla vaxtaumhverfi á markaði hér og vera tengt við áreiðanleg viðmið á markaði þannig að ekki væri hætta á að vaxtaákvarðanir tækju mið af annarlegum sjónarmiðum eða hagsmunum af neinu tagi. Þessi breyting hafði í för með sér að breytilegu vextirnir hækka sem nemur 0,2 prósentustigum og eru eftir sem áður með lægstu vöxtum á íslenskum lánamarkaði. Sé allt með talið, líka skilyrði sem lántakar þurfa að uppfylla, hika ég ekki við að fullyrða að eftir þessa vaxtabreytingu eru verðtryggð lán LV með breytilegum vöxtum eftir sem áður þau hagstæðustu sem almenningur á Íslandi á kost á að taka.Í öllu þessu hefur stjórn LV unnið af fullum heilindum og með hag allra sjóðfélaga að leiðarljósi.Ég tel því illa að mér og öðrum stjórnarmönnum sjóðsins vegið að væna okkur um óheilindi og bregðast við með svo harkalegum og ómálefnalegum hætti sem formaður VR og stjórn félagsins hafa gert, og nú síðast fulltrúaráð félagsins í LV. Vinnubrögð formanns og meirihluta stjórnar hafa verið forkastanleg og get ég ekki hugsað mér að starfa lengur í þessum félagsskap og segi því hér með skilið við hann.Reykjavík 20. júní 2019Ólafur Reimar Gunnarsson“
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir VR vill skipta út öllum stjórnarmönnum sínum í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Í samþykkt frá stjórn VR segir að vaxtahækkunin sé trúnaðarbrestur við félagið. 19. júní 2019 13:06 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
VR vill skipta út öllum stjórnarmönnum sínum í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Í samþykkt frá stjórn VR segir að vaxtahækkunin sé trúnaðarbrestur við félagið. 19. júní 2019 13:06
VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15
Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02