Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 13:39 Asadullah Sarwari ásamt sonum sínum. Vísir/BaldurHrafnkell Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Málið er til skoðunar hjá stjórnvöldum en fyrirhuguð brottvísun fjölskyldnanna, þar á meðal ungra barna, hefur vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða Sarwari feðgana, föðurinn Asadullah og synina Said Mahdi og Said Ali Akbar. Feðgarnir komu hingað til lands síðasta haust en Útlendingastofnun úrskurðaði í desember að mál þeirra yrði ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Faðirinn Asadulla Sawari sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að það væri óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun til Grikklands sem átti að fara fram síðastliðinn sunnudag var frestað vegna andlegs ástands tíu ára drengsins. Asadulla segir ekkert nema götuna bíða fjölskyldunnar. Í framhaldinu hefur lögmaður feðganna farið fram á endurupptöku málsins.Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krakkanna Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi.VísirHins vegar er um að ræða Zainab Safari, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar og móður. Skólastjóri Hagaskóla er meðal þeirra sem hafa sagt nemendur og kennara harmi slegna. Nemendur hafa safnað sex þúsund undirskriftum og telja um brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að ræða að hafna Zainab um alþjóðlega vernd.Fyrirhuguð eru mótmæli við Hallgrímskirkju klukkan 17 í dag þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Á annað þúsund manns hafa boðað komu sína. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Málið er til skoðunar hjá stjórnvöldum en fyrirhuguð brottvísun fjölskyldnanna, þar á meðal ungra barna, hefur vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða Sarwari feðgana, föðurinn Asadullah og synina Said Mahdi og Said Ali Akbar. Feðgarnir komu hingað til lands síðasta haust en Útlendingastofnun úrskurðaði í desember að mál þeirra yrði ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Faðirinn Asadulla Sawari sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að það væri óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun til Grikklands sem átti að fara fram síðastliðinn sunnudag var frestað vegna andlegs ástands tíu ára drengsins. Asadulla segir ekkert nema götuna bíða fjölskyldunnar. Í framhaldinu hefur lögmaður feðganna farið fram á endurupptöku málsins.Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krakkanna Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi.VísirHins vegar er um að ræða Zainab Safari, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar og móður. Skólastjóri Hagaskóla er meðal þeirra sem hafa sagt nemendur og kennara harmi slegna. Nemendur hafa safnað sex þúsund undirskriftum og telja um brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að ræða að hafna Zainab um alþjóðlega vernd.Fyrirhuguð eru mótmæli við Hallgrímskirkju klukkan 17 í dag þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Á annað þúsund manns hafa boðað komu sína.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09
Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins að sögn Magnúsar Norðdahl, lögfræðings feðganna. 3. júlí 2019 14:40