Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2019 16:56 Lögmenn Epstein óskuðu eftir því að hann yrði settur í stofufangelsi, og fengi að fara heim í 77 milljón dollara stórhýsi sitt. Vísir/AP Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu að sinni. Þetta er niðurstaða dómara í New York. Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. Saksóknarar í málinu segja að Epstein sé hættulegur umhverfi sínu og telja hættu á að hann reyni að flýja land ef honum verður sleppt út áður en réttarhöld hefjast í málinu. Af þeim sökum kröfðust þeir þess að Epstein yrði áfram í haldi fram að réttarhöldunum. Saksóknararnir segja jafnframt að fleiri konur hafi haft samband við þá á síðustu dögum og sakað Epstein um að hafa misnotað sig þegar þær voru undir lögaldri. Einnig hefur verið greint frá því að staflar af peningaseðlum, tugir demanta og útrunnið falsað vegabréf hafi fundist í húsleit á heimili hans eftir handtökuna þann 6. júlí síðastliðinn. Lögmenn Epstein segja að hann hafi ekki brotið af sér eftir að hann játaði aðild sína að mansali ólögráða barns árið 2008, og að alríkisyfirvöld séu að svíkja tólf ára samkomulag þar sem þau féllust á að ákæra hann ekki fyrir slík brot. Lögmennirnir segjast ætla að óska eftir því að málinu verði vísað frá dómi og að Epstein verði settur í stofufangelsi með rafrænu eftirliti fram að því að réttarhöld hefjast. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu að sinni. Þetta er niðurstaða dómara í New York. Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. Saksóknarar í málinu segja að Epstein sé hættulegur umhverfi sínu og telja hættu á að hann reyni að flýja land ef honum verður sleppt út áður en réttarhöld hefjast í málinu. Af þeim sökum kröfðust þeir þess að Epstein yrði áfram í haldi fram að réttarhöldunum. Saksóknararnir segja jafnframt að fleiri konur hafi haft samband við þá á síðustu dögum og sakað Epstein um að hafa misnotað sig þegar þær voru undir lögaldri. Einnig hefur verið greint frá því að staflar af peningaseðlum, tugir demanta og útrunnið falsað vegabréf hafi fundist í húsleit á heimili hans eftir handtökuna þann 6. júlí síðastliðinn. Lögmenn Epstein segja að hann hafi ekki brotið af sér eftir að hann játaði aðild sína að mansali ólögráða barns árið 2008, og að alríkisyfirvöld séu að svíkja tólf ára samkomulag þar sem þau féllust á að ákæra hann ekki fyrir slík brot. Lögmennirnir segjast ætla að óska eftir því að málinu verði vísað frá dómi og að Epstein verði settur í stofufangelsi með rafrænu eftirliti fram að því að réttarhöld hefjast.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35
Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55
Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32
Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16