Sálin seld fyrir góð staffapartí Steinunn Ólína skrifar 12. júlí 2019 07:00 Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? Skilja mennskuna eftir á bílastæðinu og setjast við og afgreiða mál hælisleitanda eins og engin mannleg taug sé eftir í því? Hvers konar manneskjur eru það sem láta bjóða sér að framkvæma eftir fáránlegum skrifræðisreglum, þvert á þá eðlislægu hvöt manneskjunnar að vilja öðrum vel og vilja vernda aðra frá því að þjást. Hvað gerir það fyrir mannsandann? Ég hef heyrt starfsmenn ÚTL væla yfir því að þeir séu bara að vinna vinnuna sína. Ef hægt er að biðja fólk um að starfa eftir fáránlega ómanneskjulegum lögum, hvað er ÞÁ hægt að fá fólk til að gera? Myndi það berja aðra manneskju ef starfslýsingin innbæri slíkt? Hvar eru mörkin? Það er öllum lífsnauðsynlegt að eiga í sig og á og til þess þarf fólk að afla tekna, en andskotakornið, að fyrir skitin mánaðarlaun – láta hafa sig í það að ljúga framan í almenning í fréttum að það sé boðlegt að senda fólk í flóttamannabúðir til Grikklands þar sem aðbúnaður er hræðilegur, hvernig er það bara hægt? Hvernig er hægt að láta vinnuveitanda svipta sig mannkærleikanum og sjálfsvirðingunni og myndi starfslið ÚTL vilja að þeirra mál væru afgreidd með sama hætti? Þessu er auðsvarað. Nei. Starfsfólk ÚTL á ekki að láta bjóða sér að starfa eftir því vinnulagi sem krafist er af því. 100 milljónir fær ÚTL til að ráða fleira starfsfólk á árinu. Hversu margir eru tilbúnir að afla tekna við að senda saklaust fólk út í opinn dauðann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? Skilja mennskuna eftir á bílastæðinu og setjast við og afgreiða mál hælisleitanda eins og engin mannleg taug sé eftir í því? Hvers konar manneskjur eru það sem láta bjóða sér að framkvæma eftir fáránlegum skrifræðisreglum, þvert á þá eðlislægu hvöt manneskjunnar að vilja öðrum vel og vilja vernda aðra frá því að þjást. Hvað gerir það fyrir mannsandann? Ég hef heyrt starfsmenn ÚTL væla yfir því að þeir séu bara að vinna vinnuna sína. Ef hægt er að biðja fólk um að starfa eftir fáránlega ómanneskjulegum lögum, hvað er ÞÁ hægt að fá fólk til að gera? Myndi það berja aðra manneskju ef starfslýsingin innbæri slíkt? Hvar eru mörkin? Það er öllum lífsnauðsynlegt að eiga í sig og á og til þess þarf fólk að afla tekna, en andskotakornið, að fyrir skitin mánaðarlaun – láta hafa sig í það að ljúga framan í almenning í fréttum að það sé boðlegt að senda fólk í flóttamannabúðir til Grikklands þar sem aðbúnaður er hræðilegur, hvernig er það bara hægt? Hvernig er hægt að láta vinnuveitanda svipta sig mannkærleikanum og sjálfsvirðingunni og myndi starfslið ÚTL vilja að þeirra mál væru afgreidd með sama hætti? Þessu er auðsvarað. Nei. Starfsfólk ÚTL á ekki að láta bjóða sér að starfa eftir því vinnulagi sem krafist er af því. 100 milljónir fær ÚTL til að ráða fleira starfsfólk á árinu. Hversu margir eru tilbúnir að afla tekna við að senda saklaust fólk út í opinn dauðann?
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar