Mega börn ekki hafa skoðanir fyrr en þau eru 18 ára? Hildur Lilja Jónsdóttir og Eiður Axelsson Welding skrifar 10. júlí 2019 13:30 Í síðustu viku komu fram sterkar skoðanir á því hvort ungmenni í Vinnuskólanum í Reykjavík ættu að fá fræðslu um umhverfismál í víðum skilningi og um mögulegar leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri. Að því tilefni langar okkur að leggja áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk fái slíka fræðslu til þess að geta myndað sér skoðanir og verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Hvernig eiga börn annars að mynda sér sjálfstæðar skoðanir fái þau ekki fræðslu um þætti eins og samfélagsmál, mannréttindi, mismunun, lýðræði og gagnrýna hugsun? Íslensk menntastefna leggur áherslu á mikilvægi þess að ungmenni tileinki sér gagnrýna hugsun en í aðalnámskrá grunnskóla segir:,,Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 22)Á öðrum stað í aðalnámsskránni segir:„Efla ber rökhugsun og gagnrýna hugsun nemenda sem og skapandi hugsun og lausnaleit. Nemendur eiga að þjálfast í að rökræða og rökstyðja mál sitt í ræðu og riti. Mikilvægt er að nemendur læri að ígrunda eigin hugsanir og geri sér grein fyrir hvaða áhrif tilfinningar hafa á hugsanagang þeirra, heilbrigða dómgreind og hæfileika til þess að bregðast við nýjum aðstæðum.” (bls. 38)Því má segja að umrædd kynning/fræðsla hjá vinnuskólanum sé í samræmi við menntastefnu stjórnvalda og eigi erindi við ungmenni á grunnskólastigi. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra skrifaði í formála Aðalnámsskrár grunnskóla: “Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandi kynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.” (bls. 7) Ungmenni nú til dags eru mjög upplýst um það sem er að gerast í heiminum vegna nútíma tækni og samfélagsmiðla. Það að fá fræðslu um umheiminn og samfélagið sem við búum í gefur okkur, unga fólkinu, tækifæri til að mynda okkur skoðanir og gerir okkur betur í stakk búin til þess að geta tekið þátt í umræðunni og látið gott að okkur leiða fyrir samfélagið. Í tólftu grein Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna er fjallað um rétt barna til þess að láta í ljós skoðanir sínar: „Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.” Höfundar líta svo á að fræðsla Vinnuskóla Reykjavíkur samræmist án nokkurs vafa Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og fagna hverskyns fræðslu um samfélagsmál og þvertaka fyrir fullyrðingar um að heilaþvotti og annars konar ofbeldi hafi verið beitt, enda var þessi fræðsla valfrjáls. Einnig viljum við benda á að nám í kynjafræði er hvorki til þess að niðurlægja börnin né byggt á öðru en staðreyndum t.d. um réttindabaráttu kvenna og minnihlutahópa. Kynjafræði og hugtök hennar eru mikilvægur þáttur í að gera nemendur meðvitaða um stöðu kynjanna í samfélaginu og veitir tækifæri til umræðu um réttindi og stöðu ólíkra einstaklinga og hópa í okkar samfélagi. Það er okkar von að þessi fræðigrein verði kennd sem víðast og á öllum skólastigum enda aldrei of snemmt að fræða börn um samfélagsleg málefni, jafnrétti, mannréttindi og lýðræði. Börn eru ekki autt blað til 18 ára aldurs og eiga ekki að vera það. Það er því óþarfi að gera ráð fyrir því og hræðast raddir og skoðanir barna og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. 3. júlí 2019 06:15 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Í síðustu viku komu fram sterkar skoðanir á því hvort ungmenni í Vinnuskólanum í Reykjavík ættu að fá fræðslu um umhverfismál í víðum skilningi og um mögulegar leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri. Að því tilefni langar okkur að leggja áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk fái slíka fræðslu til þess að geta myndað sér skoðanir og verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Hvernig eiga börn annars að mynda sér sjálfstæðar skoðanir fái þau ekki fræðslu um þætti eins og samfélagsmál, mannréttindi, mismunun, lýðræði og gagnrýna hugsun? Íslensk menntastefna leggur áherslu á mikilvægi þess að ungmenni tileinki sér gagnrýna hugsun en í aðalnámskrá grunnskóla segir:,,Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 22)Á öðrum stað í aðalnámsskránni segir:„Efla ber rökhugsun og gagnrýna hugsun nemenda sem og skapandi hugsun og lausnaleit. Nemendur eiga að þjálfast í að rökræða og rökstyðja mál sitt í ræðu og riti. Mikilvægt er að nemendur læri að ígrunda eigin hugsanir og geri sér grein fyrir hvaða áhrif tilfinningar hafa á hugsanagang þeirra, heilbrigða dómgreind og hæfileika til þess að bregðast við nýjum aðstæðum.” (bls. 38)Því má segja að umrædd kynning/fræðsla hjá vinnuskólanum sé í samræmi við menntastefnu stjórnvalda og eigi erindi við ungmenni á grunnskólastigi. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra skrifaði í formála Aðalnámsskrár grunnskóla: “Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandi kynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.” (bls. 7) Ungmenni nú til dags eru mjög upplýst um það sem er að gerast í heiminum vegna nútíma tækni og samfélagsmiðla. Það að fá fræðslu um umheiminn og samfélagið sem við búum í gefur okkur, unga fólkinu, tækifæri til að mynda okkur skoðanir og gerir okkur betur í stakk búin til þess að geta tekið þátt í umræðunni og látið gott að okkur leiða fyrir samfélagið. Í tólftu grein Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna er fjallað um rétt barna til þess að láta í ljós skoðanir sínar: „Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.” Höfundar líta svo á að fræðsla Vinnuskóla Reykjavíkur samræmist án nokkurs vafa Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og fagna hverskyns fræðslu um samfélagsmál og þvertaka fyrir fullyrðingar um að heilaþvotti og annars konar ofbeldi hafi verið beitt, enda var þessi fræðsla valfrjáls. Einnig viljum við benda á að nám í kynjafræði er hvorki til þess að niðurlægja börnin né byggt á öðru en staðreyndum t.d. um réttindabaráttu kvenna og minnihlutahópa. Kynjafræði og hugtök hennar eru mikilvægur þáttur í að gera nemendur meðvitaða um stöðu kynjanna í samfélaginu og veitir tækifæri til umræðu um réttindi og stöðu ólíkra einstaklinga og hópa í okkar samfélagi. Það er okkar von að þessi fræðigrein verði kennd sem víðast og á öllum skólastigum enda aldrei of snemmt að fræða börn um samfélagsleg málefni, jafnrétti, mannréttindi og lýðræði. Börn eru ekki autt blað til 18 ára aldurs og eiga ekki að vera það. Það er því óþarfi að gera ráð fyrir því og hræðast raddir og skoðanir barna og unglinga.
Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. 3. júlí 2019 06:15
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar