Óboðleg vinnubrögð Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. júlí 2019 07:30 Forsætisráðherra þarf að taka ákvörðun um það hvort hún muni reiða sig á meingallað mat hæfisnefndarinnar við ráðningu nýs seðlabankastjóra eða ráðast í sjálfstæða rannsókn. Ákvörðunin er prófsteinn fyrir íslenska stjórnsýslu í ljósi þess að embætti seðlabankastjóra er eitt valdamesta embætti landsins og því fylgja enn meiri völd þegar sameiningin við Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Það er ekkert svigrúm fyrir óvönduð vinnubrögð. Hæfnismatið er ýmsum vanköntum háð. Það tekur ekki mið af því að störf nýs seðlabankastjóra verða eðlisólík störfum forvera hans. Sameining tveggja stofnana, sem báðar eru þjóðhagslega mikilvægar, er risavaxið verkefni og krefst víðtækrar stjórnunarreynslu. Hún krefst einnig færni í mannlegum samskiptum en nefndin taldi ekki ástæðu til að rýna betur í þann hæfnisþátt. Allir umsækjendur komu vel fyrir, eins og nefndin orðaði það sjálf. Matið var svo óskiljanlegt að halda mætti að nefndarmenn hefðu verið undir þrýstingi að koma tilteknum umsækjendum í síðustu lotuna og útiloka aðra. Þegar horft var til stjórnunarreynslu vó það að hafa verið stjórnarmaður hjá opinberri stofnun þyngra en framkvæmdastjóri með mannaforráð. Og þó að stjórnarmennska hafi vegið þungt virðist nefndin hafa horft fram hjá stjórnarstörfum sumra umsækjenda. Önnur dæmi um þá vankanta sem há hæfnismatinu hafa verið rakin á síðum Fréttablaðsins. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var á dögunum tilnefnd sem bankastjóri Evrópska Seðlabankans. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur líklega ekki þurft að smíða flókin haglíkön á löngum starfsferli sínum. Lagarde hefur aftur á móti víðtæka reynslu af stjórnun og fjármálamörkuðum. Þetta skiptir leiðtoga Evrópusambandsins miklu máli og vonandi tekur forsætisráðherra í sama streng. Í Bandaríkjunum tilnefnir forsetinn næsta seðlabankastjóra sem er yfirheyrður af þingnefnd í beinni útsendingu og þarf síðan að hljóta blessun öldungadeildarinnar. Nú er ágætis tilefni til að staldra við og spyrja hvort nefndir eigi að skipa jafn stóran sess í ákvarðanatöku íslenskrar stjórnsýslu og þær gera í dag. Hvað hefur áunnist? Við sjáum þessa þróun einnig í atvinnulífinu þar sem skráð fyrirtæki hafa keppst um að koma á fót tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör. Andlitslausar nefndir eru hins vegar engin ávísun á fagleg vinnubrögð. Það þarf í það minnsta að gera meiri kröfur þegar um er að ræða eitt valdamesta embætti landsins. Boltinn er núna hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og trúverðugleiki stjórnsýslunnar er í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra þarf að taka ákvörðun um það hvort hún muni reiða sig á meingallað mat hæfisnefndarinnar við ráðningu nýs seðlabankastjóra eða ráðast í sjálfstæða rannsókn. Ákvörðunin er prófsteinn fyrir íslenska stjórnsýslu í ljósi þess að embætti seðlabankastjóra er eitt valdamesta embætti landsins og því fylgja enn meiri völd þegar sameiningin við Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Það er ekkert svigrúm fyrir óvönduð vinnubrögð. Hæfnismatið er ýmsum vanköntum háð. Það tekur ekki mið af því að störf nýs seðlabankastjóra verða eðlisólík störfum forvera hans. Sameining tveggja stofnana, sem báðar eru þjóðhagslega mikilvægar, er risavaxið verkefni og krefst víðtækrar stjórnunarreynslu. Hún krefst einnig færni í mannlegum samskiptum en nefndin taldi ekki ástæðu til að rýna betur í þann hæfnisþátt. Allir umsækjendur komu vel fyrir, eins og nefndin orðaði það sjálf. Matið var svo óskiljanlegt að halda mætti að nefndarmenn hefðu verið undir þrýstingi að koma tilteknum umsækjendum í síðustu lotuna og útiloka aðra. Þegar horft var til stjórnunarreynslu vó það að hafa verið stjórnarmaður hjá opinberri stofnun þyngra en framkvæmdastjóri með mannaforráð. Og þó að stjórnarmennska hafi vegið þungt virðist nefndin hafa horft fram hjá stjórnarstörfum sumra umsækjenda. Önnur dæmi um þá vankanta sem há hæfnismatinu hafa verið rakin á síðum Fréttablaðsins. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var á dögunum tilnefnd sem bankastjóri Evrópska Seðlabankans. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur líklega ekki þurft að smíða flókin haglíkön á löngum starfsferli sínum. Lagarde hefur aftur á móti víðtæka reynslu af stjórnun og fjármálamörkuðum. Þetta skiptir leiðtoga Evrópusambandsins miklu máli og vonandi tekur forsætisráðherra í sama streng. Í Bandaríkjunum tilnefnir forsetinn næsta seðlabankastjóra sem er yfirheyrður af þingnefnd í beinni útsendingu og þarf síðan að hljóta blessun öldungadeildarinnar. Nú er ágætis tilefni til að staldra við og spyrja hvort nefndir eigi að skipa jafn stóran sess í ákvarðanatöku íslenskrar stjórnsýslu og þær gera í dag. Hvað hefur áunnist? Við sjáum þessa þróun einnig í atvinnulífinu þar sem skráð fyrirtæki hafa keppst um að koma á fót tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör. Andlitslausar nefndir eru hins vegar engin ávísun á fagleg vinnubrögð. Það þarf í það minnsta að gera meiri kröfur þegar um er að ræða eitt valdamesta embætti landsins. Boltinn er núna hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og trúverðugleiki stjórnsýslunnar er í húfi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun