Íseyjan Davíð Stefánsson skrifar 6. ágúst 2019 08:00 Heimurinn breytist hraðar en við flest gerum okkur grein fyrir. Kínverjar eiga enn langt í land með að ná þeim kaupmætti og lífsgæðum sem tíðkast hér á Vesturlöndum. Þeir eru engu að síður að slá hvert efnahagsmetið á fætur öðru. Utanríkisráðuneytið íslenska hefur ítrekað bent á þessa breyttu heimsmynd: Kínverska millistéttin er orðin fjölmennari en íbúar Bandaríkjanna og Kanada samanlagt. Þessi bættu lífskjör og kaupgeta Kínverja þýðir ekki síst að þeir hafa meiri áhuga á ferðalögum. Í dag áætlar ferðamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að Kínverjar beri ábyrgð á fimmtungi heildarneyslu allra ferðamanna heimsins. Það er því fyllsta ástæða til að huga vel að því hvernig þessi vöxtur kínverska efnahagslífsins kann að gefa Íslendingum tækifæri. Hvar liggja þau og hvað ber að varast? Tækifærin eru til staðar en þau eru ekki sjálfgefin, um þau verður keppt. Það að Íslendingar nái árangri í þeirri keppni er undir okkur sjálfum komið. Ferðamálastofa hér á landi fer með stjórnsýslu ferðamála, fylgist með og stuðlar að þróun greinarinnar með samræmingu, greiningum og rannsóknum. Samkvæmt tölum stofunnar, horft til síðustu tólf mánaða, eru Kínverjar fjórði fjölmennasti hópur ferðamanna á Íslandi, á eftir Bandaríkjamönnum, Bretum og Þjóðverjum, eða 93.829. Það eru 4,3 prósent af heildar ferðamannafjölda síðustu 12 mánaða. Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað um 12,6 prósent frá fyrra ári. Þetta eru verðmætir ferðamenn. Mælingar á útgjöldum ferðamanna frá janúar til apríl á þessu ári gefa til kynna að útgjöld kínverskra ferðamanna séu um 4,3 prósent af heildarútgjöldum, eða um 4,1 milljarður króna. Meðalútgjöld Kínverja á þessum vormánuðum voru um 336 þúsund krónur. Það eru talsvert hærri meðalútgjöld en annarra þjóða. Ferðamálastofa segir þetta að stærstum hluta unga Kínverja. Þeir gisti að mestu á hótelum og gistiheimilum, um helmingur fer á bílaleigubíl, helmingur sækir íslensk söfn, tæpur þriðjungur fer í hellaskoðun og hvalaskoðun. Mikilvægt er að meirihlutinn er hér utan háannatíma. Það er ánægjulegt að 86 prósent aðspurðra ætli sér að koma aftur og um 79 prósent segjast mæla með landinu sem áningarstað. Spár um fjölgun kínverskra ferðamanna eru flestar á einn veg. Þeim mun fjölga mjög. Það kallar á skýra stefnumörkun, og undirbúning hvað varðar þýðingu upplýsinga, menntun í tungumálum og menningu. Það kallar líka á að íslenska ferðaþjónustan fylgi nýjustu straumum í fjártækni. Greiðsluhegðun kínverskra ferðamanna, ekki síst þeirra yngri, er ólík flestum öðrum. Kreditkortanotkun þeirra er minni en annarra og meira er greitt með reiðufé. Meirihluti þeirra notar rafrænar greiðslulausnir með síma. Sé horft á heimskort Kínverja er Ísland við ystu mörk, landið sem á kínversku ber hið ljóðræna heiti „Bing dao“ eða Íseyjan. Undir norðurljósum togar Íseyjan á heimsenda í æ ríkari mæli til sín kínverska ferðalanga. Tökum vel á móti þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Stefánsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Heimurinn breytist hraðar en við flest gerum okkur grein fyrir. Kínverjar eiga enn langt í land með að ná þeim kaupmætti og lífsgæðum sem tíðkast hér á Vesturlöndum. Þeir eru engu að síður að slá hvert efnahagsmetið á fætur öðru. Utanríkisráðuneytið íslenska hefur ítrekað bent á þessa breyttu heimsmynd: Kínverska millistéttin er orðin fjölmennari en íbúar Bandaríkjanna og Kanada samanlagt. Þessi bættu lífskjör og kaupgeta Kínverja þýðir ekki síst að þeir hafa meiri áhuga á ferðalögum. Í dag áætlar ferðamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að Kínverjar beri ábyrgð á fimmtungi heildarneyslu allra ferðamanna heimsins. Það er því fyllsta ástæða til að huga vel að því hvernig þessi vöxtur kínverska efnahagslífsins kann að gefa Íslendingum tækifæri. Hvar liggja þau og hvað ber að varast? Tækifærin eru til staðar en þau eru ekki sjálfgefin, um þau verður keppt. Það að Íslendingar nái árangri í þeirri keppni er undir okkur sjálfum komið. Ferðamálastofa hér á landi fer með stjórnsýslu ferðamála, fylgist með og stuðlar að þróun greinarinnar með samræmingu, greiningum og rannsóknum. Samkvæmt tölum stofunnar, horft til síðustu tólf mánaða, eru Kínverjar fjórði fjölmennasti hópur ferðamanna á Íslandi, á eftir Bandaríkjamönnum, Bretum og Þjóðverjum, eða 93.829. Það eru 4,3 prósent af heildar ferðamannafjölda síðustu 12 mánaða. Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað um 12,6 prósent frá fyrra ári. Þetta eru verðmætir ferðamenn. Mælingar á útgjöldum ferðamanna frá janúar til apríl á þessu ári gefa til kynna að útgjöld kínverskra ferðamanna séu um 4,3 prósent af heildarútgjöldum, eða um 4,1 milljarður króna. Meðalútgjöld Kínverja á þessum vormánuðum voru um 336 þúsund krónur. Það eru talsvert hærri meðalútgjöld en annarra þjóða. Ferðamálastofa segir þetta að stærstum hluta unga Kínverja. Þeir gisti að mestu á hótelum og gistiheimilum, um helmingur fer á bílaleigubíl, helmingur sækir íslensk söfn, tæpur þriðjungur fer í hellaskoðun og hvalaskoðun. Mikilvægt er að meirihlutinn er hér utan háannatíma. Það er ánægjulegt að 86 prósent aðspurðra ætli sér að koma aftur og um 79 prósent segjast mæla með landinu sem áningarstað. Spár um fjölgun kínverskra ferðamanna eru flestar á einn veg. Þeim mun fjölga mjög. Það kallar á skýra stefnumörkun, og undirbúning hvað varðar þýðingu upplýsinga, menntun í tungumálum og menningu. Það kallar líka á að íslenska ferðaþjónustan fylgi nýjustu straumum í fjártækni. Greiðsluhegðun kínverskra ferðamanna, ekki síst þeirra yngri, er ólík flestum öðrum. Kreditkortanotkun þeirra er minni en annarra og meira er greitt með reiðufé. Meirihluti þeirra notar rafrænar greiðslulausnir með síma. Sé horft á heimskort Kínverja er Ísland við ystu mörk, landið sem á kínversku ber hið ljóðræna heiti „Bing dao“ eða Íseyjan. Undir norðurljósum togar Íseyjan á heimsenda í æ ríkari mæli til sín kínverska ferðalanga. Tökum vel á móti þeim.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun