Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2019 12:45 Flugfélaginu tókst ekki að auka hlutdeild erlendra ferðamanna. Vísir/Vilhelm - Fréttablaðið/Gunnar Air Iceland Connect hefur hætt við að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í haust. Þetta staðfestir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Vísi. Um er að ræða annað stórt áfall fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi á stuttum tíma, en tilkynnt var um gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Superbreak í gær. Ferðaskrifstofan stóð fyrir umfangsmiklu beinu flugi milli Akureyrar og Bretlands. Í fyrra flaug Air Iceland Connect milli Keflavíkur og Akureyrar frá október fram í maí á þessu ári en ekki var flogið yfir sumartímann. Fyrirhugað var að hefja flug aftur á þessari flugleið í október á þessu ári en tekin hefur verið ákvörðun um að ekki verði af því. „Það er vegna fækkunar á farþegum í innanlandsflugi sem við sjáum ekki fram á að þetta flug muni bera sig í vetur og það er svona aðalskýringin á því af hverju við erum að gera þetta,“ segir Árni. Búið var að selja nokkur sæti með þessum flugferðum í vetur og verður þeim farþegum boðið að fá flug til Reykjavíkur í staðinn eða endurgreiðslu farmiða.Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna Að sögn Árna var markmiðið með flugleiðinni að reyna að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi og auka möguleika þeirra á því að fara með einfaldari hætti út á land. Það hafi þó ekki tekist sem skyldi: „Á síðasta vetri voru þetta mjög mikið Íslendingar, þannig að við vorum kannski ekki að ná eins mikið til erlendra ferðamanna og við hefðum viljað.“ Einungis var hægt að bóka flug milli Keflavíkur og Akureyrar sem tengiflug og hluta af millilandaflugi með Icelandair. Árni segir að dvalartími erlendra ferðamanna hér á landi sé yfirleitt skemmri yfir veturinn samanborið við sumartímann og meiri áhersla því lögð á að tengingar séu styttri og auðveldari. Þetta hafi skýrt þá ákvörðun flugfélagsins á að fljúga þessa leið einungis yfir vetrartímann.Annar kafli í sögunni endalausu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Air Iceland Connect hefur byrjað og síðan hætt að fljúga þarna á milli. Árni segir að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar á undanförnum áratugum til að reyna að tengja betur saman millilandaflug og innanlandsflug. „En því miður þá hefur þetta ekki enn þá gengið upp sem skyldi og náð því flugi sem við hefðum viljað sjá.“ Heildarfækkun á farþegum hefur verið í innanlandsfluginu að undanförnu og mun flugfélagið bregðast við því með því að fljúga oftar minni vélum í stað stærri og í einhverjum tilvikum fækka ferðum. Árni segir fækkun erlendra ferðamanna og samdráttur í hagkerfinu bæði hafa áhrif á fjölda flugfarþega hjá félaginu: „Það eru um 20% á ársgrundvelli tæplega sem eru erlendir ferðamenn í innanlandsflugi, þannig að fækkun á þeim telur.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Air Iceland Connect hefur hætt við að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í haust. Þetta staðfestir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Vísi. Um er að ræða annað stórt áfall fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi á stuttum tíma, en tilkynnt var um gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Superbreak í gær. Ferðaskrifstofan stóð fyrir umfangsmiklu beinu flugi milli Akureyrar og Bretlands. Í fyrra flaug Air Iceland Connect milli Keflavíkur og Akureyrar frá október fram í maí á þessu ári en ekki var flogið yfir sumartímann. Fyrirhugað var að hefja flug aftur á þessari flugleið í október á þessu ári en tekin hefur verið ákvörðun um að ekki verði af því. „Það er vegna fækkunar á farþegum í innanlandsflugi sem við sjáum ekki fram á að þetta flug muni bera sig í vetur og það er svona aðalskýringin á því af hverju við erum að gera þetta,“ segir Árni. Búið var að selja nokkur sæti með þessum flugferðum í vetur og verður þeim farþegum boðið að fá flug til Reykjavíkur í staðinn eða endurgreiðslu farmiða.Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna Að sögn Árna var markmiðið með flugleiðinni að reyna að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi og auka möguleika þeirra á því að fara með einfaldari hætti út á land. Það hafi þó ekki tekist sem skyldi: „Á síðasta vetri voru þetta mjög mikið Íslendingar, þannig að við vorum kannski ekki að ná eins mikið til erlendra ferðamanna og við hefðum viljað.“ Einungis var hægt að bóka flug milli Keflavíkur og Akureyrar sem tengiflug og hluta af millilandaflugi með Icelandair. Árni segir að dvalartími erlendra ferðamanna hér á landi sé yfirleitt skemmri yfir veturinn samanborið við sumartímann og meiri áhersla því lögð á að tengingar séu styttri og auðveldari. Þetta hafi skýrt þá ákvörðun flugfélagsins á að fljúga þessa leið einungis yfir vetrartímann.Annar kafli í sögunni endalausu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Air Iceland Connect hefur byrjað og síðan hætt að fljúga þarna á milli. Árni segir að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar á undanförnum áratugum til að reyna að tengja betur saman millilandaflug og innanlandsflug. „En því miður þá hefur þetta ekki enn þá gengið upp sem skyldi og náð því flugi sem við hefðum viljað sjá.“ Heildarfækkun á farþegum hefur verið í innanlandsfluginu að undanförnu og mun flugfélagið bregðast við því með því að fljúga oftar minni vélum í stað stærri og í einhverjum tilvikum fækka ferðum. Árni segir fækkun erlendra ferðamanna og samdráttur í hagkerfinu bæði hafa áhrif á fjölda flugfarþega hjá félaginu: „Það eru um 20% á ársgrundvelli tæplega sem eru erlendir ferðamenn í innanlandsflugi, þannig að fækkun á þeim telur.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15
Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00
Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51