Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. febrúar 2018 19:00 Hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýna þá ákvörðun Air Iceland Connect að hætta beinu flugi milli Keflavíkur og Akureyrar án samráðs. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðunina hafa mikil áhrif á vetrarferðaþjónustuna. Um miðjan mánuðinn var tilkynnt að Air Iceland Connect hyggst hætta beinu flugi milli Akureyrar og Keflavíkur á sama tíma og Bretlandsflugi flugfélagsins verði hætt í maí. „Þessi tilraun, við bundum miklar vonir við það en því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við höfðum vonast til og erum því nauðbeygð til að draga okkur út af þessum markaði,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í kvöldfréttum Stöðvar 2, 16. febrúar síðastliðinn. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðun Air Iceland Connect hafa komið á óvart og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila á Norðurlandi. „Þetta hefur mjög mikil áhrif hér fyrir norðan. Þetta er auðvitað hluti af því verkefni sem við höfum barist fyrir í mörg ár að fá betri flugtengingu út í heim, héðan frá Akureyri og það er lykilatriði fyrir okkur til þess að byggja upp vetrarferðaþjónustu að hafa þessa tengingu, þannig að þetta eru mikil vonbrigði,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Bæjarstjóri Akureyrar tekur undir orð Arnheiðar og segir að miklar væntingar hafi verið til þessarar flugleiðar. Rétt um ár er síðan flugfélagið hóf beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur en rökin fyrir að hætta fluginu var að sætanýting erlendra ferðamanna hafi ekki verið mikil. „Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett og ef það vantar útlendingana hvernig hafa menn þá verið að markaðssetja þetta á erlendri grundu,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Auðvitað getum við svo sem ekki breytt ákvörðun Air Iceland Connect en við reynum að tal við önnur flugfélög bæði hérlendis og erlendis og sjá hvort að menn eru tilbúnir í að skoða verkefnið þar. Þetta verkefni er tækt inn í flugþróunarsjóðinn,“ segir Arnheiður. Flugþróunarsjóðurinn hefur það að markmiði meðal annars að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands og að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu og að bættri nýtingu innviða ríkisins. Tilraun Air Iceland Connect stóð í um ár og telja bæði Arnheiður og Eiríkur Björn að flugfélagið hafi ekki gefið verkefninu nægan tíma. „Eitt ár er auðvitað allt of stuttur tími til þess að byggja upp svona flugleið þannig að það er mjög vont að ákvörðunin sé tekin í rauninni án samráðs við ferðaþjónustuna og menn hér hafa kallað eftir meira samtali við flugfélagið varðandi þetta,“ segir Arnheiður. „Þetta verður vonandi til þess að okkur tekst þá bara að efla þessa gátt, hérna á Akureyri, inn til landsins og tenginguna við Evrópu en betur, heldur en að gera það í gegnum Keflavík,“ segir Eiríkur Björn. Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýna þá ákvörðun Air Iceland Connect að hætta beinu flugi milli Keflavíkur og Akureyrar án samráðs. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðunina hafa mikil áhrif á vetrarferðaþjónustuna. Um miðjan mánuðinn var tilkynnt að Air Iceland Connect hyggst hætta beinu flugi milli Akureyrar og Keflavíkur á sama tíma og Bretlandsflugi flugfélagsins verði hætt í maí. „Þessi tilraun, við bundum miklar vonir við það en því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við höfðum vonast til og erum því nauðbeygð til að draga okkur út af þessum markaði,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í kvöldfréttum Stöðvar 2, 16. febrúar síðastliðinn. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir ákvörðun Air Iceland Connect hafa komið á óvart og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila á Norðurlandi. „Þetta hefur mjög mikil áhrif hér fyrir norðan. Þetta er auðvitað hluti af því verkefni sem við höfum barist fyrir í mörg ár að fá betri flugtengingu út í heim, héðan frá Akureyri og það er lykilatriði fyrir okkur til þess að byggja upp vetrarferðaþjónustu að hafa þessa tengingu, þannig að þetta eru mikil vonbrigði,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Bæjarstjóri Akureyrar tekur undir orð Arnheiðar og segir að miklar væntingar hafi verið til þessarar flugleiðar. Rétt um ár er síðan flugfélagið hóf beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur en rökin fyrir að hætta fluginu var að sætanýting erlendra ferðamanna hafi ekki verið mikil. „Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett og ef það vantar útlendingana hvernig hafa menn þá verið að markaðssetja þetta á erlendri grundu,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Auðvitað getum við svo sem ekki breytt ákvörðun Air Iceland Connect en við reynum að tal við önnur flugfélög bæði hérlendis og erlendis og sjá hvort að menn eru tilbúnir í að skoða verkefnið þar. Þetta verkefni er tækt inn í flugþróunarsjóðinn,“ segir Arnheiður. Flugþróunarsjóðurinn hefur það að markmiði meðal annars að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands og að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu og að bættri nýtingu innviða ríkisins. Tilraun Air Iceland Connect stóð í um ár og telja bæði Arnheiður og Eiríkur Björn að flugfélagið hafi ekki gefið verkefninu nægan tíma. „Eitt ár er auðvitað allt of stuttur tími til þess að byggja upp svona flugleið þannig að það er mjög vont að ákvörðunin sé tekin í rauninni án samráðs við ferðaþjónustuna og menn hér hafa kallað eftir meira samtali við flugfélagið varðandi þetta,“ segir Arnheiður. „Þetta verður vonandi til þess að okkur tekst þá bara að efla þessa gátt, hérna á Akureyri, inn til landsins og tenginguna við Evrópu en betur, heldur en að gera það í gegnum Keflavík,“ segir Eiríkur Björn.
Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45