Skólinn okkar – Illa búið að frístund Sævar Reykjalín Sigurðarson skrifar 2. ágúst 2019 10:45 Í Kelduskóla, eins og mörgum öðrum skólum í Reykjavík, er frístund afgangstærð í huga þeirra sem fara með völdin yfir skólamálum. Ekki stendur á stjórnmálamönnum að samþykkja og undirrita allskonar reglur og viðmið um háleit markmið en þegar það kemur af því að efna slíkt þá virðist það flókið og of kostnaðarsamt. Áður en lengra er haldið skal taka skýrt fram að við í Kelduskóla erum ótrúlega heppin með starfsfólk frístundaheimilinna og eiga þau skilið miklar þakkir og hrós fyrir frábært starf. Það er gríðarlega mikill auður í þessu frábæra starfsfólki. Kelduskóli hefur tvö húsnæði til umráða og eru þau í daglegu tali nefnd Kelduskóli – Vík (Víkurhverfi) og Kelduskóli – Korpa (Staðarhverfi). Einhver hefði haldið að fyrst að skólinn hafi tvö húsnæði til umráða að þá væri nægt pláss fyrir starfsemi skólans, sem það reyndar er, en þar sem núverandi meirihluti í borginni og Skóla- og frístundasvið (SFS) hefur að markmiði að loka einum skóla þá hefur verið tekin ákvörðun af þeirra hálfu að nýta ekki bæði húsnæðin til fulls. Það að sjálfsögðu bitnar eingöngu á börnunum, þeim sem síst skildi. Hjartarými er skilgreint svæði innan frístundaheimilia og félagsmiðstöðva. Samkvæmt gátlistum um húsnæði frístundaheimila er miðað við að frístundaheimili hafir 1 m2 á hvert barn í hjartarými og 4 m2 á heildarrými á hvert barn. Í félagsmiðstöðvunum er miðað við að lágmarki 60 m2 í hjartarými. Á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 152 má finna svar við fyrirspurn minnihlutans í SFR um stærð hjartarýmis allar félagsheimila og félagsmiðstöða í Reykjavík og svar við þeirri fyrirspurn ætti að valda mjög mörgum foreldrum áhyggjum. 15 frístundaheimili og félagsmiðstöðvar í Reykjavík uppfylla ekki þær lágmarkskröfur sem reglugerðir gera ráð fyrir. Það eitt eru sláandi upplýsingar, en við skulum okkur við Kelduskóla. Svo vitnað sé beint í svar frá Skóla- og frístundasviði (SFS) þá er þetta staðan á Galdraslóð sem er frístundaheimili staðsett í Kelduskóla-Vík:Aðstöðuleysi háir starfseminni og erfiðlega gengur að halda utan um starfið þar sem það er staðsett á mörgum stöðum í skólarýminu. Hjartað er helmingi minna en það á að vera skv rýmissamningi frístundaheimila.Um Pýgyn, félagsmiðstöðina í Kelduskóla-Vík segir:Aðstöðuleysi háir starfseminni og það vantar sárlega hjartarými til að bjóða upp á notanlega aðstöðu fyrir börnin og unglinganaTil að draga saman þá er aðstöðuleysi sem háir starfseminni. Það er sláandi að hjartarýmið fyrir yngstu börnin er helmingi minna en það á að vera og það er ekki til staðar fyrir unglingana. Forstöðumenn þessara heimila hafa í nokkur ár barist fyrir því að úr þessu sé bætt en ekkert gerist. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir en ekkert er gert til að bæta úr. Starfsfólk hefur gert athugasemdir en tala fyrir daufum eyrum. Foreldrar hafa einnig gert athugasemdir en alltaf er komið af tómum kofanum hjá SFS. Þeirra hugmynd til að bæta starfið hefur hingað til gengið út á það að loka Kelduskóla-Korpu og fjölga umtalsvert börnum í Kelduskóla-Vík sem allir sjá að myndi eingöngu auka á aðstöðuleysið. Markmiðið að spara pening er ofar velferð barna. Til hvers eru reglur og lög þegar þeir sem fara með völdin telja sig ekki þurfa að fylgja þeim. Það er svo sláandi að lausnin á vandanum í Kelduskóla er mjög einföld. Það er að nýta húsnæðin tvö betur. Ef kennsla yrði í meiri mæli færð yfir í húsnæðið í Kelduskóla-Korpu væri hægt að bæta úr öllum athugasemdum samdægurs. Að hugsa sér það er hægt að leysa þetta vandamál í dag! En markmiðið er að loka einum skóla í norðanverðum Grafarvogi og þau sem gjalda fyrir það eru börnin.Höfundur er þriggja barna faðir og Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Tengdar fréttir Skólinn okkar – lög 91/2008 Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. 31. júlí 2019 08:00 Skólinn okkar Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. 23. júlí 2019 12:59 Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í Kelduskóla, eins og mörgum öðrum skólum í Reykjavík, er frístund afgangstærð í huga þeirra sem fara með völdin yfir skólamálum. Ekki stendur á stjórnmálamönnum að samþykkja og undirrita allskonar reglur og viðmið um háleit markmið en þegar það kemur af því að efna slíkt þá virðist það flókið og of kostnaðarsamt. Áður en lengra er haldið skal taka skýrt fram að við í Kelduskóla erum ótrúlega heppin með starfsfólk frístundaheimilinna og eiga þau skilið miklar þakkir og hrós fyrir frábært starf. Það er gríðarlega mikill auður í þessu frábæra starfsfólki. Kelduskóli hefur tvö húsnæði til umráða og eru þau í daglegu tali nefnd Kelduskóli – Vík (Víkurhverfi) og Kelduskóli – Korpa (Staðarhverfi). Einhver hefði haldið að fyrst að skólinn hafi tvö húsnæði til umráða að þá væri nægt pláss fyrir starfsemi skólans, sem það reyndar er, en þar sem núverandi meirihluti í borginni og Skóla- og frístundasvið (SFS) hefur að markmiði að loka einum skóla þá hefur verið tekin ákvörðun af þeirra hálfu að nýta ekki bæði húsnæðin til fulls. Það að sjálfsögðu bitnar eingöngu á börnunum, þeim sem síst skildi. Hjartarými er skilgreint svæði innan frístundaheimilia og félagsmiðstöðva. Samkvæmt gátlistum um húsnæði frístundaheimila er miðað við að frístundaheimili hafir 1 m2 á hvert barn í hjartarými og 4 m2 á heildarrými á hvert barn. Í félagsmiðstöðvunum er miðað við að lágmarki 60 m2 í hjartarými. Á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 152 má finna svar við fyrirspurn minnihlutans í SFR um stærð hjartarýmis allar félagsheimila og félagsmiðstöða í Reykjavík og svar við þeirri fyrirspurn ætti að valda mjög mörgum foreldrum áhyggjum. 15 frístundaheimili og félagsmiðstöðvar í Reykjavík uppfylla ekki þær lágmarkskröfur sem reglugerðir gera ráð fyrir. Það eitt eru sláandi upplýsingar, en við skulum okkur við Kelduskóla. Svo vitnað sé beint í svar frá Skóla- og frístundasviði (SFS) þá er þetta staðan á Galdraslóð sem er frístundaheimili staðsett í Kelduskóla-Vík:Aðstöðuleysi háir starfseminni og erfiðlega gengur að halda utan um starfið þar sem það er staðsett á mörgum stöðum í skólarýminu. Hjartað er helmingi minna en það á að vera skv rýmissamningi frístundaheimila.Um Pýgyn, félagsmiðstöðina í Kelduskóla-Vík segir:Aðstöðuleysi háir starfseminni og það vantar sárlega hjartarými til að bjóða upp á notanlega aðstöðu fyrir börnin og unglinganaTil að draga saman þá er aðstöðuleysi sem háir starfseminni. Það er sláandi að hjartarýmið fyrir yngstu börnin er helmingi minna en það á að vera og það er ekki til staðar fyrir unglingana. Forstöðumenn þessara heimila hafa í nokkur ár barist fyrir því að úr þessu sé bætt en ekkert gerist. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir en ekkert er gert til að bæta úr. Starfsfólk hefur gert athugasemdir en tala fyrir daufum eyrum. Foreldrar hafa einnig gert athugasemdir en alltaf er komið af tómum kofanum hjá SFS. Þeirra hugmynd til að bæta starfið hefur hingað til gengið út á það að loka Kelduskóla-Korpu og fjölga umtalsvert börnum í Kelduskóla-Vík sem allir sjá að myndi eingöngu auka á aðstöðuleysið. Markmiðið að spara pening er ofar velferð barna. Til hvers eru reglur og lög þegar þeir sem fara með völdin telja sig ekki þurfa að fylgja þeim. Það er svo sláandi að lausnin á vandanum í Kelduskóla er mjög einföld. Það er að nýta húsnæðin tvö betur. Ef kennsla yrði í meiri mæli færð yfir í húsnæðið í Kelduskóla-Korpu væri hægt að bæta úr öllum athugasemdum samdægurs. Að hugsa sér það er hægt að leysa þetta vandamál í dag! En markmiðið er að loka einum skóla í norðanverðum Grafarvogi og þau sem gjalda fyrir það eru börnin.Höfundur er þriggja barna faðir og Reykvíkingur
Skólinn okkar – lög 91/2008 Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. 31. júlí 2019 08:00
Skólinn okkar Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. 23. júlí 2019 12:59
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun