Við erum regnboginn Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Hinsegin fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur fólks. Í Gleðigöngunni í dag verða einstaklingar á öllum aldri, af öllum kynhneigðum og öllum kynjum. Öll eigum við það þó sameiginlegt að í dag göngum við í nafni gleðinnar, sýnileikans og baráttunnar fyrir réttindum okkar í fortíð og nútíð. Sumt fólk lítur svo á að best færi á því að við værum svolítið hljóðlátari, svolítið ósýnilegri. En staðreyndin er sú að árið 2019 tökum við okkur loksins það pláss í samfélaginu sem okkur var allt of lengi neitað um. Við ætlum aldrei aftur inn í skápinn. Gleðigangan er frelsisganga. Saga hinsegin fólks er mörkuð af erfiðri baráttu og áföllum, en í dag erum við glöð og stolt. Við erum stolt fyrir þau okkar sem aldrei gátu verið það. Við erum stolt svo þau sem koma á eftir okkur þurfi aldrei að skammast sín. Ekkert barn á nokkurn tímann aftur að þurfa að efast um tilverurétt sinn og rétt til lífshamingju. Við erum stolt í dag, þótt samfélagið segi okkur stundum að við eigum ekki að vera það. Á Hinsegin dögum birtist regnboginn okkar allra stór og bjartur. Sólin þarf vissulega bara að skína í gegn um einn dropa til þess að ljós brotni og endurkastist. En það þarf dropafjöld til þess að mynda regnbogann. Munum, á Hinsegin dögum og alla aðra daga ársins, að við erum sterkust þegar við stöndum saman. Við erum ekki frjáls fyrr en við erum öll frjáls. Höfundur er formaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Hinsegin fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur fólks. Í Gleðigöngunni í dag verða einstaklingar á öllum aldri, af öllum kynhneigðum og öllum kynjum. Öll eigum við það þó sameiginlegt að í dag göngum við í nafni gleðinnar, sýnileikans og baráttunnar fyrir réttindum okkar í fortíð og nútíð. Sumt fólk lítur svo á að best færi á því að við værum svolítið hljóðlátari, svolítið ósýnilegri. En staðreyndin er sú að árið 2019 tökum við okkur loksins það pláss í samfélaginu sem okkur var allt of lengi neitað um. Við ætlum aldrei aftur inn í skápinn. Gleðigangan er frelsisganga. Saga hinsegin fólks er mörkuð af erfiðri baráttu og áföllum, en í dag erum við glöð og stolt. Við erum stolt fyrir þau okkar sem aldrei gátu verið það. Við erum stolt svo þau sem koma á eftir okkur þurfi aldrei að skammast sín. Ekkert barn á nokkurn tímann aftur að þurfa að efast um tilverurétt sinn og rétt til lífshamingju. Við erum stolt í dag, þótt samfélagið segi okkur stundum að við eigum ekki að vera það. Á Hinsegin dögum birtist regnboginn okkar allra stór og bjartur. Sólin þarf vissulega bara að skína í gegn um einn dropa til þess að ljós brotni og endurkastist. En það þarf dropafjöld til þess að mynda regnbogann. Munum, á Hinsegin dögum og alla aðra daga ársins, að við erum sterkust þegar við stöndum saman. Við erum ekki frjáls fyrr en við erum öll frjáls. Höfundur er formaður Samtakanna '78.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar