Sjáðu myndbandið þegar Conor McGregor slær eldri mann eftir rifrildi á bar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 15:15 Conor McGregor. Getty/John W. McDonough Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur verið duglegur að koma sér í vandræði utan búrsins og enn eitt dæmið um það voru samskipti hans og eldri manns á bar í Dyflinni á Írlandi í apríl síðastliðnum. Það fréttist á sínum tíma að mál Conor McGregor og mannsins væri í rannsókn en nú hefur myndband af atvikinu verið gert opinbert. TMZ Sports birti myndband úr eftirlitsmyndavél á barnum en þar mátti sjá samskipti Conor McGregor og mannsins sem vildi ekki drekka vískí McGregor. Eldri maðurinn sést fyrst neita tvisvar sinnum þegar Conor McGregor smellir vískiglasi fyrir framan hann. Hann færir glasið strax í burtu. Conor McGregor hafði þarna mætt höfðingjalegur inn á barinn og boðið að kaupa vískistaup af sínu viskíi, Proper 12, fyrir gesti barsins. Eldri maðurinn er harður á því að vilja ekki þiggja boð Conor McGregor. Það endar síðan með að Conor slær hann í hausinn áður en fylgdarsveinar Írans draga hann í burtu. TMZ Sports hafði áður fjallað um atvikið og fengið þá að vita að lögreglan væri að rannsaka þetta mál. Lögreglan hafði þá fengið að sjá myndbandið. Blaðamenn TMZ Sports fór að kanna málið aftur nokkrum mánuðum síðar og komust þá að því að McGregor hefði aldrei fengið á sig kæru vegna atviksins. TMZ Sports ákvað því að birta myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.Það er ekki búist við því að þetta myndbandi hafi þó mikil áhrif á feril Conor McGregor. Það er enn verið að bíða eftir að hann semji við Dana White, forseta UFC, um endurkomu í búrið. Dana White hefur talað um möguleika á bardaga á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Bardagar Anthony Pettis og Nate Diaz um næstu helgi sem og bardagi Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier í næsta mánuði gæti haft eitthvað með það að segja hvort Conor McGregor snúi aftur inn í búrið á næstu misserum. Írland MMA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur verið duglegur að koma sér í vandræði utan búrsins og enn eitt dæmið um það voru samskipti hans og eldri manns á bar í Dyflinni á Írlandi í apríl síðastliðnum. Það fréttist á sínum tíma að mál Conor McGregor og mannsins væri í rannsókn en nú hefur myndband af atvikinu verið gert opinbert. TMZ Sports birti myndband úr eftirlitsmyndavél á barnum en þar mátti sjá samskipti Conor McGregor og mannsins sem vildi ekki drekka vískí McGregor. Eldri maðurinn sést fyrst neita tvisvar sinnum þegar Conor McGregor smellir vískiglasi fyrir framan hann. Hann færir glasið strax í burtu. Conor McGregor hafði þarna mætt höfðingjalegur inn á barinn og boðið að kaupa vískistaup af sínu viskíi, Proper 12, fyrir gesti barsins. Eldri maðurinn er harður á því að vilja ekki þiggja boð Conor McGregor. Það endar síðan með að Conor slær hann í hausinn áður en fylgdarsveinar Írans draga hann í burtu. TMZ Sports hafði áður fjallað um atvikið og fengið þá að vita að lögreglan væri að rannsaka þetta mál. Lögreglan hafði þá fengið að sjá myndbandið. Blaðamenn TMZ Sports fór að kanna málið aftur nokkrum mánuðum síðar og komust þá að því að McGregor hefði aldrei fengið á sig kæru vegna atviksins. TMZ Sports ákvað því að birta myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.Það er ekki búist við því að þetta myndbandi hafi þó mikil áhrif á feril Conor McGregor. Það er enn verið að bíða eftir að hann semji við Dana White, forseta UFC, um endurkomu í búrið. Dana White hefur talað um möguleika á bardaga á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Bardagar Anthony Pettis og Nate Diaz um næstu helgi sem og bardagi Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier í næsta mánuði gæti haft eitthvað með það að segja hvort Conor McGregor snúi aftur inn í búrið á næstu misserum.
Írland MMA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira