Sjáðu myndbandið þegar Conor McGregor slær eldri mann eftir rifrildi á bar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 15:15 Conor McGregor. Getty/John W. McDonough Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur verið duglegur að koma sér í vandræði utan búrsins og enn eitt dæmið um það voru samskipti hans og eldri manns á bar í Dyflinni á Írlandi í apríl síðastliðnum. Það fréttist á sínum tíma að mál Conor McGregor og mannsins væri í rannsókn en nú hefur myndband af atvikinu verið gert opinbert. TMZ Sports birti myndband úr eftirlitsmyndavél á barnum en þar mátti sjá samskipti Conor McGregor og mannsins sem vildi ekki drekka vískí McGregor. Eldri maðurinn sést fyrst neita tvisvar sinnum þegar Conor McGregor smellir vískiglasi fyrir framan hann. Hann færir glasið strax í burtu. Conor McGregor hafði þarna mætt höfðingjalegur inn á barinn og boðið að kaupa vískistaup af sínu viskíi, Proper 12, fyrir gesti barsins. Eldri maðurinn er harður á því að vilja ekki þiggja boð Conor McGregor. Það endar síðan með að Conor slær hann í hausinn áður en fylgdarsveinar Írans draga hann í burtu. TMZ Sports hafði áður fjallað um atvikið og fengið þá að vita að lögreglan væri að rannsaka þetta mál. Lögreglan hafði þá fengið að sjá myndbandið. Blaðamenn TMZ Sports fór að kanna málið aftur nokkrum mánuðum síðar og komust þá að því að McGregor hefði aldrei fengið á sig kæru vegna atviksins. TMZ Sports ákvað því að birta myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.Það er ekki búist við því að þetta myndbandi hafi þó mikil áhrif á feril Conor McGregor. Það er enn verið að bíða eftir að hann semji við Dana White, forseta UFC, um endurkomu í búrið. Dana White hefur talað um möguleika á bardaga á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Bardagar Anthony Pettis og Nate Diaz um næstu helgi sem og bardagi Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier í næsta mánuði gæti haft eitthvað með það að segja hvort Conor McGregor snúi aftur inn í búrið á næstu misserum. Írland MMA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Sjá meira
Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur verið duglegur að koma sér í vandræði utan búrsins og enn eitt dæmið um það voru samskipti hans og eldri manns á bar í Dyflinni á Írlandi í apríl síðastliðnum. Það fréttist á sínum tíma að mál Conor McGregor og mannsins væri í rannsókn en nú hefur myndband af atvikinu verið gert opinbert. TMZ Sports birti myndband úr eftirlitsmyndavél á barnum en þar mátti sjá samskipti Conor McGregor og mannsins sem vildi ekki drekka vískí McGregor. Eldri maðurinn sést fyrst neita tvisvar sinnum þegar Conor McGregor smellir vískiglasi fyrir framan hann. Hann færir glasið strax í burtu. Conor McGregor hafði þarna mætt höfðingjalegur inn á barinn og boðið að kaupa vískistaup af sínu viskíi, Proper 12, fyrir gesti barsins. Eldri maðurinn er harður á því að vilja ekki þiggja boð Conor McGregor. Það endar síðan með að Conor slær hann í hausinn áður en fylgdarsveinar Írans draga hann í burtu. TMZ Sports hafði áður fjallað um atvikið og fengið þá að vita að lögreglan væri að rannsaka þetta mál. Lögreglan hafði þá fengið að sjá myndbandið. Blaðamenn TMZ Sports fór að kanna málið aftur nokkrum mánuðum síðar og komust þá að því að McGregor hefði aldrei fengið á sig kæru vegna atviksins. TMZ Sports ákvað því að birta myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.Það er ekki búist við því að þetta myndbandi hafi þó mikil áhrif á feril Conor McGregor. Það er enn verið að bíða eftir að hann semji við Dana White, forseta UFC, um endurkomu í búrið. Dana White hefur talað um möguleika á bardaga á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Bardagar Anthony Pettis og Nate Diaz um næstu helgi sem og bardagi Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier í næsta mánuði gæti haft eitthvað með það að segja hvort Conor McGregor snúi aftur inn í búrið á næstu misserum.
Írland MMA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Sjá meira