Ræðir lokun Ostabúðarinnar: „Ég ætla ekki að drepa mig á þessu“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. ágúst 2019 09:36 Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar. FBL/Anton Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að fara yfir ástæður þess að hann ákvað að loka veitingastaðnum sínum sem hann hefur rekið til fjölda ára á Skólavörðustíg. Hann sagði rekstrarkostnað staðarins hafa farið upp úr öllu valdi og nefndi þar sérstaklega launakostnaðinn. Sagðist hann ekki geta kvartað undan leiguverði á sínum stað en sagði að kokkar og þjónar á staðnum væru með um 380 þúsund til 420 þúsund krónur útborgaðar beint í vasann. Hann þurfi svo að greiða annað eins í launatengd gjöld. Þegar mest var, var Jóhann með átján manns í vinnu enda með tvöfalda vakt á sínum veitingastað.„Sorglegt að hlusta á þennan mann“ Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdaráðs Sósíalistaflokksins, hafði mætt í Bítið í vikunni til að ræða þrönga stöðu veitingastaða í miðborg Reykjavíkur. Sagði Gunnar Smári að margir staðir hefðu gert mistök með því að lengja opnunartímann en Jóhann sagði í Bítinu í morgun að staðurinn hefði vissulega verið með tvöfalda vakt. Sagðist Jóhann ekki skilja hvað Gunnar Smári hefði verið að fara með ummælum sínum og nefndi að Gunnar Smára hefði sjálfum ekki gengið rosalega vel þegar hann starfaði við útgáfu dagblaða.Hér fyrir neðan má heyra viðtalið við Gunnar Smára:„Þetta er ekki svona einfalt og það er rosalega sorglegt að hlusta á þennan mann gaspra í útvarpi um eitthvað sem hann hefur ekki vit á,“ sagði Jóhann. Minntist Jóhann á að Gunnar Smári hefði hefði sagt að litlir veitingastaðir ættu að vera reknir af fjölskyldum og eigendur ættu að vera í eldhúsinu en Jóhann gaf ekki mikið fyrir þau ummæli og sagði að hann og hans fólk þyrfti að eiga líf líka. „Ég man ekki hvenær hann kom inn í eldhúsið eða skrifstofuna. Hann hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala þess maður,“ sagði Jóhann.Vaxtatækifæri blöstu við Sagði Jóhann að það hefði verið að hreinu að ákveðin vaxtatækifæri blöstu við atvinnurekendum í þeim mikla uppgangi sem var í kringum árið 2015. Það var einmitt þá sem hann ákvað að stækka rekstur staðarins, það er að lengja opnunartímann. Árin 2015 og 2016 voru frábær í rekstri sagði Jóhann en árið 2017 fór reksturinn að þyngjast og var árið 2018 sérstaklega erfitt. Það rakti Jóhann sérstaklega til erfiðleika í rekstri WOW air og benti á að kjaraviðræður, sem stóðu yfir í fleiri mánuði hefðu gert atvinnurekendum afar erfitt fyrir því það skapaði mikið óvissutímabil þar sem bankastofnanir héldu að sér höndum.Of margir veitingastaðir Jóhann nefndi einnig að rekstrarumhverfi í miðborg Reykjavíkur sé sérstaklega erfitt því mörgum sé hleypt inn á markaðinn. Í miðborginni séu ekki aðeins fjöldi veitingastaða heldur einnig fjöldi matarvagna.Ostabúðin hafði verið rekin á Skólavörðustíg til fjölda ára.FBL/Sigtryggur Ari„Það er ekki markaður fyrir allan þennan hóp,“ sagði Jóhann og taldi að það væru um 35 þúsund sæti fyrir matargesti í miðborginni. Úti á Granda eru þau orðin tólf til þrettán hundruð talsins. Hann segist hafa tapað gríðarlegum peningum síðasta vetur og miðað við hvernig ástandið sé í dag hafi þetta verið góður tímapunktur til að loka.Erfið staða fyrir lítil fyrirtæki Sagðist Jóhann hafa fengið fjölda tilboða undanfarna daga og hafa margir sett sig í samband við hann til að votta honum samúð. Hann sagði hjarta sitt vera á Skólavörðustígnum þegar hann var spurður hvort hann væri með einhver framtíðarplön en sagði að ríkisvaldið og sveitarfélögin þyrftu að fara að taka til hjá sér. Stoppi þurfi útblástur veitingastaða og einnig þurfi að endurskoða skattstofna því að rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sé orðinn afar þungur. „Þetta er bara vonlaust,“ sagði Jóhann. Ef staðurinn átti að reka sig hefði hann þurft að hækka verð um 15 til 20 prósent. Það hefði þýtt fækkun viðskiptavina en Jóhann segir fáa fara út í rekstur án þess að ætla sér að skila hagnaði. „Annars gæti ég bara verið launþegi,“ sagði Jóhann sem benti á að það sé ekkert grín að reka veitingahús í dag. „Svo er maður að elda sjálfur og ég ætla ekki að drepa mig á þessu.“Hér fyrir neðan má heyra viðtalið við Jóhann Matur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostabúðin á Skólavörðustíg hættir rekstri Ostabúðinni á Skólavörðustíg hefur verið lokað fyrir fullt og allt. 13. ágúst 2019 16:26 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að fara yfir ástæður þess að hann ákvað að loka veitingastaðnum sínum sem hann hefur rekið til fjölda ára á Skólavörðustíg. Hann sagði rekstrarkostnað staðarins hafa farið upp úr öllu valdi og nefndi þar sérstaklega launakostnaðinn. Sagðist hann ekki geta kvartað undan leiguverði á sínum stað en sagði að kokkar og þjónar á staðnum væru með um 380 þúsund til 420 þúsund krónur útborgaðar beint í vasann. Hann þurfi svo að greiða annað eins í launatengd gjöld. Þegar mest var, var Jóhann með átján manns í vinnu enda með tvöfalda vakt á sínum veitingastað.„Sorglegt að hlusta á þennan mann“ Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdaráðs Sósíalistaflokksins, hafði mætt í Bítið í vikunni til að ræða þrönga stöðu veitingastaða í miðborg Reykjavíkur. Sagði Gunnar Smári að margir staðir hefðu gert mistök með því að lengja opnunartímann en Jóhann sagði í Bítinu í morgun að staðurinn hefði vissulega verið með tvöfalda vakt. Sagðist Jóhann ekki skilja hvað Gunnar Smári hefði verið að fara með ummælum sínum og nefndi að Gunnar Smára hefði sjálfum ekki gengið rosalega vel þegar hann starfaði við útgáfu dagblaða.Hér fyrir neðan má heyra viðtalið við Gunnar Smára:„Þetta er ekki svona einfalt og það er rosalega sorglegt að hlusta á þennan mann gaspra í útvarpi um eitthvað sem hann hefur ekki vit á,“ sagði Jóhann. Minntist Jóhann á að Gunnar Smári hefði hefði sagt að litlir veitingastaðir ættu að vera reknir af fjölskyldum og eigendur ættu að vera í eldhúsinu en Jóhann gaf ekki mikið fyrir þau ummæli og sagði að hann og hans fólk þyrfti að eiga líf líka. „Ég man ekki hvenær hann kom inn í eldhúsið eða skrifstofuna. Hann hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala þess maður,“ sagði Jóhann.Vaxtatækifæri blöstu við Sagði Jóhann að það hefði verið að hreinu að ákveðin vaxtatækifæri blöstu við atvinnurekendum í þeim mikla uppgangi sem var í kringum árið 2015. Það var einmitt þá sem hann ákvað að stækka rekstur staðarins, það er að lengja opnunartímann. Árin 2015 og 2016 voru frábær í rekstri sagði Jóhann en árið 2017 fór reksturinn að þyngjast og var árið 2018 sérstaklega erfitt. Það rakti Jóhann sérstaklega til erfiðleika í rekstri WOW air og benti á að kjaraviðræður, sem stóðu yfir í fleiri mánuði hefðu gert atvinnurekendum afar erfitt fyrir því það skapaði mikið óvissutímabil þar sem bankastofnanir héldu að sér höndum.Of margir veitingastaðir Jóhann nefndi einnig að rekstrarumhverfi í miðborg Reykjavíkur sé sérstaklega erfitt því mörgum sé hleypt inn á markaðinn. Í miðborginni séu ekki aðeins fjöldi veitingastaða heldur einnig fjöldi matarvagna.Ostabúðin hafði verið rekin á Skólavörðustíg til fjölda ára.FBL/Sigtryggur Ari„Það er ekki markaður fyrir allan þennan hóp,“ sagði Jóhann og taldi að það væru um 35 þúsund sæti fyrir matargesti í miðborginni. Úti á Granda eru þau orðin tólf til þrettán hundruð talsins. Hann segist hafa tapað gríðarlegum peningum síðasta vetur og miðað við hvernig ástandið sé í dag hafi þetta verið góður tímapunktur til að loka.Erfið staða fyrir lítil fyrirtæki Sagðist Jóhann hafa fengið fjölda tilboða undanfarna daga og hafa margir sett sig í samband við hann til að votta honum samúð. Hann sagði hjarta sitt vera á Skólavörðustígnum þegar hann var spurður hvort hann væri með einhver framtíðarplön en sagði að ríkisvaldið og sveitarfélögin þyrftu að fara að taka til hjá sér. Stoppi þurfi útblástur veitingastaða og einnig þurfi að endurskoða skattstofna því að rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sé orðinn afar þungur. „Þetta er bara vonlaust,“ sagði Jóhann. Ef staðurinn átti að reka sig hefði hann þurft að hækka verð um 15 til 20 prósent. Það hefði þýtt fækkun viðskiptavina en Jóhann segir fáa fara út í rekstur án þess að ætla sér að skila hagnaði. „Annars gæti ég bara verið launþegi,“ sagði Jóhann sem benti á að það sé ekkert grín að reka veitingahús í dag. „Svo er maður að elda sjálfur og ég ætla ekki að drepa mig á þessu.“Hér fyrir neðan má heyra viðtalið við Jóhann
Matur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostabúðin á Skólavörðustíg hættir rekstri Ostabúðinni á Skólavörðustíg hefur verið lokað fyrir fullt og allt. 13. ágúst 2019 16:26 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ostabúðin á Skólavörðustíg hættir rekstri Ostabúðinni á Skólavörðustíg hefur verið lokað fyrir fullt og allt. 13. ágúst 2019 16:26