Skoðun

Sumar hinna leiðinlegu greina

Davíð Þorláksson skrifar
Það var ekki skynsamlegt að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans. Einkum vegna þess að þá þurfið þið að lesa fleiri greinar eftir mig og aðra um þetta drepleiðinlega mál. Ég get ekki stillt mig um að svara tvennu sem ég hef séð haldið fram af andstæðingum pakkans: Að stuðningsmenn pakkans tali ekki af einlægni fyrir honum og við ættum að reyna að taka orkumál úr EES.

Þótt málið snúist aðallega um að uppfylla skyldur okkar gagnvart EES og standa vörð um samning sem hefur bætt lífsgæði allra landsmanna þá kemur meira til. Það felast miklir og óvefengj­anlegir hagsmunir í því fyrir Íslendinga að vera áfram hluti af orkusamstarfi við ESB jafnvel þótt við ákveðum að tengjast ESB ekki með sæstreng. Orkupakkarnir hafa tryggt okkur eðlilegan og heilbrigðan markað með rafmagn, þar sem samkeppni ríkir í framleiðslu og sölu og strangar reglur gilda um þá einokun sem er óhjákvæmilega í flutningi og dreifingu, neytendum til hagsbóta.

Einnig skiptir miklu máli fyrir stór íslensk fyrirtæki að tæki sem þau framleiða og ganga fyrir rafmagni teljist uppfylla EES-kröfur um orkunýtingu og tæknilega staðla. Það skiptir t.d. íslensk fyrirtæki máli sem framleiða tæki fyrir matvælaiðnað, og eru í fremstu röð í heiminum og skapa fjölda starfa hérlendis. Að lokum má nefna að hin hliðin á orkumálunum er loftslagsmálin. Það verður að skoða málin í samhengi. Og þar stöndum við frammi fyrir áskorunum sem við leysum ekki ein og er langbest fyrir okkur að vinna á vettvangi EES.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×