Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 23:36 Epstein fannst látinn í klefa sínum í gær. Vísir/AP Fangaverðir sem störfuðu á deild fangelsisins í New York þar sem auðkýfingnum Jeffrey Epstein var haldið unnu „gífurlega“ yfirvinnu vegna mikillar manneklu á deildinni morguninn sem hann fannst látinn. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.Sjá einnig: Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Í frétt AP segir að á deildinni hafi starfað tveir verðir þegar Epstein fannst látinn á laugardaginn. Annar þeirra var að vinna sína fimmtu yfirvinnuvakt í röð og hinn vann einnig fram yfir hefðbundinn vinnutíma. Þá virðist sem ýmislegt fleira hafi misfarist við varðhald Epsteins. Fyrr í dag greindi bandaríska dagblaðið New York Times frá því að samkvæmt reglum fangelsisins hefðu fangaverðir átt að líta eftir með Epstein á hálftíma fresti. Það hafi ekki verið gert nóttina áður en hann fannst látinn, að því er blaðið hafði eftir embættismanni hjá lögreglu á Manhattan. Þá höfðu fangelsismálayfirvöld auk þess flutt fangann sem deildi klefa með Epstein á brott. Epstein var þannig einn í klefa aðeins tveimur vikum eftir að hætt var að fylgjast með honum allan sólarhringinn vegna sjálfsvígshættu. Þetta er einnig sagt stríða gegn reglum fangelsisins. Talið er að rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á sjálfsvígi Epsteins muni einkum beinast að þessum ætluðu misbrestum við varðhaldið.Epstein var þekktur fyrir vinskap sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hér sést sá síðarnefndi benda honum á stúlkur í samkvæmi á tíunda áratugnum.skjáskot/YoutubeAndlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum. Epstein státaði jafnframt af afar valdamiklum vinum og kunningjum, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Albert Bretaprins. Andlát hans hefur vakið upp samsæriskenningar sem margar hafa komist á flug á samfélagsmiðlum. Samsæriskenningarnar eru margar byggðar á því að hinir valdamiklu kunningjar hans, sem kunni að hafa „notið góðs“ af glæpum hans, hafi viljað hann feigan. Sjálfur deildi Trump samsæriskenningu um andlát Epsteins á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið má sjá hér að neðan.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019 Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Fangaverðir sem störfuðu á deild fangelsisins í New York þar sem auðkýfingnum Jeffrey Epstein var haldið unnu „gífurlega“ yfirvinnu vegna mikillar manneklu á deildinni morguninn sem hann fannst látinn. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu. Epstein, sem ákærður var fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna, fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.Sjá einnig: Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Í frétt AP segir að á deildinni hafi starfað tveir verðir þegar Epstein fannst látinn á laugardaginn. Annar þeirra var að vinna sína fimmtu yfirvinnuvakt í röð og hinn vann einnig fram yfir hefðbundinn vinnutíma. Þá virðist sem ýmislegt fleira hafi misfarist við varðhald Epsteins. Fyrr í dag greindi bandaríska dagblaðið New York Times frá því að samkvæmt reglum fangelsisins hefðu fangaverðir átt að líta eftir með Epstein á hálftíma fresti. Það hafi ekki verið gert nóttina áður en hann fannst látinn, að því er blaðið hafði eftir embættismanni hjá lögreglu á Manhattan. Þá höfðu fangelsismálayfirvöld auk þess flutt fangann sem deildi klefa með Epstein á brott. Epstein var þannig einn í klefa aðeins tveimur vikum eftir að hætt var að fylgjast með honum allan sólarhringinn vegna sjálfsvígshættu. Þetta er einnig sagt stríða gegn reglum fangelsisins. Talið er að rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á sjálfsvígi Epsteins muni einkum beinast að þessum ætluðu misbrestum við varðhaldið.Epstein var þekktur fyrir vinskap sinn við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hér sést sá síðarnefndi benda honum á stúlkur í samkvæmi á tíunda áratugnum.skjáskot/YoutubeAndlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamönnum hans voru birtar. Hann var m.a. sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum. Epstein státaði jafnframt af afar valdamiklum vinum og kunningjum, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Albert Bretaprins. Andlát hans hefur vakið upp samsæriskenningar sem margar hafa komist á flug á samfélagsmiðlum. Samsæriskenningarnar eru margar byggðar á því að hinir valdamiklu kunningjar hans, sem kunni að hafa „notið góðs“ af glæpum hans, hafi viljað hann feigan. Sjálfur deildi Trump samsæriskenningu um andlát Epsteins á Twitter-reikningi sínum í dag. Tístið má sjá hér að neðan.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54
Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08
Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15