Ekki séns, Mike Pence Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 08:00 Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. Hinsegin fólk á Íslandi þarf að sitja undir því að íslensk stjórnvöld vinni nú hörðum höndum að komu manns sem hefur allan sinn feril - í stjórnmálum og utan þeirra - barist af fullum krafti gegn hinsegin réttindum. Við skulum tæpa á nokkrum atriðum. Mike Pence er á móti hjónaböndum okkar. Hann er svo eindregið á móti þeim að árið 2013 skrifaði hann sem ríkisstjóri undir lög í Indiana sem gerðu það refsivert fyrir samkynja pör að reyna að sækja um hjónavígsluvottorð. Mike Pence er fylgjandi því að okkur sé mismunað. Hann telur það eðlilegt að fólk megi neita okkur um þjónustu fyrir það hver við erum. Sem ríkisstjóri skrifaði hann undir lög árið 2015 sem veittu heimild til mismununar á hinsegin fólki á grundvelli trúarskoðana. Mike Pence hefur harðlega gagnrýnt löggjöf sem á að vernda okkur fyrir hatursglæpum og birti sem ritstjóri Indiana Policy Review m.a. greinar um að homma og lesbíur ætti ekki að ráða til vinnu. Það tók hann og hans nánasta samstarfsmann enda ekki langan tíma að fá þúsundir trans fólks reknar úr gervöllum Bandaríkjaher, en bann við trans fólki í hernum tók gildi 12. apríl síðastliðinn. Mike Pence nýtur ráðgjafar og stuðnings haturssamtaka sem berjast gegn réttindum okkar með kjafti og klóm. Raunar sat hann sjálfur eitt sinn í stjórn slíkra samtaka, Indiana Family Institute, sem mæla t.d. með afhommunarmeðferðum og eru alfarið á móti því að samkynja pör ættleiði börn. Afhommunarmeðferðir eru pyntingar og til slíkra meðferða vildi Mike Pence færa ríkisfjármuni árið 2000 - úr sjóðum samtaka sem veita aðstoð vegna HIV og alnæmis. Eins og þessi upptalning, sem því miður er alls ekki tæmandi, gefur til kynna eru það engar nýjar fréttir að Mike Pence er annálaður andstæðingur og illgjörðarmaður hinsegin fólks. Eða eins og Bandaríkjaforseti grínaðist með samkvæmt heimildarmönnum the New Yorker þegar réttindi hinsegin fólks bar á góma innan veggja Hvíta hússins: “Ekki spurja þennan gaur - hann vill hengja þau öll!” Hvort í þessum ummælum leynist sannleikur er ógjörningur að segja, en ljóst er að Mike Pence hefur valdið hinsegin fólki þjáningum svo áratugum skiptir og er hvergi nærri hættur. Nú ætlar ríkisstjórn Íslands að taka á móti Mike Pence, ræða kurteisislega við hann um viðskiptasamráð og efla með því tengslin við Bandaríkin. Allar slíkar áætlanir eru hrein og klár vanvirðing við samfélag hinsegin fólks á Íslandi. Við munum ekki sitja undir því þegjandi að hann sé boðinn velkominn hingað til lands. Ekki séns.Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimsókn Mike Pence Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. Hinsegin fólk á Íslandi þarf að sitja undir því að íslensk stjórnvöld vinni nú hörðum höndum að komu manns sem hefur allan sinn feril - í stjórnmálum og utan þeirra - barist af fullum krafti gegn hinsegin réttindum. Við skulum tæpa á nokkrum atriðum. Mike Pence er á móti hjónaböndum okkar. Hann er svo eindregið á móti þeim að árið 2013 skrifaði hann sem ríkisstjóri undir lög í Indiana sem gerðu það refsivert fyrir samkynja pör að reyna að sækja um hjónavígsluvottorð. Mike Pence er fylgjandi því að okkur sé mismunað. Hann telur það eðlilegt að fólk megi neita okkur um þjónustu fyrir það hver við erum. Sem ríkisstjóri skrifaði hann undir lög árið 2015 sem veittu heimild til mismununar á hinsegin fólki á grundvelli trúarskoðana. Mike Pence hefur harðlega gagnrýnt löggjöf sem á að vernda okkur fyrir hatursglæpum og birti sem ritstjóri Indiana Policy Review m.a. greinar um að homma og lesbíur ætti ekki að ráða til vinnu. Það tók hann og hans nánasta samstarfsmann enda ekki langan tíma að fá þúsundir trans fólks reknar úr gervöllum Bandaríkjaher, en bann við trans fólki í hernum tók gildi 12. apríl síðastliðinn. Mike Pence nýtur ráðgjafar og stuðnings haturssamtaka sem berjast gegn réttindum okkar með kjafti og klóm. Raunar sat hann sjálfur eitt sinn í stjórn slíkra samtaka, Indiana Family Institute, sem mæla t.d. með afhommunarmeðferðum og eru alfarið á móti því að samkynja pör ættleiði börn. Afhommunarmeðferðir eru pyntingar og til slíkra meðferða vildi Mike Pence færa ríkisfjármuni árið 2000 - úr sjóðum samtaka sem veita aðstoð vegna HIV og alnæmis. Eins og þessi upptalning, sem því miður er alls ekki tæmandi, gefur til kynna eru það engar nýjar fréttir að Mike Pence er annálaður andstæðingur og illgjörðarmaður hinsegin fólks. Eða eins og Bandaríkjaforseti grínaðist með samkvæmt heimildarmönnum the New Yorker þegar réttindi hinsegin fólks bar á góma innan veggja Hvíta hússins: “Ekki spurja þennan gaur - hann vill hengja þau öll!” Hvort í þessum ummælum leynist sannleikur er ógjörningur að segja, en ljóst er að Mike Pence hefur valdið hinsegin fólki þjáningum svo áratugum skiptir og er hvergi nærri hættur. Nú ætlar ríkisstjórn Íslands að taka á móti Mike Pence, ræða kurteisislega við hann um viðskiptasamráð og efla með því tengslin við Bandaríkin. Allar slíkar áætlanir eru hrein og klár vanvirðing við samfélag hinsegin fólks á Íslandi. Við munum ekki sitja undir því þegjandi að hann sé boðinn velkominn hingað til lands. Ekki séns.Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun