Ekkert að frétta Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Hlé var gert á þingstörfum í byrjun júní og þar með ákveðið að draga einhverja þá langdregnustu þingsályktunartillögu sem sögur fara af enn á langinn. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði við tilefnið of auðvelt að taka þingið í gíslingu en þingmenn Miðflokksins höfðu, líkt og frægt er orðið, haldið uppi miklu málþófi dagana áður. Formaður Miðflokksins fagnaði því við þinglok að loks gæfist ráðrúm til að skoða orkupakkamálin betur þrátt fyrir að formaður utanríkismálanefndar hefði sýnt efasemdarmönnum mikla, og reyndar sjálfsagða, kurteisi með því að kalla fyrir nefndina fjöldann allan af gestum, sem reifuðu allar staðreyndir málsins fram og aftur. Nú þegar sumarfríi þingmanna er lokið og tími Miðflokksins kominn kemur því nokkuð á óvart að nákvæmlega ekkert nýtt komi fram í málflutningi Miðflokksmanna á þinginu um orkupakkann. Vert er að draga fram aðalatriði málsins sem andstæðingar pakkans, hvar sem þeir kunna að standa í stjórnmálum, halda fram: 1. Með innleiðingu orkupakka þrjú er ekkert vald framselt til erlendra stofnana. 2. Ekkert í orkupakka þrjú skuldbindur Íslendinga til að leggja eða samþykkja sæstreng. 3. Íslenska ríkinu er í sjálfsvald sett hvort áfram verði virkjað hér landi, hvað sem orkupakkanum líður. 4. Erfitt er að sjá hvernig verið sé að fara gegn stjórnarskránni með innleiðingunni. 5. Innleiðing pakkans mun ekki leiða til hærra orkuverðs, nema síður sé. 6. Með orkupakka þrjú er ekki verið að skylda hið opinbera til þess að einkavæða raforkustofnanir. Með þessi atriði fyrir augum er erfitt að sjá frá hverju nákvæmlega andstæðingar orkupakkans vilja undanþágu, nema að um sé að ræða einfaldlega undanþágu frá alþjóðasamstarfi. Engu er líkara en að menn slái vísvitandi ryki í augu fólks. Í alvöru könnunum þar sem spurt hefur verið um málið hefur komið í ljós að margir landsmenn vilja ekki að Alþingi samþykki orkupakkann. Þar kemur einnig fram að meirihluti landsmanna hefur ekki kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Sérstaka athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar fari rétt með staðreyndir mála. Skemmst er að minnast framgöngu formanns Flokks fólksins í Silfrinu í vor þar sem hún hélt því fram að með innleiðingu orkupakkans gætu landsmenn sjálfir vaðið í að virkja ár og lagt sæstreng án nokkurra opinberra afskipta. Það, eins og svo margt í umræðunni um þetta mál, er þvæla. Sennilega voru það stór mistök af hálfu ríkisstjórnarinnar að framlengja bullið og afgreiða ekki málið strax í vor. Hættan er að fólk fari að trúa rangfærslunum eftir því sem þær eru oftar þuldar upp. Ekki þarf að líta langt yfir hafið til að sjá stjórnmálamenn í æðstu embættum sem skeyta engu um sannleikann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hlé var gert á þingstörfum í byrjun júní og þar með ákveðið að draga einhverja þá langdregnustu þingsályktunartillögu sem sögur fara af enn á langinn. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði við tilefnið of auðvelt að taka þingið í gíslingu en þingmenn Miðflokksins höfðu, líkt og frægt er orðið, haldið uppi miklu málþófi dagana áður. Formaður Miðflokksins fagnaði því við þinglok að loks gæfist ráðrúm til að skoða orkupakkamálin betur þrátt fyrir að formaður utanríkismálanefndar hefði sýnt efasemdarmönnum mikla, og reyndar sjálfsagða, kurteisi með því að kalla fyrir nefndina fjöldann allan af gestum, sem reifuðu allar staðreyndir málsins fram og aftur. Nú þegar sumarfríi þingmanna er lokið og tími Miðflokksins kominn kemur því nokkuð á óvart að nákvæmlega ekkert nýtt komi fram í málflutningi Miðflokksmanna á þinginu um orkupakkann. Vert er að draga fram aðalatriði málsins sem andstæðingar pakkans, hvar sem þeir kunna að standa í stjórnmálum, halda fram: 1. Með innleiðingu orkupakka þrjú er ekkert vald framselt til erlendra stofnana. 2. Ekkert í orkupakka þrjú skuldbindur Íslendinga til að leggja eða samþykkja sæstreng. 3. Íslenska ríkinu er í sjálfsvald sett hvort áfram verði virkjað hér landi, hvað sem orkupakkanum líður. 4. Erfitt er að sjá hvernig verið sé að fara gegn stjórnarskránni með innleiðingunni. 5. Innleiðing pakkans mun ekki leiða til hærra orkuverðs, nema síður sé. 6. Með orkupakka þrjú er ekki verið að skylda hið opinbera til þess að einkavæða raforkustofnanir. Með þessi atriði fyrir augum er erfitt að sjá frá hverju nákvæmlega andstæðingar orkupakkans vilja undanþágu, nema að um sé að ræða einfaldlega undanþágu frá alþjóðasamstarfi. Engu er líkara en að menn slái vísvitandi ryki í augu fólks. Í alvöru könnunum þar sem spurt hefur verið um málið hefur komið í ljós að margir landsmenn vilja ekki að Alþingi samþykki orkupakkann. Þar kemur einnig fram að meirihluti landsmanna hefur ekki kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Sérstaka athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar fari rétt með staðreyndir mála. Skemmst er að minnast framgöngu formanns Flokks fólksins í Silfrinu í vor þar sem hún hélt því fram að með innleiðingu orkupakkans gætu landsmenn sjálfir vaðið í að virkja ár og lagt sæstreng án nokkurra opinberra afskipta. Það, eins og svo margt í umræðunni um þetta mál, er þvæla. Sennilega voru það stór mistök af hálfu ríkisstjórnarinnar að framlengja bullið og afgreiða ekki málið strax í vor. Hættan er að fólk fari að trúa rangfærslunum eftir því sem þær eru oftar þuldar upp. Ekki þarf að líta langt yfir hafið til að sjá stjórnmálamenn í æðstu embættum sem skeyta engu um sannleikann.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun