Feigir fossar í Eyvindarfirði Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Eyvindarfjörður er fallegur fjörður á Ströndum, beint norður af Ófeigsfirði og skammt frá Drangaskörðum. Innst í firðinum var aldrei búið, enda undirlendi lítið, en utar undir Drangavíkurfjalli er gamalt eyðibýli. Í Landnámabók segir að fjörðurinn sé kenndur við landnámsmanninn Eyvind Herröðarson, en bræður hans námu land aðeins sunnar í Ófeigsfirði og Ingólfsfirði, sem eru ekki síður fallegir firðir. Helsta djásn Eyvindarfjarðar er Eyvindarfjarðará sem á upptök sín í blátærum vötnum sunnan Drangajökuls. Í henni eru tugir fossa sem eru hver öðrum glæsilegri, en þeir neðstu, Eyvindarfjarðarárfossar, þykja tilkomumestir. Yfir þessa einstöku fossaröð eru tvær göngubrýr sem auðvelda göngu að Drangaskörðum. Þeir sjást einnig vel af sjó en þegar vatnið steypist niður hörð berglögin minnir fossakeðjan helst á hvítan blævæng sem glatt hefur sjómenn svo öldum skiptir.Úr fjarlægð líkjast Eyvindarfjarðarárfossar hvítri blæju. Mynd/ÓMBÞað er ógleymanlegt að skoða Eyvindarfjarðarárfossa í návígi og finna hvernig undirlagið hristist undan vatnsflaumnum. Fuglalíf og rekaviðardrumbar við ósinn auka síðan enn frekar á upplifunina. Eyvindarfjörður á sér flókna sögu en árið 1787 fórst verslunarskipið Fortuna í firðinum með manni og mús. Skolaði ýmsum varningi á land sem spilltur sýslumaður að nafni Halldór Jakobsson bauð upp undir áhrifum, enda töluvert af strandgóssinu brennivín. Seldi hann sjálfum sér ýmsan varning úr strandinu á kostakjörum og var vikið úr embætti í kjölfarið.Kyrrð og ótrúleg náttúrufegurð einkennir botn Eyvindarfjarðar – enda fjörðurinn afskekktur. Mynd/TGNæsta áfall í sögu Eyvindarfjarðar var þegar hann var seldur ítölskum barón fyrir slikk árið 2006, en sá sagðist ætla að byggja sér þar sumarbústað. Í staðinn seldi hann stuttu síðar VesturVerki og síðar HS Orku vatnsréttindin í Eyvindarfjarðará, sem gerði fyrirtækjunum kleift að stækka fyrirhugaða Hvalárvirkjun úr 35 MW í 55MW. Um leið voru tugir stórkostlegra fossa leiddir í gálgann því verði af virkjun munu þeir allir þurrkast upp. Í Eyvindarfjörð verður aðeins komist gangandi eða á báti. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er um dagsferð að ræða fram og til baka en við mælum með að taka með tjald, gista við ósinn og ganga þaðan upp og niður með fossunum. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best – víðerni sem vonandi fá að vera í friði um ókomnar aldir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Eyvindarfjörður er fallegur fjörður á Ströndum, beint norður af Ófeigsfirði og skammt frá Drangaskörðum. Innst í firðinum var aldrei búið, enda undirlendi lítið, en utar undir Drangavíkurfjalli er gamalt eyðibýli. Í Landnámabók segir að fjörðurinn sé kenndur við landnámsmanninn Eyvind Herröðarson, en bræður hans námu land aðeins sunnar í Ófeigsfirði og Ingólfsfirði, sem eru ekki síður fallegir firðir. Helsta djásn Eyvindarfjarðar er Eyvindarfjarðará sem á upptök sín í blátærum vötnum sunnan Drangajökuls. Í henni eru tugir fossa sem eru hver öðrum glæsilegri, en þeir neðstu, Eyvindarfjarðarárfossar, þykja tilkomumestir. Yfir þessa einstöku fossaröð eru tvær göngubrýr sem auðvelda göngu að Drangaskörðum. Þeir sjást einnig vel af sjó en þegar vatnið steypist niður hörð berglögin minnir fossakeðjan helst á hvítan blævæng sem glatt hefur sjómenn svo öldum skiptir.Úr fjarlægð líkjast Eyvindarfjarðarárfossar hvítri blæju. Mynd/ÓMBÞað er ógleymanlegt að skoða Eyvindarfjarðarárfossa í návígi og finna hvernig undirlagið hristist undan vatnsflaumnum. Fuglalíf og rekaviðardrumbar við ósinn auka síðan enn frekar á upplifunina. Eyvindarfjörður á sér flókna sögu en árið 1787 fórst verslunarskipið Fortuna í firðinum með manni og mús. Skolaði ýmsum varningi á land sem spilltur sýslumaður að nafni Halldór Jakobsson bauð upp undir áhrifum, enda töluvert af strandgóssinu brennivín. Seldi hann sjálfum sér ýmsan varning úr strandinu á kostakjörum og var vikið úr embætti í kjölfarið.Kyrrð og ótrúleg náttúrufegurð einkennir botn Eyvindarfjarðar – enda fjörðurinn afskekktur. Mynd/TGNæsta áfall í sögu Eyvindarfjarðar var þegar hann var seldur ítölskum barón fyrir slikk árið 2006, en sá sagðist ætla að byggja sér þar sumarbústað. Í staðinn seldi hann stuttu síðar VesturVerki og síðar HS Orku vatnsréttindin í Eyvindarfjarðará, sem gerði fyrirtækjunum kleift að stækka fyrirhugaða Hvalárvirkjun úr 35 MW í 55MW. Um leið voru tugir stórkostlegra fossa leiddir í gálgann því verði af virkjun munu þeir allir þurrkast upp. Í Eyvindarfjörð verður aðeins komist gangandi eða á báti. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er um dagsferð að ræða fram og til baka en við mælum með að taka með tjald, gista við ósinn og ganga þaðan upp og niður með fossunum. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best – víðerni sem vonandi fá að vera í friði um ókomnar aldir.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun