Notkun á rafrettum fer einungis minnkandi meðal ungra karlmanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2019 19:45 Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlmenn. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra karlmanna fer minnkandi þó aðra sögu sé að segja af notkun ungra kvenna. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. Undanfarin ár hefur umræða um notkun rafrettna meðal ungmenna farið mikinn. Embætti Landlæknis mældi aukningu í mörg ár en nú er breyting á. „Við vorum að mæla aukningu í mörg ár. Í fyrra sáum við að það var hætt að aukast notkun á rafrettum og í ár sjáum við að það er heldur að draga úr þeim heldur en hitt,“ sagði Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis. Þó séu breytingar á notkuninni. Dagleg notkun á rafrettum meðal karlmanna minnkar um tvö prósent. Karlmenn neyta þó tóbaks í vör í auknari mæli en notkunin eykst um sex prósent. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra kvenna minnkar þó ekki, heldur mælist enn í kringum sjö prósent líkt og áður. Þá eykst dagleg notkun á munntóbaki meðal kvenna og fer úr tveimur prósentum í þrjú. „Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlar. Sérstaklega ungar konur,“ sagði Viðar. Viðar vonast til að skólayfirvöld taki höndum saman í ljósi þess að skólahald er hafið að nýju, en samkvæmt lögum um rafrettur er notkun þeirra bönnuðí skólum landsins. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns í Bandaríkjunum. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. „Það hefur lengi verið sagt að skaðsemi af völdum notkunar á rafrettum er ekki þekkt. Þetta eru mjög áhugaverðar upplýsignar sem eru að koma fram núna en það er vöntun á landtímarannsóknum á rafrettum en þær eru örugglega ekki skaðlausar,“ sagði Viðar. Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. 24. ágúst 2019 10:22 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlmenn. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra karlmanna fer minnkandi þó aðra sögu sé að segja af notkun ungra kvenna. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna. Vöntun er á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. Undanfarin ár hefur umræða um notkun rafrettna meðal ungmenna farið mikinn. Embætti Landlæknis mældi aukningu í mörg ár en nú er breyting á. „Við vorum að mæla aukningu í mörg ár. Í fyrra sáum við að það var hætt að aukast notkun á rafrettum og í ár sjáum við að það er heldur að draga úr þeim heldur en hitt,“ sagði Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis. Þó séu breytingar á notkuninni. Dagleg notkun á rafrettum meðal karlmanna minnkar um tvö prósent. Karlmenn neyta þó tóbaks í vör í auknari mæli en notkunin eykst um sex prósent. Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra kvenna minnkar þó ekki, heldur mælist enn í kringum sjö prósent líkt og áður. Þá eykst dagleg notkun á munntóbaki meðal kvenna og fer úr tveimur prósentum í þrjú. „Konur virðast nota rafrettur í meira mæli en karlar. Sérstaklega ungar konur,“ sagði Viðar. Viðar vonast til að skólayfirvöld taki höndum saman í ljósi þess að skólahald er hafið að nýju, en samkvæmt lögum um rafrettur er notkun þeirra bönnuðí skólum landsins. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. Á sama tíma hafa sérfræðingar rannsakað nýjan og óþekktan lungnasjúkdóm sem herjar á tæplega 200 manns í Bandaríkjunum. Einstaklingurinn sem lést hafði verið lagður inn á spítala í Illinoisríki í Bandaríkjunum með óþekktan kvilla eftir rafrettunotkun. Hafði viðkomandi þróað með sér alvarlegan lungnasjúkdóm og lést í kjölfarið af völdum hans. „Það hefur lengi verið sagt að skaðsemi af völdum notkunar á rafrettum er ekki þekkt. Þetta eru mjög áhugaverðar upplýsignar sem eru að koma fram núna en það er vöntun á landtímarannsóknum á rafrettum en þær eru örugglega ekki skaðlausar,“ sagði Viðar.
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. 24. ágúst 2019 10:22 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Rannsaka tengsl leyndardómsfulls lungnasjúkdóms og rafrettunotkunar Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem má rekja til notkunar rafrettna. 24. ágúst 2019 10:22