Enginn á vaktinni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Nýlega rakst ég á mann sem rekur lítið fyrirtæki með nokkra starfsmenn í hefðbundnum rekstri. Fyrirtækið er eitt af þeim fjölmörgu litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem saman mynda undirstöðu íslenska hagkerfisins. Hann er með allt undir og veit mætavel að fyrirtækjarekstur er engin ávísun á ævintýralegan hagnað. Það gengur ágætlega þessa dagana en gangurinn er hins vegar beintengdur vinnuframlaginu. Vinnudagarnir eru langir og reksturinn er enn efst í huga þegar heim er komið. Því er ekki að undra að það hafi fokið í hann þegar hann tók stutta pásu frá erfiðisvinnu í vöruhúsinu og las frétt um launaþróun hjá hinu opinbera. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá nýjum tölum Hagstofunnar sem sýndu að heildarlaun á almennum vinnumarkaði árið 2018 hefðu verið að meðaltali 729 þúsund krónur á mánuði árið 2018 en heildarlaun ríkisstarfsmanna 818 þúsund krónur. Bilið hefur breikkað á síðustu árum. Kannski ein skýringin sé sú að fámennar ríkisstofnanir með enn færri verkefni hafa gert flesta starfsmenn sína að verkefnastjórum til að hækka þá um launaflokk. Í þessum mánuði bárust honum síðan fréttir af launum aðstoðarmanns borgarstjóra og launahækkunum ríkisforstjóranna. Almennir launþegar og eigendur lítilla fyrirtækja eiga að vera orðnir vanir því að fá blautar tuskur í andlitið með reglulegu millibili og þegar launaþróunin er með þessum hætti hljóta sumir að spyrja sig hvers vegna þeir finni sér ekki bara þægilegt starf hjá hinu opinbera. Allir sem unnið hafa bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði þekkja eðlismuninn á þessum störfum þótt finna megi undantekningar frá reglunni hjá einstaka stofnunum. Fjármálaráðherra var nýlega inntur eftir skoðun sinni á launahækkunum ríkisforstjóra. Sagði hann að sumir forstjórar ríkisstofnana væru á pari við almenna markaðinn en í sumum tilfellum væru menn eitthvað yfir og þá þyrfti að skoða hvort gild rök væru fyrir því. „Því eru í raun stjórnir einstakra fyrirtækja ábyrgar fyrir,“ sagði ráðherra. Það er sem sagt enginn á vaktinni. Ákvarðanir um launakjör æðstu stjórnenda ríkisins eru teknar af andlitslausum stjórnarmönnum og launaþróun hjá hinu opinbera er á sjálfstýringu. Þetta eru letjandi staðreyndir fyrir almenna launþega og atvinnurekendur sem eru með kerfið á herðum sér. En þeir geta kannski huggað sig við 0,5 prósenta lækkun tryggingagjalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nýlega rakst ég á mann sem rekur lítið fyrirtæki með nokkra starfsmenn í hefðbundnum rekstri. Fyrirtækið er eitt af þeim fjölmörgu litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem saman mynda undirstöðu íslenska hagkerfisins. Hann er með allt undir og veit mætavel að fyrirtækjarekstur er engin ávísun á ævintýralegan hagnað. Það gengur ágætlega þessa dagana en gangurinn er hins vegar beintengdur vinnuframlaginu. Vinnudagarnir eru langir og reksturinn er enn efst í huga þegar heim er komið. Því er ekki að undra að það hafi fokið í hann þegar hann tók stutta pásu frá erfiðisvinnu í vöruhúsinu og las frétt um launaþróun hjá hinu opinbera. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá nýjum tölum Hagstofunnar sem sýndu að heildarlaun á almennum vinnumarkaði árið 2018 hefðu verið að meðaltali 729 þúsund krónur á mánuði árið 2018 en heildarlaun ríkisstarfsmanna 818 þúsund krónur. Bilið hefur breikkað á síðustu árum. Kannski ein skýringin sé sú að fámennar ríkisstofnanir með enn færri verkefni hafa gert flesta starfsmenn sína að verkefnastjórum til að hækka þá um launaflokk. Í þessum mánuði bárust honum síðan fréttir af launum aðstoðarmanns borgarstjóra og launahækkunum ríkisforstjóranna. Almennir launþegar og eigendur lítilla fyrirtækja eiga að vera orðnir vanir því að fá blautar tuskur í andlitið með reglulegu millibili og þegar launaþróunin er með þessum hætti hljóta sumir að spyrja sig hvers vegna þeir finni sér ekki bara þægilegt starf hjá hinu opinbera. Allir sem unnið hafa bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði þekkja eðlismuninn á þessum störfum þótt finna megi undantekningar frá reglunni hjá einstaka stofnunum. Fjármálaráðherra var nýlega inntur eftir skoðun sinni á launahækkunum ríkisforstjóra. Sagði hann að sumir forstjórar ríkisstofnana væru á pari við almenna markaðinn en í sumum tilfellum væru menn eitthvað yfir og þá þyrfti að skoða hvort gild rök væru fyrir því. „Því eru í raun stjórnir einstakra fyrirtækja ábyrgar fyrir,“ sagði ráðherra. Það er sem sagt enginn á vaktinni. Ákvarðanir um launakjör æðstu stjórnenda ríkisins eru teknar af andlitslausum stjórnarmönnum og launaþróun hjá hinu opinbera er á sjálfstýringu. Þetta eru letjandi staðreyndir fyrir almenna launþega og atvinnurekendur sem eru með kerfið á herðum sér. En þeir geta kannski huggað sig við 0,5 prósenta lækkun tryggingagjalds.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun