Rafíþróttir, börn og heilbrigð nálgun Arnar Hólm Einarsson skrifar 31. ágúst 2019 23:35 Nú þegar orðræðan í garð tölvuleikja er farin að breytast og við erum farin að heyra orðið rafíþróttir æ oftar langar mig að deila nokkrum punktum sem gætu reynst þér og þínum vel. Spurningar á borð við: á ekki bara að banna Fortnite? Hvað mega krakkarnir spila lengi? Hver á skjátími barna að vera? Ásamt fleirum í sama dúr hafa birst í ófáum Facebook hópum og skiljanlega eru foreldrar að leita svara og leiða til að bjarga börnum sínum frá tölvufíkn. En í þessu eins og hverju öðru í lífinu gildir það að það eru engar flýtileiðir (e. shortcuts). Það er engin lausn að banna Fortnite eða aðra tölvuleiki. En hvað í ósköpunum getum við gert? Jú sem mikilvægir fullorðnir einstaklingar (foreldrar, frændur, frænkur, fyrirmyndir, starfsfólk í nærumhverfi) í lífi marga barna, er það undir okkur komið að búa til heilbrigðan farveg og umhverfi þar sem þeir einstaklingar sem sækja mikið í tölvuna geta notið sín. Þar sem tölvuleikjafíkn er tiltölulega nýlega komin fram á sjónarsviðið, þá langar mig að leggja mitt af mörkum sem fullorðinn “spilari” (e. gamer) og gera mitt besta til að hjálpa ykkur sem vitið ekki í hvorn fótinn á að stíga, þegar kemur að tölvuleikjaspilun þeirra sem þið elskið.1. Setjum rafrænan útivistartíma.Hvað í ósköpunum er það? jú það er þegar við sem foreldrar “samstillum” (.e sync) okkur við foreldra vina barnanna okkar og setjum í sameiningu, með börnunum okkar, reglur um tölvuleikina. Við gefum ekki hverju barni x mikinn spilatíma og vinirnir þræða síðan hvert heimilið á fætur öðru og klára tölvutímann hjá hverjum og einum, heldur setjum við dæmið upp þannig að á milli kl x til x mega börnin spila ef þau eru búin að t.d. læra, næra sig, fara á æfingu eða ljúka tilfallandi verkefnum í lífi hvers og eins.2. Hvenær erum við að spila tölvuleikiRæðið við börnin ykkar og takið eftir því sjálf hvenær barnið sækir mest í að spila tölvuleiki, er það þegar barnið er glatt, þegar því líður ekki vel, eða þarna einhverstaðar mitt á milli. Er það þegar mamma og pabbi hafa ekki tíma fyrir mig? Þetta gefur okkur góða hugmynd um hvort inngrip sé nauðsynlegt. Reynum að hafa umhverfið þannig upp að barnið sé að spila þegar það er með vinum sínum, því líður vel og er hamingjusamt. Grípum inn í ef barnið er að spila þegar því líður illa, eða er einmanna. Það skapar mun heilbrigðara umhverfi og verður árangursríkara fyrir alla aðila.3. Hvað má barnið spila lengi? Það er gullna spurningin sem ekki er hægt að svara í pistli sem þessum, með ákveðnum stöðluðum tíma, miðað við aldur barns. En ég mæli með að skoða hvernig barnið spilar tölvuleiki. Er barnið að sækja í félagsskap í gegnum tölvuna, vegna þess að það er ekki í skipulögðu frístundastarfi? Er það að drepa tímann á milli æfinga? Er það að spila þegar það er búið að borða, læra, æfa og taka til í herberginu sínu? Við erum öll mismunandi, við þurfum að finna jafnvægi fyrir hvert og eitt okkar. Pössum okkur að gera ekki lítið úr þeim félagslega þætti sem fylgir því að spila tölvuleiki og ef þetta er sá þáttur sem stuðlar að mestri félagslegri virkni barnsins, hvað gerum við þá? Bjóðum vinunum yfir í “lan”, búum til hollan og góðan kvöldmat fyrir þau, höldum sykri og orkudrykkjum í lágmarki, drekkum vatn, förum í sund, laser tag, bíó, billiard, skemmtigarðinn, fótboltagolf, folf (frisbee golf), hjólum, fjallgöngu, axarkast, sjósund, smíðum kofa og það má jafnvel búa til okkar eigin útgáfu af tölvuleiknum í formi útileiks. Gerum okkar allra besta til að búa til heilbrigt umhverfi og nýta áhugamálið/tölvuleiki sem tól til þess.4. Búum ekki til vandamál að óþarfuÞetta er afar mikilvægur punktur og það kemur mjög oft upp, að foreldrar hafi áhyggjur af börnunum sínum vegna tölvuleikjaspilunar. Í mörgum tilfellum eru börnin samt sem áður að standa sig vel í skóla, eru að stunda íþróttir af kappi, hafa félagslíf, fara að sofa á skikkanlegum tíma og okkur finnst þau samt spila of mikla tölvuleiki. Ef þau væru ekki í tölvuleik væri afþreying mjög líklega í formi skjátíma hjá krökkum á þessum aldri, og eru samfélagsmiðlarnir betri vettvangur? ég veit það ekki en pælið í því.5. Viðurkennum tölvuleiki sem áhugamálÞetta er gríðarlega mikilvægt, því vandamálið er í mörgum tilfellum hjá okkur fullorðna fólkinu, því við vitum ekki betur. Við höfum ekki skilning á tölvuleikjum, höfum ekki áhuga á því að heyra hvað barninu okkar gengur vel í tölvuleiknum, eða hvað það er að gera, eða með hverjum það er að spila. Sinnum þessu áhugamáli barnanna okkar, sýnum áhuga, hvetjum það áfram eins og í öðrum íþróttum til að gera vel, að vera besta útgáfan af sjálfum sér sama hvort það sé í stafrænum heimi eða á plánetunni jörð. Höfundur þessarar greinar er Arnar Hólm Einarsson, eigandi Rafíþróttaskólans og yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Ármanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafíþróttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar orðræðan í garð tölvuleikja er farin að breytast og við erum farin að heyra orðið rafíþróttir æ oftar langar mig að deila nokkrum punktum sem gætu reynst þér og þínum vel. Spurningar á borð við: á ekki bara að banna Fortnite? Hvað mega krakkarnir spila lengi? Hver á skjátími barna að vera? Ásamt fleirum í sama dúr hafa birst í ófáum Facebook hópum og skiljanlega eru foreldrar að leita svara og leiða til að bjarga börnum sínum frá tölvufíkn. En í þessu eins og hverju öðru í lífinu gildir það að það eru engar flýtileiðir (e. shortcuts). Það er engin lausn að banna Fortnite eða aðra tölvuleiki. En hvað í ósköpunum getum við gert? Jú sem mikilvægir fullorðnir einstaklingar (foreldrar, frændur, frænkur, fyrirmyndir, starfsfólk í nærumhverfi) í lífi marga barna, er það undir okkur komið að búa til heilbrigðan farveg og umhverfi þar sem þeir einstaklingar sem sækja mikið í tölvuna geta notið sín. Þar sem tölvuleikjafíkn er tiltölulega nýlega komin fram á sjónarsviðið, þá langar mig að leggja mitt af mörkum sem fullorðinn “spilari” (e. gamer) og gera mitt besta til að hjálpa ykkur sem vitið ekki í hvorn fótinn á að stíga, þegar kemur að tölvuleikjaspilun þeirra sem þið elskið.1. Setjum rafrænan útivistartíma.Hvað í ósköpunum er það? jú það er þegar við sem foreldrar “samstillum” (.e sync) okkur við foreldra vina barnanna okkar og setjum í sameiningu, með börnunum okkar, reglur um tölvuleikina. Við gefum ekki hverju barni x mikinn spilatíma og vinirnir þræða síðan hvert heimilið á fætur öðru og klára tölvutímann hjá hverjum og einum, heldur setjum við dæmið upp þannig að á milli kl x til x mega börnin spila ef þau eru búin að t.d. læra, næra sig, fara á æfingu eða ljúka tilfallandi verkefnum í lífi hvers og eins.2. Hvenær erum við að spila tölvuleikiRæðið við börnin ykkar og takið eftir því sjálf hvenær barnið sækir mest í að spila tölvuleiki, er það þegar barnið er glatt, þegar því líður ekki vel, eða þarna einhverstaðar mitt á milli. Er það þegar mamma og pabbi hafa ekki tíma fyrir mig? Þetta gefur okkur góða hugmynd um hvort inngrip sé nauðsynlegt. Reynum að hafa umhverfið þannig upp að barnið sé að spila þegar það er með vinum sínum, því líður vel og er hamingjusamt. Grípum inn í ef barnið er að spila þegar því líður illa, eða er einmanna. Það skapar mun heilbrigðara umhverfi og verður árangursríkara fyrir alla aðila.3. Hvað má barnið spila lengi? Það er gullna spurningin sem ekki er hægt að svara í pistli sem þessum, með ákveðnum stöðluðum tíma, miðað við aldur barns. En ég mæli með að skoða hvernig barnið spilar tölvuleiki. Er barnið að sækja í félagsskap í gegnum tölvuna, vegna þess að það er ekki í skipulögðu frístundastarfi? Er það að drepa tímann á milli æfinga? Er það að spila þegar það er búið að borða, læra, æfa og taka til í herberginu sínu? Við erum öll mismunandi, við þurfum að finna jafnvægi fyrir hvert og eitt okkar. Pössum okkur að gera ekki lítið úr þeim félagslega þætti sem fylgir því að spila tölvuleiki og ef þetta er sá þáttur sem stuðlar að mestri félagslegri virkni barnsins, hvað gerum við þá? Bjóðum vinunum yfir í “lan”, búum til hollan og góðan kvöldmat fyrir þau, höldum sykri og orkudrykkjum í lágmarki, drekkum vatn, förum í sund, laser tag, bíó, billiard, skemmtigarðinn, fótboltagolf, folf (frisbee golf), hjólum, fjallgöngu, axarkast, sjósund, smíðum kofa og það má jafnvel búa til okkar eigin útgáfu af tölvuleiknum í formi útileiks. Gerum okkar allra besta til að búa til heilbrigt umhverfi og nýta áhugamálið/tölvuleiki sem tól til þess.4. Búum ekki til vandamál að óþarfuÞetta er afar mikilvægur punktur og það kemur mjög oft upp, að foreldrar hafi áhyggjur af börnunum sínum vegna tölvuleikjaspilunar. Í mörgum tilfellum eru börnin samt sem áður að standa sig vel í skóla, eru að stunda íþróttir af kappi, hafa félagslíf, fara að sofa á skikkanlegum tíma og okkur finnst þau samt spila of mikla tölvuleiki. Ef þau væru ekki í tölvuleik væri afþreying mjög líklega í formi skjátíma hjá krökkum á þessum aldri, og eru samfélagsmiðlarnir betri vettvangur? ég veit það ekki en pælið í því.5. Viðurkennum tölvuleiki sem áhugamálÞetta er gríðarlega mikilvægt, því vandamálið er í mörgum tilfellum hjá okkur fullorðna fólkinu, því við vitum ekki betur. Við höfum ekki skilning á tölvuleikjum, höfum ekki áhuga á því að heyra hvað barninu okkar gengur vel í tölvuleiknum, eða hvað það er að gera, eða með hverjum það er að spila. Sinnum þessu áhugamáli barnanna okkar, sýnum áhuga, hvetjum það áfram eins og í öðrum íþróttum til að gera vel, að vera besta útgáfan af sjálfum sér sama hvort það sé í stafrænum heimi eða á plánetunni jörð. Höfundur þessarar greinar er Arnar Hólm Einarsson, eigandi Rafíþróttaskólans og yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Ármanns.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar