Brettum upp ermar Hrönn Ingólfsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 11:53 Heimurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum eins og endurspeglast í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Nú eru orðin fjögur ár síðan markmiðin voru sett, en hvernig hefur gengið? Í nýlegri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að áhrif loftslagsbreytinga og vaxandi misréttis milli landa og innan þeirra standa tilætluðum árangri fyrir þrifum. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á að það þurfi miklu hraðari og metnaðarfyllri aðgerðir ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030.Náttúra og loftslag í brennidepli Hann bendir á að ef fram heldur sem horfir séu dvínandi líkur á að við náum umhverfistengdum markmiðum. Ástand náttúrunnar er að versna með skelfilegum hraða: Sjávarborð hækkar, súrnun sjávar er að aukast, síðustu fjögur ár hafa verið þau heitustu frá því að skráningar hófust, ein milljón plöntu- og dýrategunda er í útrýmingarhættu og niðurbrot lands heldur áfram. Sá góði árangur sem hefur náðst í að draga úr fátækt í heiminum er m.a. farinn að snúast við vegna loftslagsbreytinga.Dýrmæt tækifæri Þetta eru vondar fréttir og auðvelt að fallast hendur. Betri fréttirnar eru þó þær að þrátt fyrir ógnanirnar sýnir skýrslan að dýrmæt tækifæri eru fyrir hendi til að flýta fyrir framförum með því að nýta samtenginguna á milli heimsmarkmiðana 17. Ef það næst til dæmis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda helst það í hendur við að skapa störf, byggja upp lífvænlegri borgir og bæta heilsu og velmegun fyrir alla. Það hefst þó ekki nema með víðtæku alþjóðlegu samstarfi og fjölþættum aðgerðum eins og kom fram í máli Angelu Merkel þegar hún kom til landsins á dögunum.Frumkvæði Norðurlandanna Á nýafstaðnum fundi sínum á Íslandi samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næst tíu ára, þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru i forgrunni. Í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í því fælist að Norðurlöndin ætluðu að verða sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030 sem „þýðir að aðgerða er þörf til að ná raunverulegum árangri í loftlagsmálum“. Í því samhengi væru aðgerðir mikilvægari en orð en þær þyrftu þó alltaf að byggja á félagslegu réttlæti, kynjajafnrétti og mannréttundum. Stjórnvöld á Norðurlöndunum hafa sett tóninn. Áherslurnar til 2024 eru m.a. að stuðla að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásahagkerfi. Að efla grænan vöxt á Norðurlöndunum byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu. Auk þess sem áhersla er lögð á samtengt svæði, byggt á sameiginlegum gildum sem styrkir menningu og velferð.Allir gangi í takt Það næst þó ekki árangur nema allir leggi hönd á plóg, keðjan má ekki slitna. Einstaklingar, fyrirtæki, sveitafélög og félagasamtök verða að vinna að sama markmiði svo árangur náist. Þau setji í forgang jákvæð áhrif á samfélag og náttúru á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni, styðja við fyirtæki og hverskyns skipulagsheildir í viðleitni þeirra til að auka þekkingu og hæfni til að ná árangri á því sviði. Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um kynningu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir atvinnulífið og er jafnframt samstarfsaðili Reykjavíkurborgar um Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá árinu 2015 sem á annað hundrað fyrirtæki hafa skrifað undir. Afurðir þessa starfs eru aukin þekking, sameiginleg aðferðafræði og Loftslagsmælir Festu sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til að greina losun sína og setja sér markmið. Í farvatninu er sambærilegt verkefni í samstarfi við Akureyrarbæ og eru fyrirtæki og stofnanir þar hvött til að taka þátt og skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna.Allt sem þú gerir hefur áhrif Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverki í að ná markmiðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni en saman erum við sterkari. Brettum upp ermar og vinnum saman fyrir framtíðina.Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum eins og endurspeglast í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Nú eru orðin fjögur ár síðan markmiðin voru sett, en hvernig hefur gengið? Í nýlegri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að áhrif loftslagsbreytinga og vaxandi misréttis milli landa og innan þeirra standa tilætluðum árangri fyrir þrifum. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á að það þurfi miklu hraðari og metnaðarfyllri aðgerðir ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030.Náttúra og loftslag í brennidepli Hann bendir á að ef fram heldur sem horfir séu dvínandi líkur á að við náum umhverfistengdum markmiðum. Ástand náttúrunnar er að versna með skelfilegum hraða: Sjávarborð hækkar, súrnun sjávar er að aukast, síðustu fjögur ár hafa verið þau heitustu frá því að skráningar hófust, ein milljón plöntu- og dýrategunda er í útrýmingarhættu og niðurbrot lands heldur áfram. Sá góði árangur sem hefur náðst í að draga úr fátækt í heiminum er m.a. farinn að snúast við vegna loftslagsbreytinga.Dýrmæt tækifæri Þetta eru vondar fréttir og auðvelt að fallast hendur. Betri fréttirnar eru þó þær að þrátt fyrir ógnanirnar sýnir skýrslan að dýrmæt tækifæri eru fyrir hendi til að flýta fyrir framförum með því að nýta samtenginguna á milli heimsmarkmiðana 17. Ef það næst til dæmis að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda helst það í hendur við að skapa störf, byggja upp lífvænlegri borgir og bæta heilsu og velmegun fyrir alla. Það hefst þó ekki nema með víðtæku alþjóðlegu samstarfi og fjölþættum aðgerðum eins og kom fram í máli Angelu Merkel þegar hún kom til landsins á dögunum.Frumkvæði Norðurlandanna Á nýafstaðnum fundi sínum á Íslandi samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næst tíu ára, þar sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru i forgrunni. Í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í því fælist að Norðurlöndin ætluðu að verða sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030 sem „þýðir að aðgerða er þörf til að ná raunverulegum árangri í loftlagsmálum“. Í því samhengi væru aðgerðir mikilvægari en orð en þær þyrftu þó alltaf að byggja á félagslegu réttlæti, kynjajafnrétti og mannréttundum. Stjórnvöld á Norðurlöndunum hafa sett tóninn. Áherslurnar til 2024 eru m.a. að stuðla að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásahagkerfi. Að efla grænan vöxt á Norðurlöndunum byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu. Auk þess sem áhersla er lögð á samtengt svæði, byggt á sameiginlegum gildum sem styrkir menningu og velferð.Allir gangi í takt Það næst þó ekki árangur nema allir leggi hönd á plóg, keðjan má ekki slitna. Einstaklingar, fyrirtæki, sveitafélög og félagasamtök verða að vinna að sama markmiði svo árangur náist. Þau setji í forgang jákvæð áhrif á samfélag og náttúru á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni, styðja við fyirtæki og hverskyns skipulagsheildir í viðleitni þeirra til að auka þekkingu og hæfni til að ná árangri á því sviði. Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um kynningu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir atvinnulífið og er jafnframt samstarfsaðili Reykjavíkurborgar um Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá árinu 2015 sem á annað hundrað fyrirtæki hafa skrifað undir. Afurðir þessa starfs eru aukin þekking, sameiginleg aðferðafræði og Loftslagsmælir Festu sem fyrirtæki og stofnanir geta notað til að greina losun sína og setja sér markmið. Í farvatninu er sambærilegt verkefni í samstarfi við Akureyrarbæ og eru fyrirtæki og stofnanir þar hvött til að taka þátt og skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna.Allt sem þú gerir hefur áhrif Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverki í að ná markmiðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni en saman erum við sterkari. Brettum upp ermar og vinnum saman fyrir framtíðina.Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar