Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 16:36 Þessir hundar, sem sjást hér á vappi í miðbænum, eru þegar komnir til landsins og þurfa ekki að hafa áhyggjur af innflutningsbanninu. Vísir/vilhelm Matvælastofnun hefur ákveðið að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem lagst hefur á hunda þar í landi síðustu daga. Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. Á síðustu dögum hafa borist fréttir af alvarlegum veikindum af óþekktum orsökum í hundum í Noregi. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og samkvæmt síðustu upplýsingum Matvælastofnonar er talið að á annan tug hunda hafi drepist. Þeir gætu þó verið fleiri. Helstu einkenni sjúkdómsins eru blóðug uppköst og niðurgangur. Norska dýraheilbrigðisstofnunin ásamt norsku matvælastofnuninni (Mattilsynet) vinnur nú að greiningu í samráði við dýralæknaháskólann í Noregi og þá dýraspítala sem hafa haft veika hunda til meðhöndlunar. Fjöldi sýna hefur veri tekinn til rannsóknar og fjórir hundar hafa verið krufðir. Flest tilfellin hafa komið upp í Ósló og nágrenni en einnig víðar í Noregi. „Um er að ræða mjög bráð veikindi sem dregur hundana til dauða á u.þ.b. sólarhring, jafnvel þrátt fyrir mikla meðhöndlun. Þó eru dæmi um hunda sem sýna vægari einkenni og virðast hafa komist yfir veikindin,“ segir í tilkynningu MAST.Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal um hinn dularfulla sjúkdóm við Þorvald Þórðarson dýralækni í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Grunur hefur hingað til beinst að smitefnum, svo sem veirum og bakteríum en þegar er búið að útiloka rottueitur og smit af völdum salmonellu. Hvoru tveggja getur valdið einkennum sem hér um ræðir. Engin merki eru um að eitrað hafi verið fyrir hundunum en ekki hefur þó verið útilokað að orsökina sé að finna í umhverfisþáttum á borð við fóður og hundanammi. Verið er að afla upplýsinga hjá eigendum þeirra hunda sem veikst hafa. Norska matvælastofnunin mælir með að hundaeigendur haldi hundum sínum aðskildum frá öðrum hundum og nú þegar hefur fjölda námskeiða, móta, sýninga og annarra samkoma þar sem hundar koma við sögu verið aflýst í Noregi. Hundaræktarfélögin í Svíþjóð og Danmörku hafa bannað þátttöku hunda frá Noregi á sýningum, keppnum o.fl. „Matvælastofnun hefur upplýst innflytjendur sem hugðu á innflutning hunda frá Noregi í næstu viku um ofangreinda ákvörðun. Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um orsök sjúkdómsins eða meðgöngutíma hans er litið svo á að áhættan af innflutningi hunda frá Noregi á þessari stundu sé óásættanleg,“ segir í tilkynningu MAST. Dýr Noregur Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Matvælastofnun hefur ákveðið að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem lagst hefur á hunda þar í landi síðustu daga. Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. Á síðustu dögum hafa borist fréttir af alvarlegum veikindum af óþekktum orsökum í hundum í Noregi. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og samkvæmt síðustu upplýsingum Matvælastofnonar er talið að á annan tug hunda hafi drepist. Þeir gætu þó verið fleiri. Helstu einkenni sjúkdómsins eru blóðug uppköst og niðurgangur. Norska dýraheilbrigðisstofnunin ásamt norsku matvælastofnuninni (Mattilsynet) vinnur nú að greiningu í samráði við dýralæknaháskólann í Noregi og þá dýraspítala sem hafa haft veika hunda til meðhöndlunar. Fjöldi sýna hefur veri tekinn til rannsóknar og fjórir hundar hafa verið krufðir. Flest tilfellin hafa komið upp í Ósló og nágrenni en einnig víðar í Noregi. „Um er að ræða mjög bráð veikindi sem dregur hundana til dauða á u.þ.b. sólarhring, jafnvel þrátt fyrir mikla meðhöndlun. Þó eru dæmi um hunda sem sýna vægari einkenni og virðast hafa komist yfir veikindin,“ segir í tilkynningu MAST.Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal um hinn dularfulla sjúkdóm við Þorvald Þórðarson dýralækni í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Grunur hefur hingað til beinst að smitefnum, svo sem veirum og bakteríum en þegar er búið að útiloka rottueitur og smit af völdum salmonellu. Hvoru tveggja getur valdið einkennum sem hér um ræðir. Engin merki eru um að eitrað hafi verið fyrir hundunum en ekki hefur þó verið útilokað að orsökina sé að finna í umhverfisþáttum á borð við fóður og hundanammi. Verið er að afla upplýsinga hjá eigendum þeirra hunda sem veikst hafa. Norska matvælastofnunin mælir með að hundaeigendur haldi hundum sínum aðskildum frá öðrum hundum og nú þegar hefur fjölda námskeiða, móta, sýninga og annarra samkoma þar sem hundar koma við sögu verið aflýst í Noregi. Hundaræktarfélögin í Svíþjóð og Danmörku hafa bannað þátttöku hunda frá Noregi á sýningum, keppnum o.fl. „Matvælastofnun hefur upplýst innflytjendur sem hugðu á innflutning hunda frá Noregi í næstu viku um ofangreinda ákvörðun. Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um orsök sjúkdómsins eða meðgöngutíma hans er litið svo á að áhættan af innflutningi hunda frá Noregi á þessari stundu sé óásættanleg,“ segir í tilkynningu MAST.
Dýr Noregur Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira