Stefnumiðaðir stjórnarhættir Guðrún Erla Jónsdóttir skrifar 2. september 2019 09:03 Stjórnarhættir fyrirtækja fjalla um það hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa umboð, fá leiðsögn, búa við aðhald og tryggja sér auðlindir með ábyrgum hætti í samfélaginu. Góðir stjórnarhættir hafa fengið aukið vægi hér á landi á síðastliðnum árum. Sem dæmi um það má nefna að fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir útnefningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum og má þá líka benda á hremmingar íslensks efnahagslífs í kjölfar hruns fjármálakerfisins sem skýringu. Í kjölfar hrunsins fékk eigendastefna fyrirtækja og stofnana meira vægi og íslensk stjórnvöld settu fyrst fram eigendastefnu fyrir félög í eigu ríkisins árið 2009. Þrátt fyrir þetta og vaxandi umfjöllun um góða stjórnarhætti vekur athygli að lítið er um heimildir, hér á land og víðar, um tilurð og mótun eigendastefnu og hvernig stjórnir rækja skyldur sínar við framkvæmd stefnu eigenda þannig að markmiðum þeirra verði náð. Þekking á hugtakinu eigendastefna er því takmörkuð, þar með talið hvernig hún er yfirfærð til stjórnar og hvernig stjórn mótar síðan stjórnarhætti fyrirtækisins til að tryggja það að samræmi sé á milli aðgerða stjórnenda og vilja eigenda. Ábyrgð stjórna er mikil og ekki síst með tilliti til hlutverks þeirra er tengist stefnumiðaðri stjórnun, þ.m.t. mótun stefnu, setningu markmiða, áætlanagerð, innleiðingu og eftirfylgni með árangri. Þessa áherslu á stefnutengda þætti stjórnar má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þau verkfæri sem stjórn beitir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Við rannsóknir á atburðarrás í aðdraganda fjármálahrunsins, kom berlega í ljós að rætur vandans lágu ekki síst í því sem kallað hefur verið umboðsvandi. Umboðsvandi snýr fyrst og fremst að því hvernig hagsmunaárekstur getur orðið milli eigenda og stjórnenda. Undanfarið hefur verið lögð vaxandi áhersla á hlutverk stjórna við eftirlit og stýringu til að afstýra þessum vanda. Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur, sem er á ábyrgð stjórnar félagsins að fylgja eftir, er dæmi um það hvernig eigendur leitast við að takast á við þennan vanda og koma vilja sínum og langtíma sjónarmiðum skýrt á framfæri. Framfylgd eigendastefnu má einnig tengja við þjónustuhlutverk stjórna við að móta og fylgja eftir nauðsynlegum og alhliða áherslum í rekstri, sem tryggja þann árangur sem vænst er hverju sinni. Um þetta var fjallað ítarlega í grein í Tímariti um viðskipti og efnahagslíf sem byggir á rannsókn á eigendastefnu og stefnumiðuðum stjórnarháttum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Greinin er innlegg og dæmi um rannsókn á stefnumiðuðum stjórnarháttum þar sem útgangspunkturinn er framkvæmd á vilja og markmiðum eigenda sem lýst er í eigendastefnu og er lýsandi um það með hvaða hætti fyrirtæki geta beitt stefnumiðuðum stjórnarháttum til að dreifa valdi og ábyrgð og varpar ljósi á það með hvaða hætti stjórn getur komið á fyrirkomulagi sem tryggir að unnið sé að innleiðingu stefnu með samræmdum og gegnsæjum hætti í fyrirtækinu í heild.Höfundur er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Heimild: Runólfur Smári Steinþórsson, Guðrún Erla Jónsdóttir og Bjarni Snæbjörn Jónsson. (2018). Stefnumiðaðir stjórnarhættir: Dæmi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 15(2), 21-45. DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.2 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Vinnumarkaður Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Stjórnarhættir fyrirtækja fjalla um það hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa umboð, fá leiðsögn, búa við aðhald og tryggja sér auðlindir með ábyrgum hætti í samfélaginu. Góðir stjórnarhættir hafa fengið aukið vægi hér á landi á síðastliðnum árum. Sem dæmi um það má nefna að fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir útnefningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum og má þá líka benda á hremmingar íslensks efnahagslífs í kjölfar hruns fjármálakerfisins sem skýringu. Í kjölfar hrunsins fékk eigendastefna fyrirtækja og stofnana meira vægi og íslensk stjórnvöld settu fyrst fram eigendastefnu fyrir félög í eigu ríkisins árið 2009. Þrátt fyrir þetta og vaxandi umfjöllun um góða stjórnarhætti vekur athygli að lítið er um heimildir, hér á land og víðar, um tilurð og mótun eigendastefnu og hvernig stjórnir rækja skyldur sínar við framkvæmd stefnu eigenda þannig að markmiðum þeirra verði náð. Þekking á hugtakinu eigendastefna er því takmörkuð, þar með talið hvernig hún er yfirfærð til stjórnar og hvernig stjórn mótar síðan stjórnarhætti fyrirtækisins til að tryggja það að samræmi sé á milli aðgerða stjórnenda og vilja eigenda. Ábyrgð stjórna er mikil og ekki síst með tilliti til hlutverks þeirra er tengist stefnumiðaðri stjórnun, þ.m.t. mótun stefnu, setningu markmiða, áætlanagerð, innleiðingu og eftirfylgni með árangri. Þessa áherslu á stefnutengda þætti stjórnar má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þau verkfæri sem stjórn beitir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Við rannsóknir á atburðarrás í aðdraganda fjármálahrunsins, kom berlega í ljós að rætur vandans lágu ekki síst í því sem kallað hefur verið umboðsvandi. Umboðsvandi snýr fyrst og fremst að því hvernig hagsmunaárekstur getur orðið milli eigenda og stjórnenda. Undanfarið hefur verið lögð vaxandi áhersla á hlutverk stjórna við eftirlit og stýringu til að afstýra þessum vanda. Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur, sem er á ábyrgð stjórnar félagsins að fylgja eftir, er dæmi um það hvernig eigendur leitast við að takast á við þennan vanda og koma vilja sínum og langtíma sjónarmiðum skýrt á framfæri. Framfylgd eigendastefnu má einnig tengja við þjónustuhlutverk stjórna við að móta og fylgja eftir nauðsynlegum og alhliða áherslum í rekstri, sem tryggja þann árangur sem vænst er hverju sinni. Um þetta var fjallað ítarlega í grein í Tímariti um viðskipti og efnahagslíf sem byggir á rannsókn á eigendastefnu og stefnumiðuðum stjórnarháttum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Greinin er innlegg og dæmi um rannsókn á stefnumiðuðum stjórnarháttum þar sem útgangspunkturinn er framkvæmd á vilja og markmiðum eigenda sem lýst er í eigendastefnu og er lýsandi um það með hvaða hætti fyrirtæki geta beitt stefnumiðuðum stjórnarháttum til að dreifa valdi og ábyrgð og varpar ljósi á það með hvaða hætti stjórn getur komið á fyrirkomulagi sem tryggir að unnið sé að innleiðingu stefnu með samræmdum og gegnsæjum hætti í fyrirtækinu í heild.Höfundur er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Heimild: Runólfur Smári Steinþórsson, Guðrún Erla Jónsdóttir og Bjarni Snæbjörn Jónsson. (2018). Stefnumiðaðir stjórnarhættir: Dæmi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 15(2), 21-45. DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.2
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun