Vöndum til verka Unnur Pétursdóttir skrifar 13. september 2019 14:30 Töluverð umræða hefur orðið vegna þeirrar ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands að bjóða út þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu, með tilvísan í lög um opinber innkaup frá 2016. Lögin eru skýr um þetta efni: Sértæk þjónusta sjúkraþjálfara við sjúklinga er útboðsskyld. Það er sama hversu réttmæt eða ógeðfelld okkur þykir sú ráðstöfun að bjóða út þjónustu við sjúklinga á þessum örlitla heilbrigðismarkaði , við verðum að una því að sinni. Sjúkraþjálfarar vilja eiga gott samstarf við Sjúkratryggingar Íslands og önnur yfirvöld um það hvernig staðið verður að þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfunarfyrirtækja við sjúklinga. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að útboði á þjónustunni. Okkar óskir eru einfaldar: Við þurfum að fresta útboðinu. Það er ekki forsvaranlegt að umbylta starfsumhverfi sjúkraþjálfara, ætla starfsstéttinni að endurskipuleggja alla sína starfsemi, á aðeins fáeinum vikum. Sjúkratryggingar Íslands tilkynntu seint í ágúst að útboðið færi fram og einhliða framlengdur starfssamningur við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara rynni út í lok þessa mánaðar. Svo stuttur fyrirvari dugar ekki. Rétt er að gildandi lög hafa legið fyrir frá 2016, en það varð ekki ljóst fyrr en nýverið hvernig þeim á að framfylgja. Fjölmargt þarf að skýra betur. Útboðsgögnin þarf að bæta og til þess þarf að fá sjúkraþjálfara að borðinu, þá sem þekkja starfsemina og það sem taka verður með í reikninginn. Ég nefni nokkur atriði: Taka verður tillit til menntunar, reynslu og sérhæfingar sjúkraþjálfara, líka mismunandi húsnæðiskostnaðar stofanna, sem starfa í ólíkum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa sjúkraþjálfarar áhyggjur af því hvernig tryggja eigi öllum sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu í nýju samkeppnisumhverfi. Er ekki skynsamlegt að hinkra með útboð þar til fyrir liggur hver stefna ríkisins er í endurhæfingarmálum - að útboð miðist við markaða stefnu? Skýrsla um stefnumótun í endurhæfingu er væntanleg í mars á komandi ári. Þó fullyrt sé að þar sé ekki fjallað um greiðsluþátttöku eða rekstrarform , þá er ómögulegt að horfa framhjá þeim þáttum þegar um er að ræða forgangsröðun í útboði. Hvaða þjónustu ríkið ætlar að kaupa hlýtur að taka mið af stefnu heilbrigðisyfirvalda í endurhæfingarmálum. Sjúkraþjálfarar hafa skiljanlegar áhyggjur af því að útboðið sé ekki nógu vel undirbúið og grundað. Allir þurfa meiri tíma. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra, sjúklinga, sjúkraþjálfara og yfirvalda að þessi viðamikla breyting á kerfi sjúkraþjálfunar gangi vel og verði til heilla.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Töluverð umræða hefur orðið vegna þeirrar ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands að bjóða út þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu, með tilvísan í lög um opinber innkaup frá 2016. Lögin eru skýr um þetta efni: Sértæk þjónusta sjúkraþjálfara við sjúklinga er útboðsskyld. Það er sama hversu réttmæt eða ógeðfelld okkur þykir sú ráðstöfun að bjóða út þjónustu við sjúklinga á þessum örlitla heilbrigðismarkaði , við verðum að una því að sinni. Sjúkraþjálfarar vilja eiga gott samstarf við Sjúkratryggingar Íslands og önnur yfirvöld um það hvernig staðið verður að þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfunarfyrirtækja við sjúklinga. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að útboði á þjónustunni. Okkar óskir eru einfaldar: Við þurfum að fresta útboðinu. Það er ekki forsvaranlegt að umbylta starfsumhverfi sjúkraþjálfara, ætla starfsstéttinni að endurskipuleggja alla sína starfsemi, á aðeins fáeinum vikum. Sjúkratryggingar Íslands tilkynntu seint í ágúst að útboðið færi fram og einhliða framlengdur starfssamningur við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara rynni út í lok þessa mánaðar. Svo stuttur fyrirvari dugar ekki. Rétt er að gildandi lög hafa legið fyrir frá 2016, en það varð ekki ljóst fyrr en nýverið hvernig þeim á að framfylgja. Fjölmargt þarf að skýra betur. Útboðsgögnin þarf að bæta og til þess þarf að fá sjúkraþjálfara að borðinu, þá sem þekkja starfsemina og það sem taka verður með í reikninginn. Ég nefni nokkur atriði: Taka verður tillit til menntunar, reynslu og sérhæfingar sjúkraþjálfara, líka mismunandi húsnæðiskostnaðar stofanna, sem starfa í ólíkum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa sjúkraþjálfarar áhyggjur af því hvernig tryggja eigi öllum sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu í nýju samkeppnisumhverfi. Er ekki skynsamlegt að hinkra með útboð þar til fyrir liggur hver stefna ríkisins er í endurhæfingarmálum - að útboð miðist við markaða stefnu? Skýrsla um stefnumótun í endurhæfingu er væntanleg í mars á komandi ári. Þó fullyrt sé að þar sé ekki fjallað um greiðsluþátttöku eða rekstrarform , þá er ómögulegt að horfa framhjá þeim þáttum þegar um er að ræða forgangsröðun í útboði. Hvaða þjónustu ríkið ætlar að kaupa hlýtur að taka mið af stefnu heilbrigðisyfirvalda í endurhæfingarmálum. Sjúkraþjálfarar hafa skiljanlegar áhyggjur af því að útboðið sé ekki nógu vel undirbúið og grundað. Allir þurfa meiri tíma. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra, sjúklinga, sjúkraþjálfara og yfirvalda að þessi viðamikla breyting á kerfi sjúkraþjálfunar gangi vel og verði til heilla.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun