Fjárfest í hagvexti framtíðar Sigurður Hannesson skrifar 11. september 2019 07:00 Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið kynnt og kennir þar ýmissa grasa. Margt er þar jákvætt en annað sem betur mætti fara eins og gengur. Eftir langt hagvaxtarskeið hefur hagkerfið kólnað og þá reynir á hagstjórn. Í þeirri stöðu er ánægjulegt að sjá ríkið fjárfesta í hagvexti framtíðar á næsta ári með áherslu á menntun, nýsköpun og samgönguinnviði. Ríkisfjármálin verða í jafnvægi þó líklega hefði verið rétt að reka ríkissjóð með halla og fjárfesta enn frekar í hagvexti framtíðar. Verðmætasköpun hagkerfisins er drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Það hlýtur að vera markmið allra að efnahagsleg velmegun íbúa hér á landi sé mikil, að Ísland sé eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar og að landið sé vel tengt við umheiminn í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti. Til þess þarf öflugt atvinnulíf og fjárfestingu ríkis í menntun, nýsköpun og innviðum.Sókn í menntamálum Íslensk iðnfyrirtæki skapa um fjórðung landsframleiðslunnar og 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Mannauður iðnfyrirtækja er ein af forsendum þessarar verðmætasköpunar en í íslenskum iðnaði starfa um 40 þúsund manns sem er um eitt af hverjum fimm störfum í hagkerfinu. Í ljósi þessa eru umbætur í menntamálum brýnar. Áhersla menntamálaráðherra á starfsnám er því kærkomin enda sárvantar iðnmenntað fólk á íslenskan vinnumarkað. Framlög til framhaldsskólastigsins eru aukin og verða um 36 milljarðar með áherslu á starfsnám. Háskólar fá aukið fjármagn og verður að vona að þeir forgangsraði þeim fjármunum til kennslu og rannsókna í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði.Mikil aukning í nýsköpun Samtök iðnaðarins vilja að umgjörð og hvatar til nýsköpunar séu með því besta sem þekkist í heiminum. Samtökin vilja að framboð af sérfræðingum í hátækni- og hálaunastörf mæti eftirspurn og íslensk fyrirtæki sjái hag sínum best borgið með því að stunda rannsóknir og þróun hér á landi, enda séu aðstæður og skattalegir hvatar með því sem best gerist. Það er því fagnaðarefni að í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár séu framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aukin um 11% á milli ára. Það er hlutfallslega mesta raunaukningin í útgjöldum allra málefnasviða á milli ára.Betri samgönguinnviðir Of litlu hefur verið varið til samgönguinnviða á síðastliðnum árum og er svo komið að þörfin fyrir nýfjárfestingar og viðhald hefur verið metin á 280 milljarða króna. Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkomnu frumvarpi til fjárlaga þar sem er rætt um að fjárframlag til málaflokksins verði aukið úr 100 milljörðum í 120 milljarða á árabilinu 2020-2024. Framlög ríkisins til málaflokksins á þessu tímabili mæta því einungis 43% af þörf. Traustir og öflugir samgönguinnviðir leggja grunn að verðmætasköpun í samfélaginu. Lykilútflutningsgreinar eins og iðnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta reiða sig á innviði landsins til að afla þjóðarbúinu tekna. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni samkeppnishæfni þjóðarbúsins, aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Arðsemi innviðafjárfestinga fyrir samfélagið getur verið mjög mikil ef rétt er á haldið. Ríkisstjórn sem hefur mikilvægi innviða að leiðarljósi er líkleg til að tryggja samkeppnishæft atvinnulíf og góð efnahagsleg lífskjör. Með auknum fjárframlögum til þessara þriggja mikilvægu málaflokka, innviða, menntunar og nýsköpunar, eru byggðar sterkari stoðir fyrir verðmætasköpun og fjárfest í hagvexti framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sigurður Hannesson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið kynnt og kennir þar ýmissa grasa. Margt er þar jákvætt en annað sem betur mætti fara eins og gengur. Eftir langt hagvaxtarskeið hefur hagkerfið kólnað og þá reynir á hagstjórn. Í þeirri stöðu er ánægjulegt að sjá ríkið fjárfesta í hagvexti framtíðar á næsta ári með áherslu á menntun, nýsköpun og samgönguinnviði. Ríkisfjármálin verða í jafnvægi þó líklega hefði verið rétt að reka ríkissjóð með halla og fjárfesta enn frekar í hagvexti framtíðar. Verðmætasköpun hagkerfisins er drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Það hlýtur að vera markmið allra að efnahagsleg velmegun íbúa hér á landi sé mikil, að Ísland sé eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar og að landið sé vel tengt við umheiminn í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti. Til þess þarf öflugt atvinnulíf og fjárfestingu ríkis í menntun, nýsköpun og innviðum.Sókn í menntamálum Íslensk iðnfyrirtæki skapa um fjórðung landsframleiðslunnar og 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Mannauður iðnfyrirtækja er ein af forsendum þessarar verðmætasköpunar en í íslenskum iðnaði starfa um 40 þúsund manns sem er um eitt af hverjum fimm störfum í hagkerfinu. Í ljósi þessa eru umbætur í menntamálum brýnar. Áhersla menntamálaráðherra á starfsnám er því kærkomin enda sárvantar iðnmenntað fólk á íslenskan vinnumarkað. Framlög til framhaldsskólastigsins eru aukin og verða um 36 milljarðar með áherslu á starfsnám. Háskólar fá aukið fjármagn og verður að vona að þeir forgangsraði þeim fjármunum til kennslu og rannsókna í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði.Mikil aukning í nýsköpun Samtök iðnaðarins vilja að umgjörð og hvatar til nýsköpunar séu með því besta sem þekkist í heiminum. Samtökin vilja að framboð af sérfræðingum í hátækni- og hálaunastörf mæti eftirspurn og íslensk fyrirtæki sjái hag sínum best borgið með því að stunda rannsóknir og þróun hér á landi, enda séu aðstæður og skattalegir hvatar með því sem best gerist. Það er því fagnaðarefni að í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár séu framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aukin um 11% á milli ára. Það er hlutfallslega mesta raunaukningin í útgjöldum allra málefnasviða á milli ára.Betri samgönguinnviðir Of litlu hefur verið varið til samgönguinnviða á síðastliðnum árum og er svo komið að þörfin fyrir nýfjárfestingar og viðhald hefur verið metin á 280 milljarða króna. Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkomnu frumvarpi til fjárlaga þar sem er rætt um að fjárframlag til málaflokksins verði aukið úr 100 milljörðum í 120 milljarða á árabilinu 2020-2024. Framlög ríkisins til málaflokksins á þessu tímabili mæta því einungis 43% af þörf. Traustir og öflugir samgönguinnviðir leggja grunn að verðmætasköpun í samfélaginu. Lykilútflutningsgreinar eins og iðnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta reiða sig á innviði landsins til að afla þjóðarbúinu tekna. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni samkeppnishæfni þjóðarbúsins, aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Arðsemi innviðafjárfestinga fyrir samfélagið getur verið mjög mikil ef rétt er á haldið. Ríkisstjórn sem hefur mikilvægi innviða að leiðarljósi er líkleg til að tryggja samkeppnishæft atvinnulíf og góð efnahagsleg lífskjör. Með auknum fjárframlögum til þessara þriggja mikilvægu málaflokka, innviða, menntunar og nýsköpunar, eru byggðar sterkari stoðir fyrir verðmætasköpun og fjárfest í hagvexti framtíðarinnar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun