Tökum ákvarðanir fyrir fjöldann – ekki fáa Drífa Snædal skrifar 27. september 2019 12:48 Eftir að hafa greitt fráfarandi bankastjóra Aríon 150 milljónir í starfslokasamning sagði bankinn 100 starfsmönnum upp störfum í gær. Viðbrögð fjármálakerfisins er að fara fram á skattalækkun á bankana. Þetta eru undarleg viðbrögð svo ekki sé meira sagt, svo ekki sé talað um skort á margumtalaðri samfélagsábyrgð stórfyrirtækja. Í mínum huga felst samfélagsábyrgð í því að taka ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar en ekki fárra einstaklinga. Að lækka bankaskattinn þýðir minni tekjur í ríkissjóð sem þýðir minna úr að spila til að halda uppi velferð allra. Þetta gengur þvert á þá áherslu vinnandi fólks að fyrirtæki og einstaklingar sem eru aflögufærir greiði meira til samfélagsins en aðrir minna. Það er sérstaklega kaldhæðnislegt að fara fram á lækkun bankaskattsins þegar við sjáum merki þess að atvinnulausum fjölgar – meðal annars fyrir tilstilli bankanna. Eitt það besta sem hægt er að gera þegar atvinnulausu fólki fjölgar er að efla fullorðinsfræðslu, gefa fólki tækifæri til að menntast og fræðast til að auka færni sína og möguleika á vinnumarkaði. Í fjárlögum er ekki aukið í fullorðinsfræðslu heldur þvert á móti. Það væri nær að veita hluta af bankaskatti í aukna fræðslu, svo ekki sé talað um atvinnuleysisbætur, í stað þess að lækka hann. Þá hnaut ég um að ríkið ætlaði að selja Keldnaland til að fjármagna samgönguumbætur. Það má hins vegar ekki missa sjónar á því að ríkið leggur til Keldnaland einmitt til að leysa úr húsnæðisvanda með því að byggja hagkvæmara en við höfum gert. Það er aðalmarkmiðið enda er húsnæðiskostnaður það sem hefur afdrifaríkustu áhrifin á afkomu fólks, ekki til að vera tekjulind fyrir ríkið á kostnað hærri leigu eða húsnæðiskostnaðar. Tökum ákvarðanir fyrir fjöldann, ekki fáa. Góðar kveðjur frá þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum í Fnjóskadal, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa greitt fráfarandi bankastjóra Aríon 150 milljónir í starfslokasamning sagði bankinn 100 starfsmönnum upp störfum í gær. Viðbrögð fjármálakerfisins er að fara fram á skattalækkun á bankana. Þetta eru undarleg viðbrögð svo ekki sé meira sagt, svo ekki sé talað um skort á margumtalaðri samfélagsábyrgð stórfyrirtækja. Í mínum huga felst samfélagsábyrgð í því að taka ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar en ekki fárra einstaklinga. Að lækka bankaskattinn þýðir minni tekjur í ríkissjóð sem þýðir minna úr að spila til að halda uppi velferð allra. Þetta gengur þvert á þá áherslu vinnandi fólks að fyrirtæki og einstaklingar sem eru aflögufærir greiði meira til samfélagsins en aðrir minna. Það er sérstaklega kaldhæðnislegt að fara fram á lækkun bankaskattsins þegar við sjáum merki þess að atvinnulausum fjölgar – meðal annars fyrir tilstilli bankanna. Eitt það besta sem hægt er að gera þegar atvinnulausu fólki fjölgar er að efla fullorðinsfræðslu, gefa fólki tækifæri til að menntast og fræðast til að auka færni sína og möguleika á vinnumarkaði. Í fjárlögum er ekki aukið í fullorðinsfræðslu heldur þvert á móti. Það væri nær að veita hluta af bankaskatti í aukna fræðslu, svo ekki sé talað um atvinnuleysisbætur, í stað þess að lækka hann. Þá hnaut ég um að ríkið ætlaði að selja Keldnaland til að fjármagna samgönguumbætur. Það má hins vegar ekki missa sjónar á því að ríkið leggur til Keldnaland einmitt til að leysa úr húsnæðisvanda með því að byggja hagkvæmara en við höfum gert. Það er aðalmarkmiðið enda er húsnæðiskostnaður það sem hefur afdrifaríkustu áhrifin á afkomu fólks, ekki til að vera tekjulind fyrir ríkið á kostnað hærri leigu eða húsnæðiskostnaðar. Tökum ákvarðanir fyrir fjöldann, ekki fáa. Góðar kveðjur frá þingi Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum í Fnjóskadal, Drífa.Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar