Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2019 21:33 Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall. Vísir/Vilhelm Októberfest, starfsmannagleði hjá Arion banka sem átti að halda á morgun, hefur verið blásin af eftir að 102 starfsmönnum bankans var sagt upp störfum í dag. Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Starfsfólk sem fréttastofa náði tali af í dag lýsti ástandinu í höfuðstöðvum bankans sem skelfilegu en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem misstu vinnuna starfa þar.Sjá einnig: Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Sigurgeir Sigurpálsson, meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélags Arion banka, staðfestir í samtali við Vísi að eftir að fregnir bárust af uppsögnunum hefði verið ákveðið að fresta árlegri Októberfest bankans sem halda átti á morgun. Ekkert vit hafi verið í því að halda veislunni til streitu í því andrúmslofti sem nú ríkir á vinnustaðnum. „Það byrjaði fljótlega umræða um að það væri Októberfest á morgun og maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta.“ Sigurgeir segir að viðburðurinn hafi verið skipulagður langt fram í tímann og vitanlega ekki fyrirséð að uppsagnirnar myndi bera upp daginn áður. Þannig hafi verið búið að panta veitingar og bóka skemmtikrafta en þegar uppsagnirnar hófust var nær strax ráðist í afbókanir. Starfsmenn voru um leið látnir vita að ekkert yrði af veislunni í ljósi uppsagnanna. Þá vonast Sigurgeir til að starfsmenn geti glaðst saman seinna í vetur, undir öðrum formerkjum en Októberfest, þegar þeir hafa fengið tíma til að jafna sig. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. 26. september 2019 19:26 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Októberfest, starfsmannagleði hjá Arion banka sem átti að halda á morgun, hefur verið blásin af eftir að 102 starfsmönnum bankans var sagt upp störfum í dag. Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. Starfsfólk sem fréttastofa náði tali af í dag lýsti ástandinu í höfuðstöðvum bankans sem skelfilegu en meirihluti þeirra hundrað starfsmanna sem misstu vinnuna starfa þar.Sjá einnig: Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Sigurgeir Sigurpálsson, meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélags Arion banka, staðfestir í samtali við Vísi að eftir að fregnir bárust af uppsögnunum hefði verið ákveðið að fresta árlegri Októberfest bankans sem halda átti á morgun. Ekkert vit hafi verið í því að halda veislunni til streitu í því andrúmslofti sem nú ríkir á vinnustaðnum. „Það byrjaði fljótlega umræða um að það væri Októberfest á morgun og maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta.“ Sigurgeir segir að viðburðurinn hafi verið skipulagður langt fram í tímann og vitanlega ekki fyrirséð að uppsagnirnar myndi bera upp daginn áður. Þannig hafi verið búið að panta veitingar og bóka skemmtikrafta en þegar uppsagnirnar hófust var nær strax ráðist í afbókanir. Starfsmenn voru um leið látnir vita að ekkert yrði af veislunni í ljósi uppsagnanna. Þá vonast Sigurgeir til að starfsmenn geti glaðst saman seinna í vetur, undir öðrum formerkjum en Októberfest, þegar þeir hafa fengið tíma til að jafna sig.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. 26. september 2019 19:26 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. 26. september 2019 19:26