Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. september 2019 18:45 Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift úr símtali Donalds Trumps forseta og Volodímírs Selenskíj Úkraínuforseta þar sem Trump bað Úkraínumanninn að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Demókratar segja beiðnina skýrt dæmi um embættisbrot en Trump segir símtalið saklaust. Uppskriftin var birt eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að ónefndur uppljóstrari kvartaði yfir því sem bandaríski forsetinn sagði í símann. Miðlar höfðu eftir heimildarmönnum að Trump hafi lofað Selenskíj einhverju gegn því að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden, fyrir Burisma Holdings, úkraínskt orkufyrirtæki. Var loforðið svo sett í samhengi við fregnir um að Trump hafi fryst nærri hundraða milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu.Selenskíj tók vel í beiðnina Ekki má sjá Trump beinlínis gefa neitt loforð í uppskriftinni af símtalinu en vert er að nefna að ekki er um orðrétta uppskrift að ræða heldur byggir skjalið á minni og glósum viðstaddra. Þá er vert að taka fram að Trump sagði sjálfur á mánudag, aðspurður um hvort hann hafi sett rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir aðstoð, að það væri mikilvægt að ríki sem Bandaríkin styðja séu heiðarleg og óspillt. Í skjalinu stendur að Trump hafi í beinu framhaldi af umræðum um aðstoð við Úkraínu minnst á að Biden og sonur hans hafi stöðvað rannsókn úkraínsks saksóknara og bað Trump Selenskíj um að skoða málið. Selenskíj svaraði játandi og sagði að næsti ríkissaksóknari verði alfarið á hans bandi. Sá muni skoða málið sem og fyrirtækið Crowdstrike. Trump bað einnig um skoðun á Crowdstrike en fyrirtæki undir því nafni gerði greiningu á tölvuárás á miðstjórn Demókrataflokksins og komst að þeirri niðurstöðu að hópar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi staðið að árásinni. Órökstuddar ásakanir Mál Hunters Biden, sem Trump vísar til og átti sér stað þegar Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna, snýst um að Viktor Shokin, þáverandi ríkissaksóknari, sagðist ætla að hefja rannsókn á meintri spillingu eigenda Burisma Holdings í febrúar 2015. Varaforsetinn var svo staddur í Kænugarði árið 2016 þar sem hann átti að tilkynna um milljarðs dala lán til Úkraínu. Hann sagði söguna af samskiptum sínum þar á málþingi á vegum hugveitunnar Council of Foreign Relations í fyrra. Sagði að hann hafi tjáð Úkraínumönnum að lánið yrði ekki veitt nema saksóknarinn yrði rekinn. Vítalíj Kasko, fyrrverandi aðstoðarmaður saksóknarans Shokin, sagði svo frá því í maí síðastliðnum að afarkostir Bidens hafi ekki snúist um rannsóknina á Burisma Holdings. Sú rannsókn hafi verið lögð á hilluna árið 2015. Shokin hafi einfaldlega verið of linur í spillingarmálum. Sú var einnig skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er vert að taka fram að Joe Biden sagðist hafa sagt í Kænugarði að það væru skilaboð Baracks Obama að reka þyrfti Shokin. Rannsaka meint embættisbrot Úkraínumálið á nú hug og hjörtu þingmanna. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun lekamannsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Í kjölfarið er mögulegt að fulltrúadeildin ákæri Trump til embættismissis. Öldungadeildin myndi þá dæma í málinu en nær óhugsandi er að Trump verði sakfelldur enda þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að styðja sakfellingu og eru Demókratar þar í minnihluta. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift úr símtali Donalds Trumps forseta og Volodímírs Selenskíj Úkraínuforseta þar sem Trump bað Úkraínumanninn að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Demókratar segja beiðnina skýrt dæmi um embættisbrot en Trump segir símtalið saklaust. Uppskriftin var birt eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að ónefndur uppljóstrari kvartaði yfir því sem bandaríski forsetinn sagði í símann. Miðlar höfðu eftir heimildarmönnum að Trump hafi lofað Selenskíj einhverju gegn því að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden, fyrir Burisma Holdings, úkraínskt orkufyrirtæki. Var loforðið svo sett í samhengi við fregnir um að Trump hafi fryst nærri hundraða milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu.Selenskíj tók vel í beiðnina Ekki má sjá Trump beinlínis gefa neitt loforð í uppskriftinni af símtalinu en vert er að nefna að ekki er um orðrétta uppskrift að ræða heldur byggir skjalið á minni og glósum viðstaddra. Þá er vert að taka fram að Trump sagði sjálfur á mánudag, aðspurður um hvort hann hafi sett rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir aðstoð, að það væri mikilvægt að ríki sem Bandaríkin styðja séu heiðarleg og óspillt. Í skjalinu stendur að Trump hafi í beinu framhaldi af umræðum um aðstoð við Úkraínu minnst á að Biden og sonur hans hafi stöðvað rannsókn úkraínsks saksóknara og bað Trump Selenskíj um að skoða málið. Selenskíj svaraði játandi og sagði að næsti ríkissaksóknari verði alfarið á hans bandi. Sá muni skoða málið sem og fyrirtækið Crowdstrike. Trump bað einnig um skoðun á Crowdstrike en fyrirtæki undir því nafni gerði greiningu á tölvuárás á miðstjórn Demókrataflokksins og komst að þeirri niðurstöðu að hópar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi staðið að árásinni. Órökstuddar ásakanir Mál Hunters Biden, sem Trump vísar til og átti sér stað þegar Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna, snýst um að Viktor Shokin, þáverandi ríkissaksóknari, sagðist ætla að hefja rannsókn á meintri spillingu eigenda Burisma Holdings í febrúar 2015. Varaforsetinn var svo staddur í Kænugarði árið 2016 þar sem hann átti að tilkynna um milljarðs dala lán til Úkraínu. Hann sagði söguna af samskiptum sínum þar á málþingi á vegum hugveitunnar Council of Foreign Relations í fyrra. Sagði að hann hafi tjáð Úkraínumönnum að lánið yrði ekki veitt nema saksóknarinn yrði rekinn. Vítalíj Kasko, fyrrverandi aðstoðarmaður saksóknarans Shokin, sagði svo frá því í maí síðastliðnum að afarkostir Bidens hafi ekki snúist um rannsóknina á Burisma Holdings. Sú rannsókn hafi verið lögð á hilluna árið 2015. Shokin hafi einfaldlega verið of linur í spillingarmálum. Sú var einnig skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er vert að taka fram að Joe Biden sagðist hafa sagt í Kænugarði að það væru skilaboð Baracks Obama að reka þyrfti Shokin. Rannsaka meint embættisbrot Úkraínumálið á nú hug og hjörtu þingmanna. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun lekamannsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Í kjölfarið er mögulegt að fulltrúadeildin ákæri Trump til embættismissis. Öldungadeildin myndi þá dæma í málinu en nær óhugsandi er að Trump verði sakfelldur enda þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að styðja sakfellingu og eru Demókratar þar í minnihluta.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33