FBI segir Samuel Little skæðasta raðmorðingja í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2019 22:30 Samuel Little hefur margsinnis verið handtekinn en var ekki dæmdur fyrir morð fyrr en seint og um síðir. Vísir/FBI Raðmorðinginn Samuel Little er nú opinberlega skæðasti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Hann afplánar lífstíðardóm í Texas fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Að undanförnu hefur hann reynst samstarfsfús og hefur það verið rakið til slæmrar heilsu hans. Little heldur því fram að hann hafi kyrkt 93 aðila víðsvegar um Bandaríkin á milli 1970 og 2005. Hann hefur setið inni frá 2012. Fórnarlömb Little voru að mestu konur og þá konur sem voru á jöðrum samfélagsins, ef svo má að orði komast. Vændiskonur, fíklar og flökkufólk. Hans helsta aðferð var að slá konurnar niður og kyrkja þær. Á sínum tíma voru mörg af fórnarlömbum Little talin hafa dáið vegna ofneyslu fíkniefna. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem fram kemur að sérfræðingar stofnunarinnar telja játningar Little trúverðugar og að búið sé að staðfesta 50 þeirra. Með yfirlýsingunni fylgja umfangsmiklar upplýsingar um fimm morð sem Little hefur játað og leitar FBI aðstoðar almennings varðandi þau mál.Stofnunin hefur einnig birt myndbönd þar sem Little ræðir hvert morðanna fimm fyrir sig. Einnig fylgja teikningar af mörgum fórnarlamba hans, sem ekki er búið að bera kennsl á en Little teiknaði þær sjálfur eftir minni.Hér má sjá tímalínu af handtökumyndum Samuel Little.Vísir/FBISamkvæmt AP fréttaveitunni vinna starfsmenn fjölda löggæslustofnanna í Bandaríkjunum að því að sannreyna játningar Little. Í ágúst játaði hann fyrir dómi að hafa myrt fjórar konur í Ohio og í fyrra játaði hann eitt morð í Texas. Knoxville News Sentinel sagði frá því í desember að morð frá 1975 hafi verið tengt Little. Little sjálfur segir konuna sem hann myrti hafa heitið Martha og að honum hafi líkað vel við hana. Starfsmenn fógetans í Knox-sýslu telja að þar sé um að ræða konu sem bar nafnið Martha Cunningham. Tveir veiðimenn fundu lík hennar í skógi þann 18. janúar 1975 eftir að hún hvarf á gamlárskvöld. Hún var marin og höfðu nærföt hennar verið dregin niður að hnjám. Þar að auki fundust veski hennar og skartgripir ekki. Þrátt fyrir þær aðstæður komust lögregluþjónar að þeirri niðurstöðu, innan við degi eftir að hún fannst, að Martha hefði dáið af „náttúrulegum ástæðum“ og í réttarmeinafræðings stóð að ástæða dauða hennar væri óþekkt.Hér að neðan má sjá Little ræða við starfsmann FBI um þau fimm morð sem FBI leitar aðstoðar við að leysa. Bandaríkin Tengdar fréttir Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08 Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Raðmorðinginn Samuel Little er nú opinberlega skæðasti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Hann afplánar lífstíðardóm í Texas fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Að undanförnu hefur hann reynst samstarfsfús og hefur það verið rakið til slæmrar heilsu hans. Little heldur því fram að hann hafi kyrkt 93 aðila víðsvegar um Bandaríkin á milli 1970 og 2005. Hann hefur setið inni frá 2012. Fórnarlömb Little voru að mestu konur og þá konur sem voru á jöðrum samfélagsins, ef svo má að orði komast. Vændiskonur, fíklar og flökkufólk. Hans helsta aðferð var að slá konurnar niður og kyrkja þær. Á sínum tíma voru mörg af fórnarlömbum Little talin hafa dáið vegna ofneyslu fíkniefna. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem fram kemur að sérfræðingar stofnunarinnar telja játningar Little trúverðugar og að búið sé að staðfesta 50 þeirra. Með yfirlýsingunni fylgja umfangsmiklar upplýsingar um fimm morð sem Little hefur játað og leitar FBI aðstoðar almennings varðandi þau mál.Stofnunin hefur einnig birt myndbönd þar sem Little ræðir hvert morðanna fimm fyrir sig. Einnig fylgja teikningar af mörgum fórnarlamba hans, sem ekki er búið að bera kennsl á en Little teiknaði þær sjálfur eftir minni.Hér má sjá tímalínu af handtökumyndum Samuel Little.Vísir/FBISamkvæmt AP fréttaveitunni vinna starfsmenn fjölda löggæslustofnanna í Bandaríkjunum að því að sannreyna játningar Little. Í ágúst játaði hann fyrir dómi að hafa myrt fjórar konur í Ohio og í fyrra játaði hann eitt morð í Texas. Knoxville News Sentinel sagði frá því í desember að morð frá 1975 hafi verið tengt Little. Little sjálfur segir konuna sem hann myrti hafa heitið Martha og að honum hafi líkað vel við hana. Starfsmenn fógetans í Knox-sýslu telja að þar sé um að ræða konu sem bar nafnið Martha Cunningham. Tveir veiðimenn fundu lík hennar í skógi þann 18. janúar 1975 eftir að hún hvarf á gamlárskvöld. Hún var marin og höfðu nærföt hennar verið dregin niður að hnjám. Þar að auki fundust veski hennar og skartgripir ekki. Þrátt fyrir þær aðstæður komust lögregluþjónar að þeirri niðurstöðu, innan við degi eftir að hún fannst, að Martha hefði dáið af „náttúrulegum ástæðum“ og í réttarmeinafræðings stóð að ástæða dauða hennar væri óþekkt.Hér að neðan má sjá Little ræða við starfsmann FBI um þau fimm morð sem FBI leitar aðstoðar við að leysa.
Bandaríkin Tengdar fréttir Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08 Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08
Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49