Færri tækifæri fyrir háskólamenntaða Þorsteinn Víglundsson skrifar 7. október 2019 11:13 Fátt finnst mér mikilvægara fyrir dætur mínar en að þær afli sér góðrar menntunar. Góð menntun mun opna fyrir þeim fjölmörg skemmtileg tækifæri og vonandi tryggja þeim sem best lífskjör til framtíðar. Framtíð barna okkar er auðvitað það sem skiptir okkur mestu máli. Að þau njóti allra þeirra tækifæra sem þau eiga skilið. Þar eru hins vegar ákveðnar blikur á lofti. Það er ekki sjálfgefið að þeirra kynslóð geti gengið að því sem vísu að þau muni búa við betri kjör eða lífsskilyrði en kynslóðirnar sem á undan hafa gengið. Okkur er tamt að tala um menntunarstig þjóðar í samhengi við samkeppnishæfni okkar og framtíðartækifæri þjóðar og fylgjumst grannt með alls konar tölfræði og samanburði við aðrar þjóðir. Menntun er hins vegar auðvitað dýrmætust þeim sem hennar afla sér enda fátt sem hefur meiri áhrif á tækifæri viðkomandi til framtíðar, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Fyrir þjóð sem leggur metnað sinn í hátt menntastig er því ekki síður mikilvægt að skapa tækifæri fyrir vel menntað fólk hér heima fyrir því þar stöndum við í alþjóðlegri samkeppni um hæft og gott fólk. Og þar er kannski ástæða fyrir okkur Íslendinga að hafa áhyggjur. Á rúmum áratug hefur hlutfall þeirra Íslendinga sem lokið hafa háskólamenntun hækkað verulega, farið úr liðlega 31% árið 2008 í tæp 44% á síðasta ári, en á sama tíma hefur atvinnutækifærum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði fækkað.Störfum sem krefjast hás menntastigs fækkar Þegar rýnt er í tölur um þróun íslensks vinnumarkaðar frá 2008 má sjá að störfum hefur fjölgað um 22 þúsund. Það er ánægjulegt og endurspeglar hversu vel okkur hefur gengið að vinna okkur út úr efnahagshruninu. Það er hins vegar meira áhyggjuefni þegar horft er til þess hvar þessi störf hafa orðið til. Í stuttu máli hafa þau orðið til hjá hinu opinbera (tæplega 9 þúsund) og í ferðaþjónustu (rúmlega fjórtán þúsund). Á hinum almenna vinnumarkaði hefur störfum fækkað um liðlega þúsund ef ferðaþjónustan er undanskilin. Ef betur er að gáð sést líka að störfum á hinum almenna vinnumarkaði sem krefjast hás menntastigs hefur fækkað. Munar þar mestu um nærri þrjú þúsund störf sem hafa tapast í fjármálaþjónustu en hátæknistörfum og vísindum hefur einnig fækkað. Samtals starfa um 30 þúsund manns í þessum atvinnugreinum og hefur samtals fækkað um 2.300 frá því í júlí 2008. Sem hlutfall af vinnumarkaði hefur þekkingargeiri hins almenna vinnumarkaðar farið úr tæpum 18% í tæp 15% á röskum áratug. Hér skal ekki lítið gert úr störfum innan hins opinbera sem krefjast hás menntastigs og rétt að halda því til haga að störfum í greinum á borð við mennta- og heilbrigðiskerfi hefur fjölgað á þessu tímabili.Óviðunandi rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að þróunin á hinum almenna vinnumarkaði sé eins og raun ber vitni. Það skortir ekki á frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Hér hafa orðið til fjölmörg spennandi fyrirtæki á undanförnum árum og skemmst að minnast mikillar nýsköpunarbylgju sem kom strax í kjölfar hrunsins. En staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir það eru tækni- og sprotafyrirtæki ekki að skjóta rótum hér á landi. Tölurnar hér að ofan um fjölda starfa í atvinnugreininni sýna það svart á hvítu. Spennandi fyrirtæki sem sprottið hafa hér upp á undanförnum árum og náð að komast á legg hafa í stórum stíl flutt megin þunga starfsemi sinnar úr landi. Fjölmörg önnur hafa aldrei náð svo langt. Rekstrarumhverfi þekkingarfyrirtækja er augljóslega ekki til þess fallið og þegar leitað er skýringa hjá forsvarsmönnum þessara fyrirtækja er bent á þann óstöðugleika og háa vaxtastig sem fylgir íslensku krónunni. Núverandi ríkisstjórn talar mjög fallega um mikilvægi nýsköpunar. Margt ágætt hefur líka verið gert. Aukið hefur verið við endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, sem er vel. Það er hins vegar einföld staðreynd að ríkið getur ekki bætt ósamkeppnishæft rekstrarumhverfi með niðurgreiðslum. Það verður að ráðast að rót vandans. Endurteknar yfirlýsingar um mikilvægi nýsköpunar eru innantómar ef ríkisstjórnin ætlar áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann. Neita að horfast í augu við þann mikla fórnarkostnað sem fylgir blessuðum gjaldmiðlinum okkar. Fórnarkostnaður sem, þegar öllu er á botninn hvolft, felur í sér færri tækifæri fyrir komandi kynslóðir hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tækni Vinnumarkaður Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt finnst mér mikilvægara fyrir dætur mínar en að þær afli sér góðrar menntunar. Góð menntun mun opna fyrir þeim fjölmörg skemmtileg tækifæri og vonandi tryggja þeim sem best lífskjör til framtíðar. Framtíð barna okkar er auðvitað það sem skiptir okkur mestu máli. Að þau njóti allra þeirra tækifæra sem þau eiga skilið. Þar eru hins vegar ákveðnar blikur á lofti. Það er ekki sjálfgefið að þeirra kynslóð geti gengið að því sem vísu að þau muni búa við betri kjör eða lífsskilyrði en kynslóðirnar sem á undan hafa gengið. Okkur er tamt að tala um menntunarstig þjóðar í samhengi við samkeppnishæfni okkar og framtíðartækifæri þjóðar og fylgjumst grannt með alls konar tölfræði og samanburði við aðrar þjóðir. Menntun er hins vegar auðvitað dýrmætust þeim sem hennar afla sér enda fátt sem hefur meiri áhrif á tækifæri viðkomandi til framtíðar, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Fyrir þjóð sem leggur metnað sinn í hátt menntastig er því ekki síður mikilvægt að skapa tækifæri fyrir vel menntað fólk hér heima fyrir því þar stöndum við í alþjóðlegri samkeppni um hæft og gott fólk. Og þar er kannski ástæða fyrir okkur Íslendinga að hafa áhyggjur. Á rúmum áratug hefur hlutfall þeirra Íslendinga sem lokið hafa háskólamenntun hækkað verulega, farið úr liðlega 31% árið 2008 í tæp 44% á síðasta ári, en á sama tíma hefur atvinnutækifærum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði fækkað.Störfum sem krefjast hás menntastigs fækkar Þegar rýnt er í tölur um þróun íslensks vinnumarkaðar frá 2008 má sjá að störfum hefur fjölgað um 22 þúsund. Það er ánægjulegt og endurspeglar hversu vel okkur hefur gengið að vinna okkur út úr efnahagshruninu. Það er hins vegar meira áhyggjuefni þegar horft er til þess hvar þessi störf hafa orðið til. Í stuttu máli hafa þau orðið til hjá hinu opinbera (tæplega 9 þúsund) og í ferðaþjónustu (rúmlega fjórtán þúsund). Á hinum almenna vinnumarkaði hefur störfum fækkað um liðlega þúsund ef ferðaþjónustan er undanskilin. Ef betur er að gáð sést líka að störfum á hinum almenna vinnumarkaði sem krefjast hás menntastigs hefur fækkað. Munar þar mestu um nærri þrjú þúsund störf sem hafa tapast í fjármálaþjónustu en hátæknistörfum og vísindum hefur einnig fækkað. Samtals starfa um 30 þúsund manns í þessum atvinnugreinum og hefur samtals fækkað um 2.300 frá því í júlí 2008. Sem hlutfall af vinnumarkaði hefur þekkingargeiri hins almenna vinnumarkaðar farið úr tæpum 18% í tæp 15% á röskum áratug. Hér skal ekki lítið gert úr störfum innan hins opinbera sem krefjast hás menntastigs og rétt að halda því til haga að störfum í greinum á borð við mennta- og heilbrigðiskerfi hefur fjölgað á þessu tímabili.Óviðunandi rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að þróunin á hinum almenna vinnumarkaði sé eins og raun ber vitni. Það skortir ekki á frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Hér hafa orðið til fjölmörg spennandi fyrirtæki á undanförnum árum og skemmst að minnast mikillar nýsköpunarbylgju sem kom strax í kjölfar hrunsins. En staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir það eru tækni- og sprotafyrirtæki ekki að skjóta rótum hér á landi. Tölurnar hér að ofan um fjölda starfa í atvinnugreininni sýna það svart á hvítu. Spennandi fyrirtæki sem sprottið hafa hér upp á undanförnum árum og náð að komast á legg hafa í stórum stíl flutt megin þunga starfsemi sinnar úr landi. Fjölmörg önnur hafa aldrei náð svo langt. Rekstrarumhverfi þekkingarfyrirtækja er augljóslega ekki til þess fallið og þegar leitað er skýringa hjá forsvarsmönnum þessara fyrirtækja er bent á þann óstöðugleika og háa vaxtastig sem fylgir íslensku krónunni. Núverandi ríkisstjórn talar mjög fallega um mikilvægi nýsköpunar. Margt ágætt hefur líka verið gert. Aukið hefur verið við endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, sem er vel. Það er hins vegar einföld staðreynd að ríkið getur ekki bætt ósamkeppnishæft rekstrarumhverfi með niðurgreiðslum. Það verður að ráðast að rót vandans. Endurteknar yfirlýsingar um mikilvægi nýsköpunar eru innantómar ef ríkisstjórnin ætlar áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann. Neita að horfast í augu við þann mikla fórnarkostnað sem fylgir blessuðum gjaldmiðlinum okkar. Fórnarkostnaður sem, þegar öllu er á botninn hvolft, felur í sér færri tækifæri fyrir komandi kynslóðir hér á landi.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar