Fjárhagsáætlunargerðin og lýðræði sjálfstæðismanna í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. október 2019 12:08 Gerð fjárhagsáætlunar fyrir sveitarfélagið er eitt af stærstu verkefnum bæjarstjórnar Garðabæjar. Í fjárhagsáætlun felast ákvarðanir sem hafa áhrif á alla bæjarbúa með mismunandi hætti. Við í Garðabæjarlistanum hófumst handa í fyrra haust full eftirvæntingar og bjartsýni um að það þætti ekki annað en sjálfsagt að leggja af stað í slíka vinnu með samvinnu allra kjörinna fulltrúa. Þeirra fulltrúa sem bæjarbúar kusu til að fara með hagsmuni sína. Fulltrúar minnihlutans fengu einn fund með fjármálastjóra og bæjarstjóra um fyrirhugaða áætlun. Áætlun sem meirihlutinn var búinn að stilla upp eftir sínu höfði. Því fór sem fór. Við fulltrúar Garðabæjarlistans samþykktum ekki fjárhagsáætlun enda birti hún ekkert af okkar sýn til verkefnanna eða forgangsröðunar fjármuna í þágu íbúa.Nú hefst önnur umferð og við mætum bjartsýn til leiks. Fylgjumst með vinnulagi annarra sveitarfélaga þar sem lögð er sérstök áhersla á samráð og samtal um þá áætlun sem lögð verður fram. Jú, við sjáum glitta í lýðræðið handan við hornið í Garðabænum. Rétt svo. Pínulítið framfara skref frá fyrra fari. Nú verður samráðið með þeim hætti að fundurinn sem náðist í gegn í fyrra verður haldinn fyrr, sem vekur von um að núna verði ekki búið að niðurnjörva alla hluti áður en við fáum að kynna okkur þá. Hitt sem við fögnum hins vegar mjög er að í fyrsta skipti er í ferli þessarar mikilvægu vinnu er staður og stund fyrir pólitíska umræðu inn í nefndum sviðanna um forgangsröðun verkefna. Þótt umræðan komi inn á lokametrum vinnunnar þá fögnum við nýju stefi í vinnulagið. Það er nýtt og fagnaðarefni.Þannig virkar lýðræðið og þannig eflum við ekki síður meðvitund okkar allra á rekstri sveitarfélagsins. Umfangi verkefnanna og þeirrar sýnar sem ákvarðanirnar lýsa. Við höldum af stað borubrött með okkar tillögur í farteskinu, komum þeim inn í umræðuna í bæjarráði og bæjarstjórn næstu vikurnar og virkjum þannig lýðræðið á meðan valið stendur ekki um annað. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Gerð fjárhagsáætlunar fyrir sveitarfélagið er eitt af stærstu verkefnum bæjarstjórnar Garðabæjar. Í fjárhagsáætlun felast ákvarðanir sem hafa áhrif á alla bæjarbúa með mismunandi hætti. Við í Garðabæjarlistanum hófumst handa í fyrra haust full eftirvæntingar og bjartsýni um að það þætti ekki annað en sjálfsagt að leggja af stað í slíka vinnu með samvinnu allra kjörinna fulltrúa. Þeirra fulltrúa sem bæjarbúar kusu til að fara með hagsmuni sína. Fulltrúar minnihlutans fengu einn fund með fjármálastjóra og bæjarstjóra um fyrirhugaða áætlun. Áætlun sem meirihlutinn var búinn að stilla upp eftir sínu höfði. Því fór sem fór. Við fulltrúar Garðabæjarlistans samþykktum ekki fjárhagsáætlun enda birti hún ekkert af okkar sýn til verkefnanna eða forgangsröðunar fjármuna í þágu íbúa.Nú hefst önnur umferð og við mætum bjartsýn til leiks. Fylgjumst með vinnulagi annarra sveitarfélaga þar sem lögð er sérstök áhersla á samráð og samtal um þá áætlun sem lögð verður fram. Jú, við sjáum glitta í lýðræðið handan við hornið í Garðabænum. Rétt svo. Pínulítið framfara skref frá fyrra fari. Nú verður samráðið með þeim hætti að fundurinn sem náðist í gegn í fyrra verður haldinn fyrr, sem vekur von um að núna verði ekki búið að niðurnjörva alla hluti áður en við fáum að kynna okkur þá. Hitt sem við fögnum hins vegar mjög er að í fyrsta skipti er í ferli þessarar mikilvægu vinnu er staður og stund fyrir pólitíska umræðu inn í nefndum sviðanna um forgangsröðun verkefna. Þótt umræðan komi inn á lokametrum vinnunnar þá fögnum við nýju stefi í vinnulagið. Það er nýtt og fagnaðarefni.Þannig virkar lýðræðið og þannig eflum við ekki síður meðvitund okkar allra á rekstri sveitarfélagsins. Umfangi verkefnanna og þeirrar sýnar sem ákvarðanirnar lýsa. Við höldum af stað borubrött með okkar tillögur í farteskinu, komum þeim inn í umræðuna í bæjarráði og bæjarstjórn næstu vikurnar og virkjum þannig lýðræðið á meðan valið stendur ekki um annað. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar