Við þurfum að breyta viðhorfum okkar til neyslu Drífa Snædal skrifar 4. október 2019 15:07 Það var frekar myrk yfirskriftin á málþingi umhverfisnefndar ASÍ í gær: „Engin störf á dauðri jörð“, en tilefni er ærið. Við höfum áratug til að vinda ofan af neyslunni, útblæstrinum og hinum vestræna lífstíl áður en stefnir í óefni. Við þurfum að hafa hraðar hendur. Verkalýðshreyfingin í heiminum verður að leika þar lykilhlutverk. Þær stóru ákvarðanir sem teknar verða mega ekki verða til þess að auka misskiptingu á milli fólks, landsvæða og heimshluta heldur þvert á móti að búa til betri störf og aukin lífsgæði fyrir fjöldann. Sanngjörn umskipti eru hér lykilorð. Vandinn sem við erum í, að þurfa tæpar tvær jarðir til að standa undir núverandi neyslu, setur kastljósið á misskiptingu gæðanna, græðgisvæðingu og kerfi sem elur af sér að mikill vill sífellt meira. Sem betur fer erum við ekki lengur í skotgröfum þeirra sem vilja vernda umhverfið og þeirra sem vilja stóriðju; flestir gera sér grein fyrir að umhverfissjónarmið verða að ráða í ákvörðunum næstu ára og áratuga, í atvinnuuppbyggingu sem öðru. Annað gæti orðið okkur afar dýrkeypt, svo ekki sé talað um þá alþjóðasáttmála sem við höfum undirritað og undirgengist. Málþingið í gær var upphafið að opinni umræðu ASÍ um umhverfismál og er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð sem verkalýðshreyfingin er í. Bæði hér á lanfi og á alþjóðavettvangi. Heimurinn er að breytast og við erum tilbúin til að verja hagsmuni launafólks á þeirri vegferð. Góða helgi, DrífaHöfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Tengdar fréttir Bein útsending: Engin störf á dauðri jörð ASÍ stendur fyrir umhverfisþingi í dag þar sem fjallað verður um áhrif loftslagsbreytinga á vinnumarkaðinn og hvernig verkalýðshreyfingin geti brugðist við. 3. október 2019 08:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var frekar myrk yfirskriftin á málþingi umhverfisnefndar ASÍ í gær: „Engin störf á dauðri jörð“, en tilefni er ærið. Við höfum áratug til að vinda ofan af neyslunni, útblæstrinum og hinum vestræna lífstíl áður en stefnir í óefni. Við þurfum að hafa hraðar hendur. Verkalýðshreyfingin í heiminum verður að leika þar lykilhlutverk. Þær stóru ákvarðanir sem teknar verða mega ekki verða til þess að auka misskiptingu á milli fólks, landsvæða og heimshluta heldur þvert á móti að búa til betri störf og aukin lífsgæði fyrir fjöldann. Sanngjörn umskipti eru hér lykilorð. Vandinn sem við erum í, að þurfa tæpar tvær jarðir til að standa undir núverandi neyslu, setur kastljósið á misskiptingu gæðanna, græðgisvæðingu og kerfi sem elur af sér að mikill vill sífellt meira. Sem betur fer erum við ekki lengur í skotgröfum þeirra sem vilja vernda umhverfið og þeirra sem vilja stóriðju; flestir gera sér grein fyrir að umhverfissjónarmið verða að ráða í ákvörðunum næstu ára og áratuga, í atvinnuuppbyggingu sem öðru. Annað gæti orðið okkur afar dýrkeypt, svo ekki sé talað um þá alþjóðasáttmála sem við höfum undirritað og undirgengist. Málþingið í gær var upphafið að opinni umræðu ASÍ um umhverfismál og er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð sem verkalýðshreyfingin er í. Bæði hér á lanfi og á alþjóðavettvangi. Heimurinn er að breytast og við erum tilbúin til að verja hagsmuni launafólks á þeirri vegferð. Góða helgi, DrífaHöfundur er forseti ASÍ.
Bein útsending: Engin störf á dauðri jörð ASÍ stendur fyrir umhverfisþingi í dag þar sem fjallað verður um áhrif loftslagsbreytinga á vinnumarkaðinn og hvernig verkalýðshreyfingin geti brugðist við. 3. október 2019 08:00
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun