Spá samdrætti í smíði nýrri íbúða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2019 20:58 Samtök iðnaðarins spá samdrætti í smíði nýrra íbúða á næstu misserum en íbúðum á fyrstu byggingastigum hefur fækkað um tæpan fimmtung frá síðustu talningu. Íbúðaverð hefur hins vegar verið nokkuð stöðugt að sögn aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins. Sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir mikla þörf á íbúðum fyrir fyrstu kaupendur. Íbúðamarkaður í niðursveiflu var fyrirsögn erindis Ingólfs Bender, aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga í morgun. Hann segir samdrátt í byggingu húsnæðis á fyrstu stigum. „Rétt um átján prósent samdrátt nú í septembertalningu. Það er umtalsverður viðsnúningur sem er að eiga sér stað þar sem er þá vísbending um það sem koma skal í framboði á nýju íbúðarhúsnæði,“ segir Ingólfur. Á sama tíma hefur kaupsamningum fækkað og fleiri íbúðir seljast undir verði. Hins vegar virðist verð almennt ekki hafa lækkað síðustu mánuði. „Þetta hefur verið nokkuð stöðugt. Raunverðið er reyndar bara rétt við núllið núna. Við höfum ekki séð tólf mánaða hækkun á raunvirði íbúðarhúsnæðis við núllið síðan þessi markaður byrjaði að taka við sér 2010 eða 2011,“ segir Ingólfur.Stöð 2Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri greiningar- og áætlunardeildar Íbúðalánasjóðs, segir enn mikla þörf fyrir hagkvæmari íbúðir fyrir fyrstu kaupendur. „Það hefur töluvert verið byggt undanfarið en við metum það sem svo að það sé ennþá verið að kalla eftir minni og hagkvæmari íbúðum,“ segir hún. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að setja milljarða í uppbyggingu á almennu íbúðarhúsnæði og býst Sigrún við að þörfinni fyrir hagkvæmt húsnæði verði mætt. „Við teljum að þessar aðgerðir verði til þess að auka uppbyggingu á minni og hagkvæmari íbúðum,“ segir hún.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greiningar- og áætlunardeildar Íbúðalánasjóðs.Vísir/Stöð 2 Húsnæðismál Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Samtök iðnaðarins spá samdrætti í smíði nýrra íbúða á næstu misserum en íbúðum á fyrstu byggingastigum hefur fækkað um tæpan fimmtung frá síðustu talningu. Íbúðaverð hefur hins vegar verið nokkuð stöðugt að sögn aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins. Sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir mikla þörf á íbúðum fyrir fyrstu kaupendur. Íbúðamarkaður í niðursveiflu var fyrirsögn erindis Ingólfs Bender, aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga í morgun. Hann segir samdrátt í byggingu húsnæðis á fyrstu stigum. „Rétt um átján prósent samdrátt nú í septembertalningu. Það er umtalsverður viðsnúningur sem er að eiga sér stað þar sem er þá vísbending um það sem koma skal í framboði á nýju íbúðarhúsnæði,“ segir Ingólfur. Á sama tíma hefur kaupsamningum fækkað og fleiri íbúðir seljast undir verði. Hins vegar virðist verð almennt ekki hafa lækkað síðustu mánuði. „Þetta hefur verið nokkuð stöðugt. Raunverðið er reyndar bara rétt við núllið núna. Við höfum ekki séð tólf mánaða hækkun á raunvirði íbúðarhúsnæðis við núllið síðan þessi markaður byrjaði að taka við sér 2010 eða 2011,“ segir Ingólfur.Stöð 2Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri greiningar- og áætlunardeildar Íbúðalánasjóðs, segir enn mikla þörf fyrir hagkvæmari íbúðir fyrir fyrstu kaupendur. „Það hefur töluvert verið byggt undanfarið en við metum það sem svo að það sé ennþá verið að kalla eftir minni og hagkvæmari íbúðum,“ segir hún. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að setja milljarða í uppbyggingu á almennu íbúðarhúsnæði og býst Sigrún við að þörfinni fyrir hagkvæmt húsnæði verði mætt. „Við teljum að þessar aðgerðir verði til þess að auka uppbyggingu á minni og hagkvæmari íbúðum,“ segir hún.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greiningar- og áætlunardeildar Íbúðalánasjóðs.Vísir/Stöð 2
Húsnæðismál Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira