Hringbraut sameinast Fréttablaðinu Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2019 10:00 Helgi Magnússon og Ingibjörg Pálmadóttir sitja tvö í stjórn Torgs. visir/GVA/Vilhelm Jón Þórisson lögfræðingur hefur tekið við sem ritstjóri Fréttablaðsins og mun hann starfa við hlið Davíðs Stefánssonar. Ólöf Skaftadóttir lætur af störfum. Þessar breytingar hafa verði gerðar samhliða því að Helgi Magnússon hefur nú keypt allan hlut í Torgi sem gefur blaðið út. Ingibjörg Pálmadóttir er þannig að mestu komin út úr fjölmiðlarekstri. Þetta kemur fram í frétt sem Fréttablaðið sjálft birti nú í morgun. Samhliða þessum breytingum er kynnt að af einskonar samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins verði. Lengi hefur verið um það talað að Helgi sé eigandi Hringbrautar en skráðir eigendur eru Sigurður Arngrímsson og Guðmundur Örn Jóhannsson. Jón er fyrrverandi forstjóri VBS fjárfestingabanka og aðstoðarforstjóri Íslandsbanka en DV greindi frá því að hann hafi árið 2016 verið ráðinn í sumarstarf á viðskiptadeild Morgunblaðsins. Í áðurnefndri frétt Fréttablaðsins sjálfs af þessum vendingum segir að Jóhanna Helga Viðarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra hjá Torgi verður nú forstjóri og útgefandi Torgs. Fréttablaðið hefur starfað í húsnæði við Hafnartorg en þangað er fyrirhugað að starfsemi Hringbrautar flytji og þar verði hún til húsa ásamt ritstjórn Fréttablaðsins. „Fyrirhugað er að Guðmundur Örn Jóhannsson taki við starfi framkvæmdastjóra sölu, markaðsmála og dagskrárgerðar sameinaðs fyrirtækis og Sigmundur Ernir Rúnarsson verði áfram sjónvarpsstjóri.“ Kristjón Kormákur Guðjónsson hefur stýrt vef Hringbrautar undanfarna mánuði en ekki liggur fyrir hvort hann mun halda áfram störfum og fara á yfir á frettabladid.is og/eða hvort vefirnir verði sameinaðir. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kristín hættir hjá Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. 27. september 2019 15:43 Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Blaðamenn gera 50 milljóna króna kröfu á hendur Torgi Helga Magnússyni var ókunnugt um að slík kröfugerð væri inni í myndinni þegar hann keypti helmingshlut í blaðinu. 4. október 2019 14:25 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Jón Þórisson lögfræðingur hefur tekið við sem ritstjóri Fréttablaðsins og mun hann starfa við hlið Davíðs Stefánssonar. Ólöf Skaftadóttir lætur af störfum. Þessar breytingar hafa verði gerðar samhliða því að Helgi Magnússon hefur nú keypt allan hlut í Torgi sem gefur blaðið út. Ingibjörg Pálmadóttir er þannig að mestu komin út úr fjölmiðlarekstri. Þetta kemur fram í frétt sem Fréttablaðið sjálft birti nú í morgun. Samhliða þessum breytingum er kynnt að af einskonar samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins verði. Lengi hefur verið um það talað að Helgi sé eigandi Hringbrautar en skráðir eigendur eru Sigurður Arngrímsson og Guðmundur Örn Jóhannsson. Jón er fyrrverandi forstjóri VBS fjárfestingabanka og aðstoðarforstjóri Íslandsbanka en DV greindi frá því að hann hafi árið 2016 verið ráðinn í sumarstarf á viðskiptadeild Morgunblaðsins. Í áðurnefndri frétt Fréttablaðsins sjálfs af þessum vendingum segir að Jóhanna Helga Viðarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra hjá Torgi verður nú forstjóri og útgefandi Torgs. Fréttablaðið hefur starfað í húsnæði við Hafnartorg en þangað er fyrirhugað að starfsemi Hringbrautar flytji og þar verði hún til húsa ásamt ritstjórn Fréttablaðsins. „Fyrirhugað er að Guðmundur Örn Jóhannsson taki við starfi framkvæmdastjóra sölu, markaðsmála og dagskrárgerðar sameinaðs fyrirtækis og Sigmundur Ernir Rúnarsson verði áfram sjónvarpsstjóri.“ Kristjón Kormákur Guðjónsson hefur stýrt vef Hringbrautar undanfarna mánuði en ekki liggur fyrir hvort hann mun halda áfram störfum og fara á yfir á frettabladid.is og/eða hvort vefirnir verði sameinaðir.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kristín hættir hjá Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. 27. september 2019 15:43 Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Blaðamenn gera 50 milljóna króna kröfu á hendur Torgi Helga Magnússyni var ókunnugt um að slík kröfugerð væri inni í myndinni þegar hann keypti helmingshlut í blaðinu. 4. október 2019 14:25 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Kristín hættir hjá Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. 27. september 2019 15:43
Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30
Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45
Blaðamenn gera 50 milljóna króna kröfu á hendur Torgi Helga Magnússyni var ókunnugt um að slík kröfugerð væri inni í myndinni þegar hann keypti helmingshlut í blaðinu. 4. október 2019 14:25