Hver er gráðugur? Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. október 2019 07:30 Verktakar hafa tekið sig saman og stefnt Reykjavíkurborg vegna svokallaðra innviðagjalda sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Gjaldið telja verktakarnir ólögmætt. Fjárhæðirnar nema milljörðum. Gjaldið skiptir almenning máli því það hefur áhrif til hækkunar á byggingarkostnaði sem aftur hefur áhrif til hækkunar fasteignaverðs, getur dregið úr framboði og rýrt hlut kaupenda, seljenda og leigjenda þegar á hólminn er komið. Borgin hefur innheimt þessi tilteknu gjöld í ýmsu formi og undir ýmsum nöfnum undanfarin ár. Oft er óljóst hvaða forsendur liggja að baki ákvörðun um upphæð gjaldsins hverju sinni. Upphæðin er ólík milli svæða. Gjaldið hefur líka verið innheimt við uppbyggingu á svokölluðum þéttingarreitum – þar sem fyrir er enginn skortur á innviðum! Vitaskuld vekur slíkt spurningar um innheimtu gjaldsins og hvert fjármunirnir renna í raun. Í stað þess að svara gagnrýni málefnalega, segir borgarstjóri boðað dómsmál til marks um eitthvað sem hann kallar „verktakagræðgi“. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að „stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa“. Gott og vel. Sennilega hafa báðir eitthvað til síns máls. En þótt hagsmunaaðilar höfði dómsmálið má það ekki villa okkur sýn. Það er brýnt fyrir almenning að úr óvissunni um lögmæti gjaldsins sé skorið. Sem dæmi má nefna að innviðagjald á hvern fermetra í hinni nýju og um margt glæsilegu Vogabyggð er um 23 þúsund krónur. Það gerir 2,3 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð. Í Vogabyggð nemur þessi skattstofn borgarinnar um fimm milljörðum króna. Munar um minna. Frumskógarlögmál ríkir á húsnæðismarkaði. Kallað hefur verið eftir að stjórnvöld bregðist við. Hlutur sveitarfélaganna er þar mestur. Innviðagjaldið er enn lagt á uppbyggingarverkefni í borginni. Á næstu árum eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar. Hvað sem meintu ólögmæti innviðagjalds líður, er það staðreynd að meirihlutinn í borginni hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í rekstri. Til að bregðast við því heldur borgin ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hækkar tekjustofna með ýmsum kúnstum, sem innviðagjaldið virðist vera skólabókardæmi um. Að minnsta kosti hlýtur að teljast ólíklegt að stétt verktaka sé gráðugri en annað fólk. Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka, í stað lausnamiðaðrar nálgunar á hvernig skuli leysa sjálfskapaðan bráðavanda á húsnæðismarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Ólöf Skaftadóttir Reykjavík Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Verktakar hafa tekið sig saman og stefnt Reykjavíkurborg vegna svokallaðra innviðagjalda sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Gjaldið telja verktakarnir ólögmætt. Fjárhæðirnar nema milljörðum. Gjaldið skiptir almenning máli því það hefur áhrif til hækkunar á byggingarkostnaði sem aftur hefur áhrif til hækkunar fasteignaverðs, getur dregið úr framboði og rýrt hlut kaupenda, seljenda og leigjenda þegar á hólminn er komið. Borgin hefur innheimt þessi tilteknu gjöld í ýmsu formi og undir ýmsum nöfnum undanfarin ár. Oft er óljóst hvaða forsendur liggja að baki ákvörðun um upphæð gjaldsins hverju sinni. Upphæðin er ólík milli svæða. Gjaldið hefur líka verið innheimt við uppbyggingu á svokölluðum þéttingarreitum – þar sem fyrir er enginn skortur á innviðum! Vitaskuld vekur slíkt spurningar um innheimtu gjaldsins og hvert fjármunirnir renna í raun. Í stað þess að svara gagnrýni málefnalega, segir borgarstjóri boðað dómsmál til marks um eitthvað sem hann kallar „verktakagræðgi“. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að „stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa“. Gott og vel. Sennilega hafa báðir eitthvað til síns máls. En þótt hagsmunaaðilar höfði dómsmálið má það ekki villa okkur sýn. Það er brýnt fyrir almenning að úr óvissunni um lögmæti gjaldsins sé skorið. Sem dæmi má nefna að innviðagjald á hvern fermetra í hinni nýju og um margt glæsilegu Vogabyggð er um 23 þúsund krónur. Það gerir 2,3 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð. Í Vogabyggð nemur þessi skattstofn borgarinnar um fimm milljörðum króna. Munar um minna. Frumskógarlögmál ríkir á húsnæðismarkaði. Kallað hefur verið eftir að stjórnvöld bregðist við. Hlutur sveitarfélaganna er þar mestur. Innviðagjaldið er enn lagt á uppbyggingarverkefni í borginni. Á næstu árum eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar. Hvað sem meintu ólögmæti innviðagjalds líður, er það staðreynd að meirihlutinn í borginni hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í rekstri. Til að bregðast við því heldur borgin ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hækkar tekjustofna með ýmsum kúnstum, sem innviðagjaldið virðist vera skólabókardæmi um. Að minnsta kosti hlýtur að teljast ólíklegt að stétt verktaka sé gráðugri en annað fólk. Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka, í stað lausnamiðaðrar nálgunar á hvernig skuli leysa sjálfskapaðan bráðavanda á húsnæðismarkaði.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun