Margt sem má bæta við fæðingarorlof Andrés Ingi Jónsson skrifar 16. október 2019 16:45 Í gær fékk ég mjög áhugavert og efnismikið svar við fyrirspurn um fæðingar- og foreldraorlof (sjá hér). Þar er hægt að sjá helstu tölur um skiptingu eftir kyni, tekjum, stöðu fólks í námi og utan vinnumarkaðar o.s.frv., undanfarin fimm ár. Nokkur atriði stökkva á mig við fyrstu sýn. Sameiginlegur réttur foreldra er nánast eingöngu nýttur af mæðrum. Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Þetta kemur ekki á óvart og sýnir hversu rétt skref það er að draga úr sameiginlega réttinum samhliða lengingu fæðingarorlofs, líkt og stefnt er að, en á næstu tveimur árum er planið að fara úr 3-3-3-kerfi yfir í 5-5-2. Kannski þyrfti að skoða enn róttækari skref, þ.e. að tólf mánaða fæðingarorlofi yrði skipt jafnt á milli foreldra, en enginn sameiginlegur tími skilinn eftir. Þá er mjög áberandi að um 700 feður og 100 mæður taki ekki fæðingarorlof, en skv. svarinu er algengasta ástæðan sú að það hefur einfaldlega ekki sótt um. Hvaða hópar skyldu þetta vera og hverjar eru ástæðurnar? Þetta kallar á frekari rannsókn, t.d. til að sjá hvort hér finnist einstaklingarnir sem fréttist reglulega af, sem hafa misst rétt til fæðingarorlofs vegna tímabundins náms erlendis eða annarra ástæðna. Á meðan 90 prósent mæðra nýta allan sameiginlega réttinn er áhugavert að tveir hópar skera sig sérstaklega úr. Annars vegar þær mæður sem eru utan vinnumarkaðar og fá fæðingarstyrk, en þar taka ekki nema 68 prósent eitthvað af sameiginlega tímanum. Hins vegar eru það láglaunakonur, sem sömuleiðis nýta sameiginlega réttinn minna en mæður að meðaltali. Mér þykir líklegt að þarna færi foreldrar sameiginlega réttinn yfir á það foreldri sem fær meira út úr honum, til að halda tekjum heimilisins uppi, enda er fæðingarstyrkurinn ekki nema 78 þúsund krónur og 80 prósentin sem láglaunakona fær af lágum launum er mjög lág upphæð. En það kæmi ekki á óvart að þessar mæður væru eftir sem áður heima hjá nýfæddu barninu, launalausar. Staða þeirra sem fá minnst út úr fæðingarorlofskerfinu vekur upp spurningar um lágmarksgreiðslur, sem við þurfum að spyrja okkur í tengslum við þá heildarendurskoðun sem er í gangi. Það er ákveðinn styrkleiki fæðingarorlofskerfisins að það er fjármagnað í gegnum tryggingargjald fólks á vinnumarkaði, en fyrir vikið er hætt við að það beri meira keim af því að vera vinnumarkaðsúrræði en félagslegt stuðningskerfi. Fólk sem fer í fæðingarorlof úr ágætlega launaðri vinnu þarf ekki að hafa áhyggjur af miklu tekjutapi vegna fæðingar. En öðru gegnir um fólkið á lægstu laununum og þau sem á einhvern hátt passa illa inn í kerfið og fá aðeins lágmarksstyrkina. Þar er hætt við að fyrstu mánuðir nýbakaðra foreldra litist af miklum fjárhagsáhyggjum. Á næstu árum verður fæðingarorlof lengt upp í 12 mánuði, sem kostar um 4 milljarða á ári, og hækkun hámarksgreiðslu í orlofi mun kosta 6 milljarða á ári þegar hún er að fullu komin til framkvæmda. Hvernig væri að hækka fólk á fæðingarstyrk upp í ígildi lágmarkslauna, sem kostar skv. svarinu tæpa 2 milljarða?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Í gær fékk ég mjög áhugavert og efnismikið svar við fyrirspurn um fæðingar- og foreldraorlof (sjá hér). Þar er hægt að sjá helstu tölur um skiptingu eftir kyni, tekjum, stöðu fólks í námi og utan vinnumarkaðar o.s.frv., undanfarin fimm ár. Nokkur atriði stökkva á mig við fyrstu sýn. Sameiginlegur réttur foreldra er nánast eingöngu nýttur af mæðrum. Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Þetta kemur ekki á óvart og sýnir hversu rétt skref það er að draga úr sameiginlega réttinum samhliða lengingu fæðingarorlofs, líkt og stefnt er að, en á næstu tveimur árum er planið að fara úr 3-3-3-kerfi yfir í 5-5-2. Kannski þyrfti að skoða enn róttækari skref, þ.e. að tólf mánaða fæðingarorlofi yrði skipt jafnt á milli foreldra, en enginn sameiginlegur tími skilinn eftir. Þá er mjög áberandi að um 700 feður og 100 mæður taki ekki fæðingarorlof, en skv. svarinu er algengasta ástæðan sú að það hefur einfaldlega ekki sótt um. Hvaða hópar skyldu þetta vera og hverjar eru ástæðurnar? Þetta kallar á frekari rannsókn, t.d. til að sjá hvort hér finnist einstaklingarnir sem fréttist reglulega af, sem hafa misst rétt til fæðingarorlofs vegna tímabundins náms erlendis eða annarra ástæðna. Á meðan 90 prósent mæðra nýta allan sameiginlega réttinn er áhugavert að tveir hópar skera sig sérstaklega úr. Annars vegar þær mæður sem eru utan vinnumarkaðar og fá fæðingarstyrk, en þar taka ekki nema 68 prósent eitthvað af sameiginlega tímanum. Hins vegar eru það láglaunakonur, sem sömuleiðis nýta sameiginlega réttinn minna en mæður að meðaltali. Mér þykir líklegt að þarna færi foreldrar sameiginlega réttinn yfir á það foreldri sem fær meira út úr honum, til að halda tekjum heimilisins uppi, enda er fæðingarstyrkurinn ekki nema 78 þúsund krónur og 80 prósentin sem láglaunakona fær af lágum launum er mjög lág upphæð. En það kæmi ekki á óvart að þessar mæður væru eftir sem áður heima hjá nýfæddu barninu, launalausar. Staða þeirra sem fá minnst út úr fæðingarorlofskerfinu vekur upp spurningar um lágmarksgreiðslur, sem við þurfum að spyrja okkur í tengslum við þá heildarendurskoðun sem er í gangi. Það er ákveðinn styrkleiki fæðingarorlofskerfisins að það er fjármagnað í gegnum tryggingargjald fólks á vinnumarkaði, en fyrir vikið er hætt við að það beri meira keim af því að vera vinnumarkaðsúrræði en félagslegt stuðningskerfi. Fólk sem fer í fæðingarorlof úr ágætlega launaðri vinnu þarf ekki að hafa áhyggjur af miklu tekjutapi vegna fæðingar. En öðru gegnir um fólkið á lægstu laununum og þau sem á einhvern hátt passa illa inn í kerfið og fá aðeins lágmarksstyrkina. Þar er hætt við að fyrstu mánuðir nýbakaðra foreldra litist af miklum fjárhagsáhyggjum. Á næstu árum verður fæðingarorlof lengt upp í 12 mánuði, sem kostar um 4 milljarða á ári, og hækkun hámarksgreiðslu í orlofi mun kosta 6 milljarða á ári þegar hún er að fullu komin til framkvæmda. Hvernig væri að hækka fólk á fæðingarstyrk upp í ígildi lágmarkslauna, sem kostar skv. svarinu tæpa 2 milljarða?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun