Eru öll dýrin í skóginum jöfn? Opið bréf til heilbrigðisráðherra Ómar Torfason skrifar 14. október 2019 10:00 Ágæti ráðherra, Tilefni erindis míns til þín er að varpa eilitlu ljósi meðal almennings á þá ríkjandi stöðu í endurhæfingarmálum sem komin er upp, en vel má merkja beygs meðal minna skjólstæðinga vegna þeirrar kúvendingar sem stefnt er að í upphafi næsta árs. Þú tókst við embætti heilbrigðisráðherra fyrir hartnær tveimur árum í kjölfar kosninga. Sem þú tókst við tilheyrandi lykli, þá beið þín tilskipun frá EES varðandi heildarverkkaup/-verksölu í heilbrigðisþjónustu á Íslandi, lög #120/2016. Þú þekkir þetta. Þessi lög tóku sem sé gildi árið 2016, en forveri þinn í starfi aðhafðist ekkert og eftirlét þér herlegheitin. Þetta umrót allt er þannig ekki frá þér komið, heldur ert þú einungis að framfylgja lögum. Má líta á þig sem eilítið fórnarlamb ytri aðstæðna? Það eru nokkur atriði verð athygli: 1. Þótt líta megi á þig sem fórnarlamb kringumstæðna, þá tókst þér samt á stuttum tíma að reita heila starfsstétt til (æfa)reiði. Þú hefur afmarkað vissan hóp innan minnar fagstéttar til útboðs með litlum, næsta engum fyrirvara með slíkum kröfum, að greinilegt er að óbreyttu að einhverjar/margar stofur fá ekki staðist og munu leggja upp laupana. 2. Þú leggur dæmið þannig upp, að útboðið nær eingöngu til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Í þessu felst sá möguleiki, að brotið sé á stjórnarskrárvörðum rétti mínum og kollega minna hvað varðar meðalhóf og jafnræði m.t.t. búsetu, þ.e. að endurhæfingarfyrirtæki á tilgreindu svæði er gert að bjóða í þjónustuna meðan títtnefnd landsbyggð situr hjá, eða þá hitt, að landbyggðin fær ekki að bjóða í meðan ég og mínir sitjum að kjötkötlunum. 3. Hippókrates gamli lét hina læknislærðu sverja hollustueið varðandi sjúklinga sína. Sú hugmyndafræði er löngu fyrir bí og heilbrigðisþjónustan hér og hvar reiknar sér arð svo sem þú þekkir. Fyrirhugað útboð felur í sér verðmætasköpun í sérhverjum íbúa þessa tilgreinda svæðis. Nú verður hver íbúi sem fiskurinn í sjónum, kominn á hann verðmiði og kvóti sem gengur kaupum og sölum, framsali og fellur auk heldur undir skilnaðar-, dánarbús- og gjaldþrotalögin. Við hér starfandi sjáum sem sé gangandi „x“-þúsundkalla þar sem fólk fer um. 4. Þetta fyrirkomulag innleiðir nýjan raunveruleika, þ.e. raunveruleika biðraða og sjúkratrygginga. Við stefnum hraðbyri inn í ameríska kerfið, þar sem sveltandi situr en fljúgandi fær, þ.e. sumir verða á samningi hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), aðrir ekki. Slíkt tvöfalt kerfi er hvað ég best fæ skilið í algjörri andstöðu við hugmyndafræði VG, - eða var. Ekki verður séð að þeir sem svara kalli til útboðs megi samkvæmt gildandi samkeppnislögum starfa jafnframt utan samnings við SÍ, sem eykur enn frekar á biðlistann. 5. Tilgreind lög eru frá 2016, þ.e. áður en þú komst til valda. Er það ekki vert athygli, að á þeim tíma voru og eru starfsstéttir starfandi á einhvers konar rammasamningi, þ.e. ekki eiginlegum samningi, við SÍ, s.s. sérfræðilæknar og tannlæknar? Hvers vegna við? Ég átti erindi við opinbera stofnun nýverið. Símsvarinn tjáði mér að ákvaðningin væri móttekin og svarað yrði í réttri röð. Þetta var ekki ráðuneyti heilbrigðismála. Þar er ekki svarað í réttri röð. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ómar Torfason Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra, Tilefni erindis míns til þín er að varpa eilitlu ljósi meðal almennings á þá ríkjandi stöðu í endurhæfingarmálum sem komin er upp, en vel má merkja beygs meðal minna skjólstæðinga vegna þeirrar kúvendingar sem stefnt er að í upphafi næsta árs. Þú tókst við embætti heilbrigðisráðherra fyrir hartnær tveimur árum í kjölfar kosninga. Sem þú tókst við tilheyrandi lykli, þá beið þín tilskipun frá EES varðandi heildarverkkaup/-verksölu í heilbrigðisþjónustu á Íslandi, lög #120/2016. Þú þekkir þetta. Þessi lög tóku sem sé gildi árið 2016, en forveri þinn í starfi aðhafðist ekkert og eftirlét þér herlegheitin. Þetta umrót allt er þannig ekki frá þér komið, heldur ert þú einungis að framfylgja lögum. Má líta á þig sem eilítið fórnarlamb ytri aðstæðna? Það eru nokkur atriði verð athygli: 1. Þótt líta megi á þig sem fórnarlamb kringumstæðna, þá tókst þér samt á stuttum tíma að reita heila starfsstétt til (æfa)reiði. Þú hefur afmarkað vissan hóp innan minnar fagstéttar til útboðs með litlum, næsta engum fyrirvara með slíkum kröfum, að greinilegt er að óbreyttu að einhverjar/margar stofur fá ekki staðist og munu leggja upp laupana. 2. Þú leggur dæmið þannig upp, að útboðið nær eingöngu til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Í þessu felst sá möguleiki, að brotið sé á stjórnarskrárvörðum rétti mínum og kollega minna hvað varðar meðalhóf og jafnræði m.t.t. búsetu, þ.e. að endurhæfingarfyrirtæki á tilgreindu svæði er gert að bjóða í þjónustuna meðan títtnefnd landsbyggð situr hjá, eða þá hitt, að landbyggðin fær ekki að bjóða í meðan ég og mínir sitjum að kjötkötlunum. 3. Hippókrates gamli lét hina læknislærðu sverja hollustueið varðandi sjúklinga sína. Sú hugmyndafræði er löngu fyrir bí og heilbrigðisþjónustan hér og hvar reiknar sér arð svo sem þú þekkir. Fyrirhugað útboð felur í sér verðmætasköpun í sérhverjum íbúa þessa tilgreinda svæðis. Nú verður hver íbúi sem fiskurinn í sjónum, kominn á hann verðmiði og kvóti sem gengur kaupum og sölum, framsali og fellur auk heldur undir skilnaðar-, dánarbús- og gjaldþrotalögin. Við hér starfandi sjáum sem sé gangandi „x“-þúsundkalla þar sem fólk fer um. 4. Þetta fyrirkomulag innleiðir nýjan raunveruleika, þ.e. raunveruleika biðraða og sjúkratrygginga. Við stefnum hraðbyri inn í ameríska kerfið, þar sem sveltandi situr en fljúgandi fær, þ.e. sumir verða á samningi hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), aðrir ekki. Slíkt tvöfalt kerfi er hvað ég best fæ skilið í algjörri andstöðu við hugmyndafræði VG, - eða var. Ekki verður séð að þeir sem svara kalli til útboðs megi samkvæmt gildandi samkeppnislögum starfa jafnframt utan samnings við SÍ, sem eykur enn frekar á biðlistann. 5. Tilgreind lög eru frá 2016, þ.e. áður en þú komst til valda. Er það ekki vert athygli, að á þeim tíma voru og eru starfsstéttir starfandi á einhvers konar rammasamningi, þ.e. ekki eiginlegum samningi, við SÍ, s.s. sérfræðilæknar og tannlæknar? Hvers vegna við? Ég átti erindi við opinbera stofnun nýverið. Símsvarinn tjáði mér að ákvaðningin væri móttekin og svarað yrði í réttri röð. Þetta var ekki ráðuneyti heilbrigðismála. Þar er ekki svarað í réttri röð. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar