Mannréttindi manna sem ekki standa skil á sköttum Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar 10. október 2019 21:55 Mannréttindi þeirra sem hafa gerst sekir um skattalagabrot hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri. Sérstaklega sú tilhögun skattamála hér á landi að einstaklingar sem ekki telja rétt fram til skatts, eða svíkja undan skatti, geta staðið frammi fyrir því að sæta bæði álagi samkvæmt ákvörðun skattyfirvalda og refsingu eða sektargerð fyrir dómi í kjölfar ákæru. Því hefur verið haldið fram að þessi tilhögun brjóti gegn 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu og átalið er að íslenska ríkið hafi ekki ráðist í grundvallarbreytingar á kerfinu. Um leið er látið að því liggja, beint eða óbeint, að ákærendur, dómarar og aðrir starfsmenn sem koma að þessum málum brjóti nánast vísvitandi gegn réttindum sakborninga. Af gefnu tilefni er rétt að koma á framfæri ákveðnum grundvallaratriðum sem hafa ekki fengið mikið rými í umræðunni. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur aldrei slegið því föstu að kerfi á borð við það sem hér er við lýði standist ekki fyrrgreindan viðauka við mannréttindasáttmálann. Dómstóllinn hefur þvert á móti tekið fram að í mörgum Evrópuríkjum sé að finna tvö ólík viðurlagakerfi vegna sömu brota og þá sérstaklega á sviði skattamála. Þá hefur dómstóllinn tekið fram að almennt verði að játa ríkjum svigrúm til þess að bregðast við refsiverðri háttsemi með tveimur málsmeðferðum sem stefni að ólíkum markmiðum. Hefur dómstóllinn raunar sagt að umræddur viðauki megi ekki girða fyrir að aðildarríkin hagi málsmeðferð sinni á sviði skattamála þannig að stjórnvöld geti fyrst lagt á álag vegna ógreiddra skatta og að síðar fari fram rannsókn og eftir atvikum ákæra vegna þess hluta málsins sem lýtur að alvarlegri og refsiverðum brotum. Dómstóllinn hefur hins vegar sagt að viðaukinn geri kröfu um að slíkar tvær málsmeðferðir fullnægi vissum skilyrðum, m.a. um samþættingu mála í efni og tíma, öflun gagna og fyrirsjáanleika fyrir sakborning. Þar ræður úrslitum hvort einstaklingur hefur þurft að sæta mikilli óvissu og töfum vegna hinna ólíku málsmeðferða og hvort honum hefur mátt vera ljóst að tvær meðferðir væru í gangi vegna sömu háttsemi. Meta þarf hvert og eitt tilvik fyrir sig og því ómögulegt að fullyrða í eitt skipti fyrir öll að gildandi fyrirkomulag hér á landi standist ekki skoðun. Það er sjálfsagt að ræða þessi mál og auðvitað á að tryggja í hvívetna mannréttindi þeirra sem sökum eru bornir fyrir brot á skattalögum. Það felur í sér mannréttindabrot að draga menn fyrir dóm á grundvelli ætlaðra skattalagabrota eftir að þeir hafa mátt þola álag hjá skattyfirvöldum án þess að gætt sé að þeim réttindum sem leiða af ákvæðum mannréttindasáttmálans. Umræðan verður þó að ná yfir alla fleti málsins, en ekki bara þá sem hljóma best eða verst. Hróp og köll um að mannréttindi einstaklinga hafi verið fótum troðin af stjórnvöldum, löggjafanum eða dómstólum með kerfi sem ekki stenst skoðun, án þess að haldið sé til haga lykilatriðum í því sambandi, verða mannréttindum og réttarríkinu seint til framdráttar. Í umræðunni hefur því m.a. verið lýst að íslenska ríkið hafi „fallið á prófinu“ og „enn og aftur fengið á baukinn“. Er því rétt að nefna að íslenska ríkið hefur eins og önnur aðildarríki mannréttindasáttmála Evrópu staðið frammi fyrir þeirri stöðu að áðurnefndur samningsviðauki hefur þróast mikið og hratt í meðförum Mannréttindadómstólsins síðustu árin. Dómar dómstólsins á þessu sviði síðustu 10-15 árin verða þannig seint taldir mjög skýrir og fyrirsjáanlegir, þó svo að hlutirnir hafi vissulega verið að skýrast á allra síðustu árum. Í dómi frá árinu 2016 sagði dómstóllinn raunar sjálfur að nauðsynlegt væri að skýra í eitt skipti fyrir öll þær línur sem lagðar hefðu verið að þessu leyti. Ætluð ítrekuð mannréttindabrot íslenska ríkisins, og þar með þeirra starfsmanna sem koma fram fyrir hönd ríkisins, verður að skoða í þessu ljósi.Höfundur er lektor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Halldóra Þorsteinsdóttir Mannréttindi Skattar og tollar Tengdar fréttir Allir tapa Ríkið féll á prófinu, enn eina ferðina, í liðinni viku. Meintu skattsvikamáli heimsfrægrar hljómsveitar var vísað frá dómi, eftir að hafa velkst um í kerfinu í rúmlega 1.300 daga. 9. október 2019 07:00 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Mannréttindi þeirra sem hafa gerst sekir um skattalagabrot hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri. Sérstaklega sú tilhögun skattamála hér á landi að einstaklingar sem ekki telja rétt fram til skatts, eða svíkja undan skatti, geta staðið frammi fyrir því að sæta bæði álagi samkvæmt ákvörðun skattyfirvalda og refsingu eða sektargerð fyrir dómi í kjölfar ákæru. Því hefur verið haldið fram að þessi tilhögun brjóti gegn 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu og átalið er að íslenska ríkið hafi ekki ráðist í grundvallarbreytingar á kerfinu. Um leið er látið að því liggja, beint eða óbeint, að ákærendur, dómarar og aðrir starfsmenn sem koma að þessum málum brjóti nánast vísvitandi gegn réttindum sakborninga. Af gefnu tilefni er rétt að koma á framfæri ákveðnum grundvallaratriðum sem hafa ekki fengið mikið rými í umræðunni. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur aldrei slegið því föstu að kerfi á borð við það sem hér er við lýði standist ekki fyrrgreindan viðauka við mannréttindasáttmálann. Dómstóllinn hefur þvert á móti tekið fram að í mörgum Evrópuríkjum sé að finna tvö ólík viðurlagakerfi vegna sömu brota og þá sérstaklega á sviði skattamála. Þá hefur dómstóllinn tekið fram að almennt verði að játa ríkjum svigrúm til þess að bregðast við refsiverðri háttsemi með tveimur málsmeðferðum sem stefni að ólíkum markmiðum. Hefur dómstóllinn raunar sagt að umræddur viðauki megi ekki girða fyrir að aðildarríkin hagi málsmeðferð sinni á sviði skattamála þannig að stjórnvöld geti fyrst lagt á álag vegna ógreiddra skatta og að síðar fari fram rannsókn og eftir atvikum ákæra vegna þess hluta málsins sem lýtur að alvarlegri og refsiverðum brotum. Dómstóllinn hefur hins vegar sagt að viðaukinn geri kröfu um að slíkar tvær málsmeðferðir fullnægi vissum skilyrðum, m.a. um samþættingu mála í efni og tíma, öflun gagna og fyrirsjáanleika fyrir sakborning. Þar ræður úrslitum hvort einstaklingur hefur þurft að sæta mikilli óvissu og töfum vegna hinna ólíku málsmeðferða og hvort honum hefur mátt vera ljóst að tvær meðferðir væru í gangi vegna sömu háttsemi. Meta þarf hvert og eitt tilvik fyrir sig og því ómögulegt að fullyrða í eitt skipti fyrir öll að gildandi fyrirkomulag hér á landi standist ekki skoðun. Það er sjálfsagt að ræða þessi mál og auðvitað á að tryggja í hvívetna mannréttindi þeirra sem sökum eru bornir fyrir brot á skattalögum. Það felur í sér mannréttindabrot að draga menn fyrir dóm á grundvelli ætlaðra skattalagabrota eftir að þeir hafa mátt þola álag hjá skattyfirvöldum án þess að gætt sé að þeim réttindum sem leiða af ákvæðum mannréttindasáttmálans. Umræðan verður þó að ná yfir alla fleti málsins, en ekki bara þá sem hljóma best eða verst. Hróp og köll um að mannréttindi einstaklinga hafi verið fótum troðin af stjórnvöldum, löggjafanum eða dómstólum með kerfi sem ekki stenst skoðun, án þess að haldið sé til haga lykilatriðum í því sambandi, verða mannréttindum og réttarríkinu seint til framdráttar. Í umræðunni hefur því m.a. verið lýst að íslenska ríkið hafi „fallið á prófinu“ og „enn og aftur fengið á baukinn“. Er því rétt að nefna að íslenska ríkið hefur eins og önnur aðildarríki mannréttindasáttmála Evrópu staðið frammi fyrir þeirri stöðu að áðurnefndur samningsviðauki hefur þróast mikið og hratt í meðförum Mannréttindadómstólsins síðustu árin. Dómar dómstólsins á þessu sviði síðustu 10-15 árin verða þannig seint taldir mjög skýrir og fyrirsjáanlegir, þó svo að hlutirnir hafi vissulega verið að skýrast á allra síðustu árum. Í dómi frá árinu 2016 sagði dómstóllinn raunar sjálfur að nauðsynlegt væri að skýra í eitt skipti fyrir öll þær línur sem lagðar hefðu verið að þessu leyti. Ætluð ítrekuð mannréttindabrot íslenska ríkisins, og þar með þeirra starfsmanna sem koma fram fyrir hönd ríkisins, verður að skoða í þessu ljósi.Höfundur er lektor við lagadeild HR.
Allir tapa Ríkið féll á prófinu, enn eina ferðina, í liðinni viku. Meintu skattsvikamáli heimsfrægrar hljómsveitar var vísað frá dómi, eftir að hafa velkst um í kerfinu í rúmlega 1.300 daga. 9. október 2019 07:00
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar