Kristín Hrefna ráðin framkvæmdastjóri Flow Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. október 2019 13:30 Kristín Hrefna Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Flow. Aðsend mynd Stjórn Flow ehf. hefur samþykkt að gera Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur að framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Kristín Hrefna er 35 ára gömul og fær þetta tækifæri eftir aðeins tveggja mánaða starf hjá fyrirtækinu. Flow framleiðir hugleiðsluhugbúnað fyrir sýndarveruleika og snjallsíma. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa nú þegar gerst áskrifendur af fyrirtækjaþjónustu Flow sem býður aðgang að nútíma hugleiðsluaðferðum í gegnum hátækni sýndarveruleikans og hugleiðsluvinnustofur. „Við erum að fara af stað í nýtt „funding round.“ Það er auðvitað ótrúlega spennandi að fjármagna fyrirtæki sem ætlar að fara með íslenskan hugleiðsluhugbúnað út fyrir landsteinana og að laða að fjármagn til þess að fjármagna það,“ segir Kristín Hrefna í samtali við Vísi. „Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan hjá Flow. Við erum með frábærar vörur sem eru að hjálpa fyrirtækjum um allt land að byggja upp jákvæða vinnustaðamenningu sem dregur fram öllum þau jákvæðu áhrif sem nútíma hugleiðsluaðferðir geta veitt manni.“ Einstök lausn við streitu Kristín Hrefna var ráðin til fyrirtækisin í ágúst á þessu ári og hefur hingað til leitt viðskiptaþróun fyrirtækisins. Kristín Hrefna vann í fimm ár í viðskiptaþróunarteymi Meniga, var sérfræðingur í viðskiptagreiningu hjá Valitor og áður framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún er með MBA frá Háskóla Íslands og BA í stjórnmálafræði frá sama skóla. „Nú tekur við spennandi tími hjá mér við að semja um fjármögnun fyrir næstu skref Flow sem eru að stækka út fyrir landsteinana. Á undanförnum árum hafa margir fjárfestingasjóðir lagt mikið fé í fjárfestingu í hugleiðslu hugbúnaði sem Flow er nú tilbúið að keppa við á erlendri grundu. Fólk er að glíma við streitu út um allan heim og við erum með einstaka lausn á þeim vanda,“ segir Kristín Hrefna. „Varan okkar byggir á stórkostlegu myndefni úr íslenskri náttúru sem tekið er af verðlauna kvikmyndagerðarmönnunum, Arni & Kinski, en þeir gerðu meðal annars myndbönd fyrir Sigur Rós og Snow patrol. Þeir búa til listaverk úr hverri hugleiðslu þegar þeir tvinna saman myndefnið, tónlistina og leiða njótendur inn í annan heim með þaulreyndum hugleiðslukennurum. Þetta er okkar leið til þess að fólk njóti þeirra eftirsóttu áhrifa sem hugleiðsla getur dregið fram á aðeins fjórum mínútum.“Kraftur, reynsla og gott innsæi Tristan Elizabeth Gribbin stofnandi Flow mun áfram leiða hugleiðsluþróun fyrirtækisins sem framkvæmdastjóri hugleiðsluþróunar og tekur sæti sem stjórnarformaður. „Við gætum ekki fengið betri leiðtoga til þess að leiða fyrirtækið inn í næsta fasa en Kristínu Hrefnu. Hún hefur komið inn með þvílíkan kraft, mikla reynslu og gott innsæi til þess að byggja fyrirtækið upp sem alþjóðlegt hugleiðsluhugbúnaðar framleiðslu fyrirtæki.“ segir Tristan sem hefur verið framkvæmdastjóri fram að þessu. Bala Kamallakharan, fráfarandi stjórnarformaður Flow og framkvæmdastjóri hjá Icelandic venture studio, er einn af aðal fjárfestum Flow. „Ég er einstaklega ánægður með að hafa fengið Kristínu Hrefnu til þess að leiða fyrirtæki inn í næstu fjármögnun félagsins. Flow hefur byggt vöru sem hefur einstaka möguleika á því að njóta gríðarlegrar velgengni alþjóðlega. Einstaklingar úr um allan heim eru að glíma við það vandamál sem Flow leysir á stórkostlegan hátt. Streita kostar nútíma samfélag allt of mikið og þeir sem vilja vera hluta af lausninni á þeim vanda ættu að hugleiða með Flow og fjárfesta í félaginu sem er á gríðarlegri siglingu með Kristínu Hrefnu við stjórnvölinn“ segir Bala. Flow var stofnað árið 2016 og vann Flow Gulleggið, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups árið 2018. Fyrr á árinu lauk félagið 118 þúsund evra fjármögnun í gegnum fjárfestingarvettvanginn Funderbeam og hefur jafnframt fengið tvo styrki frá Tækniþróunarsjóði upp á samtals 60 milljónir króna. Vistaskipti Tengdar fréttir Þessar tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu Endurvinnsla á kaffikorg, kartöflubjór og ferðamannasamfélagsvefur eru meðal þeirra 10 hugmynda sem keppa munu til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. 19. október 2018 12:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Stjórn Flow ehf. hefur samþykkt að gera Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur að framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Kristín Hrefna er 35 ára gömul og fær þetta tækifæri eftir aðeins tveggja mánaða starf hjá fyrirtækinu. Flow framleiðir hugleiðsluhugbúnað fyrir sýndarveruleika og snjallsíma. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa nú þegar gerst áskrifendur af fyrirtækjaþjónustu Flow sem býður aðgang að nútíma hugleiðsluaðferðum í gegnum hátækni sýndarveruleikans og hugleiðsluvinnustofur. „Við erum að fara af stað í nýtt „funding round.“ Það er auðvitað ótrúlega spennandi að fjármagna fyrirtæki sem ætlar að fara með íslenskan hugleiðsluhugbúnað út fyrir landsteinana og að laða að fjármagn til þess að fjármagna það,“ segir Kristín Hrefna í samtali við Vísi. „Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan hjá Flow. Við erum með frábærar vörur sem eru að hjálpa fyrirtækjum um allt land að byggja upp jákvæða vinnustaðamenningu sem dregur fram öllum þau jákvæðu áhrif sem nútíma hugleiðsluaðferðir geta veitt manni.“ Einstök lausn við streitu Kristín Hrefna var ráðin til fyrirtækisin í ágúst á þessu ári og hefur hingað til leitt viðskiptaþróun fyrirtækisins. Kristín Hrefna vann í fimm ár í viðskiptaþróunarteymi Meniga, var sérfræðingur í viðskiptagreiningu hjá Valitor og áður framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún er með MBA frá Háskóla Íslands og BA í stjórnmálafræði frá sama skóla. „Nú tekur við spennandi tími hjá mér við að semja um fjármögnun fyrir næstu skref Flow sem eru að stækka út fyrir landsteinana. Á undanförnum árum hafa margir fjárfestingasjóðir lagt mikið fé í fjárfestingu í hugleiðslu hugbúnaði sem Flow er nú tilbúið að keppa við á erlendri grundu. Fólk er að glíma við streitu út um allan heim og við erum með einstaka lausn á þeim vanda,“ segir Kristín Hrefna. „Varan okkar byggir á stórkostlegu myndefni úr íslenskri náttúru sem tekið er af verðlauna kvikmyndagerðarmönnunum, Arni & Kinski, en þeir gerðu meðal annars myndbönd fyrir Sigur Rós og Snow patrol. Þeir búa til listaverk úr hverri hugleiðslu þegar þeir tvinna saman myndefnið, tónlistina og leiða njótendur inn í annan heim með þaulreyndum hugleiðslukennurum. Þetta er okkar leið til þess að fólk njóti þeirra eftirsóttu áhrifa sem hugleiðsla getur dregið fram á aðeins fjórum mínútum.“Kraftur, reynsla og gott innsæi Tristan Elizabeth Gribbin stofnandi Flow mun áfram leiða hugleiðsluþróun fyrirtækisins sem framkvæmdastjóri hugleiðsluþróunar og tekur sæti sem stjórnarformaður. „Við gætum ekki fengið betri leiðtoga til þess að leiða fyrirtækið inn í næsta fasa en Kristínu Hrefnu. Hún hefur komið inn með þvílíkan kraft, mikla reynslu og gott innsæi til þess að byggja fyrirtækið upp sem alþjóðlegt hugleiðsluhugbúnaðar framleiðslu fyrirtæki.“ segir Tristan sem hefur verið framkvæmdastjóri fram að þessu. Bala Kamallakharan, fráfarandi stjórnarformaður Flow og framkvæmdastjóri hjá Icelandic venture studio, er einn af aðal fjárfestum Flow. „Ég er einstaklega ánægður með að hafa fengið Kristínu Hrefnu til þess að leiða fyrirtæki inn í næstu fjármögnun félagsins. Flow hefur byggt vöru sem hefur einstaka möguleika á því að njóta gríðarlegrar velgengni alþjóðlega. Einstaklingar úr um allan heim eru að glíma við það vandamál sem Flow leysir á stórkostlegan hátt. Streita kostar nútíma samfélag allt of mikið og þeir sem vilja vera hluta af lausninni á þeim vanda ættu að hugleiða með Flow og fjárfesta í félaginu sem er á gríðarlegri siglingu með Kristínu Hrefnu við stjórnvölinn“ segir Bala. Flow var stofnað árið 2016 og vann Flow Gulleggið, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups árið 2018. Fyrr á árinu lauk félagið 118 þúsund evra fjármögnun í gegnum fjárfestingarvettvanginn Funderbeam og hefur jafnframt fengið tvo styrki frá Tækniþróunarsjóði upp á samtals 60 milljónir króna.
Vistaskipti Tengdar fréttir Þessar tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu Endurvinnsla á kaffikorg, kartöflubjór og ferðamannasamfélagsvefur eru meðal þeirra 10 hugmynda sem keppa munu til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. 19. október 2018 12:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Þessar tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu Endurvinnsla á kaffikorg, kartöflubjór og ferðamannasamfélagsvefur eru meðal þeirra 10 hugmynda sem keppa munu til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. 19. október 2018 12:00