Öfundsýki eða innblástur? Þitt er valið Friðrik Agni skrifar 10. október 2019 12:06 Af gefnu tilefni og umræðum síðustu daga: Sleppum samanburðinum og eltumst við okkar eigið líf! Ég skoða mikið af svona uppbyggjandi síðum á samfélagsmiðlum ásamt því að vera með Friðrik Agni síðuna og það virðist vera sem að megininntak skilaboða á mörgum innleggjum þessa dagana sé það sama: Afbrýðisemi og samkeppni á milli fólks. Semsagt fjalla þau um að við ættum að hætta að bera okkur saman alltaf hreint og hætta að finna til afbrýðisemi gagnvart hvort öðru. Eitt innleggið var á þennan veg: Þú verður að hunsa það sem allir aðrir eru að gera og áorka. Lífið þitt snýst um að brjóta niður þína eigin veggi og takmarkanir til að geta orðið besta útgáfan af sjálfri/um þér. Þú ert ekki í keppni við neinn. Reyndu að skara fram úr fortíðinni þinni - ekki öðru fólki. - Höf. ókunnugur. Þetta hittir örugglega eitthvað í mark er það ekki? En það er eins og við þurfum stöðugt að minna okkur á að bara vera við. Eitthvað sem ætti að vera svo eðlilegt. Ég hugsa að mörg okkar séum sek um að einblína á hvað aðrir eru að gera í stað þess að setja fókusinn á okkur sjálf. Við lifum fyrir okkur og engan annann. Með því að einblína alltaf á aðra þá erum við líka að stuðla að samkeppni á milli okkar og ýta undir gremju og öfund. Afbrýðisemi er að mínu mati eitruð tilfinning sem þjónar engum tilgangi. Manneskjan sem þú ert að öfunda finnur ekkert fyrir því og er sennilega bara að lifa sínu lífi og þú ert bara að grafa þig í einhverja holu. Og hver vill hanga í einhverri gryfju biturleika einn síns liðs? Ekki ég. Með því að sleppa tökunum á stöðugum samanburði þá erum við um leið að sleppa takinu af þessari afbrýðisemi. Við getum einblínt okkur að okkar eigin markmiðum. Það getur hins vegar stundum reynst erfitt að sleppa tökunum á þessum samanburði og keppni því við erum stöðugt umkringd sigrum og hæfileikum annarra, eins og á samfélagsmiðlum. Það deila flestir sigursögum, smá monti eða ástinni þar. En ekki hvað? Hver nennir að lesa um hve lífið er ömurlegt. Því við vitum það öll að lífið getur verið ömurlegt inn á milli. Við þurfum ekki að vera minna hvort annað á það líka. Þannig þetta er spurning hvernig við bregðumst við. Ég persónulega elska að fylgjast með og umkringja mig duglegu og hæfileikaríku fólki. Mér finnst það hvetjandi. Þegar einhver náinn mér fær frábært tækifæri í einhverju sem hann eða hún hefur unnið lengi að, jafnvel þó ég vilji það sama að þá er það svo ótrúlega góð tilfinning að samgleðjast. Og líka að minna sig á að fyrst þetta gerðist fyrir þessa manneskju þá get ég þetta líka. Nú þarf ég bara að læra, þróa og prófa mig áfram. Við erum öll á okkar eigin tímalínu. MINN TÍMI MUN KOMA sagði ein þekkt Jóhanna einu sinni. Lærum að nota velgengis sögur annarra sem innblástur í stað þess að láta þær brjóta okkur niður. Fyrir um sex árum þá lenti ég akkúrat í svona tímabili þar sem varð einhver vendipunktur. Búinn að ganga í gegnum tíma þar sem mér fannst ekkert ganga og allir í kringum mig að fá einhver geggjuð tækifæri sem mér fannst allt eins að ég ætti skilið. Þessi hugsunarháttur er svo rangur. Eitthvað gerðist og ég fór bara meðvitað að brjóta þessa hugsun niður. Og guð hvað það er og hefur verið frelsandi. Því ég áttaði mig líka á að með velgengni vina minna þá hvatti það mig til að vera enn skipulagðari og veitti innblástur. Með því að styðja við aðra, hoppa um borð í þeirra gleðivagn og fagna þeirra sigrum fóru mín eigin hjól að snúast. Ég fann fyrir aukinni einbeitingu á að gera mína hluti vel og eina samkeppnin sem ég á í er við sjálfan mig. Og það er allt í lagi því það heldur mér á tánum og skipulögðum gagnvart mínum markmiðum. Sleppum tökunum á samanburðinum, afbrýðiseminni og gremjunni og finnum kraftinn í okkar eigin lífi. Breytum öfund í innblástur. Því við komumst ekkert áfram á því græna skýi. Ástin yfir og út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Tengdar fréttir Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08 Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Af gefnu tilefni og umræðum síðustu daga: Sleppum samanburðinum og eltumst við okkar eigið líf! Ég skoða mikið af svona uppbyggjandi síðum á samfélagsmiðlum ásamt því að vera með Friðrik Agni síðuna og það virðist vera sem að megininntak skilaboða á mörgum innleggjum þessa dagana sé það sama: Afbrýðisemi og samkeppni á milli fólks. Semsagt fjalla þau um að við ættum að hætta að bera okkur saman alltaf hreint og hætta að finna til afbrýðisemi gagnvart hvort öðru. Eitt innleggið var á þennan veg: Þú verður að hunsa það sem allir aðrir eru að gera og áorka. Lífið þitt snýst um að brjóta niður þína eigin veggi og takmarkanir til að geta orðið besta útgáfan af sjálfri/um þér. Þú ert ekki í keppni við neinn. Reyndu að skara fram úr fortíðinni þinni - ekki öðru fólki. - Höf. ókunnugur. Þetta hittir örugglega eitthvað í mark er það ekki? En það er eins og við þurfum stöðugt að minna okkur á að bara vera við. Eitthvað sem ætti að vera svo eðlilegt. Ég hugsa að mörg okkar séum sek um að einblína á hvað aðrir eru að gera í stað þess að setja fókusinn á okkur sjálf. Við lifum fyrir okkur og engan annann. Með því að einblína alltaf á aðra þá erum við líka að stuðla að samkeppni á milli okkar og ýta undir gremju og öfund. Afbrýðisemi er að mínu mati eitruð tilfinning sem þjónar engum tilgangi. Manneskjan sem þú ert að öfunda finnur ekkert fyrir því og er sennilega bara að lifa sínu lífi og þú ert bara að grafa þig í einhverja holu. Og hver vill hanga í einhverri gryfju biturleika einn síns liðs? Ekki ég. Með því að sleppa tökunum á stöðugum samanburði þá erum við um leið að sleppa takinu af þessari afbrýðisemi. Við getum einblínt okkur að okkar eigin markmiðum. Það getur hins vegar stundum reynst erfitt að sleppa tökunum á þessum samanburði og keppni því við erum stöðugt umkringd sigrum og hæfileikum annarra, eins og á samfélagsmiðlum. Það deila flestir sigursögum, smá monti eða ástinni þar. En ekki hvað? Hver nennir að lesa um hve lífið er ömurlegt. Því við vitum það öll að lífið getur verið ömurlegt inn á milli. Við þurfum ekki að vera minna hvort annað á það líka. Þannig þetta er spurning hvernig við bregðumst við. Ég persónulega elska að fylgjast með og umkringja mig duglegu og hæfileikaríku fólki. Mér finnst það hvetjandi. Þegar einhver náinn mér fær frábært tækifæri í einhverju sem hann eða hún hefur unnið lengi að, jafnvel þó ég vilji það sama að þá er það svo ótrúlega góð tilfinning að samgleðjast. Og líka að minna sig á að fyrst þetta gerðist fyrir þessa manneskju þá get ég þetta líka. Nú þarf ég bara að læra, þróa og prófa mig áfram. Við erum öll á okkar eigin tímalínu. MINN TÍMI MUN KOMA sagði ein þekkt Jóhanna einu sinni. Lærum að nota velgengis sögur annarra sem innblástur í stað þess að láta þær brjóta okkur niður. Fyrir um sex árum þá lenti ég akkúrat í svona tímabili þar sem varð einhver vendipunktur. Búinn að ganga í gegnum tíma þar sem mér fannst ekkert ganga og allir í kringum mig að fá einhver geggjuð tækifæri sem mér fannst allt eins að ég ætti skilið. Þessi hugsunarháttur er svo rangur. Eitthvað gerðist og ég fór bara meðvitað að brjóta þessa hugsun niður. Og guð hvað það er og hefur verið frelsandi. Því ég áttaði mig líka á að með velgengni vina minna þá hvatti það mig til að vera enn skipulagðari og veitti innblástur. Með því að styðja við aðra, hoppa um borð í þeirra gleðivagn og fagna þeirra sigrum fóru mín eigin hjól að snúast. Ég fann fyrir aukinni einbeitingu á að gera mína hluti vel og eina samkeppnin sem ég á í er við sjálfan mig. Og það er allt í lagi því það heldur mér á tánum og skipulögðum gagnvart mínum markmiðum. Sleppum tökunum á samanburðinum, afbrýðiseminni og gremjunni og finnum kraftinn í okkar eigin lífi. Breytum öfund í innblástur. Því við komumst ekkert áfram á því græna skýi. Ástin yfir og út.
Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun