Gott og faglegt starf í Kelduskóla Korpu Berglind Waage, Jóhanna Þorvaldsdóttir og Kristrún María Heiðberg og Marta Gunnarsdóttir skrifa 24. október 2019 12:30 Við undirritaðar, umsjónarkennarar í Kelduskóla Korpu, getum ekki lengur á okkur setið varðandi þá umræðu sem nú á sér stað varðandi breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi, sérstaklega er snýr að skólanum okkar, en samkvæmt tillögu sem nú liggur fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur á að loka skólanum haustið 2020. Okkur finnst oft afar villandi umræða hafa farið fram um allt það góða starf sem fram fer í Kelduskóla Korpu. Í tilkynningu inn á vef Reykjavíkurborgar er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að börn í hverjum árgangi skólans séu allt niður í fjögur talsins og að það sé „ávísun á verri aðbúnað en við viljum bjóða okkar nemendum bæði námslega og félagslega.“ Í Kelduskóla Korpu er um að ræða samkennslu milli árganga.Samkennslan og góð teymisvinna kennara gerir það að verkum að styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín. Námsefni er við hæfi hvers árgangs eins og vera ber samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Í Kelduskóla er leiðsagnarnám (e. assessment for learning) og var skólinn valinn þekkingarskóli í leiðsagnarnámi fyrir skólaárið 2019-2020, ásamt fjórum öðrum skólum í Reykjavík. Kelduskóli Korpa hlaut Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í mars á þessu ári fyrir verkefnið „Fimman – kennsluaðferð.“ Á vef Reykjavíkurborgar segir: „Vinna Kelduskóla að Fimmunni hefur vakið athygli víða. Má þar nefna að læsisráðgjafar Menntamálastofnunar hafa fylgst með framvindu hennar sem og aðrir grunnskólar.“ Einnig segir um verkefnið: „Það er mat dómnefndar að hér sé um að ræða metnaðarfullt verkefni sem hefur það markmið að bæta námsárangur og líðan nemenda.“ Að framansögðu er erfitt að láta hjá leiða að heyra formann skóla- og frístundaráðs segja að vegna fækkandi nemendafjölda sé ekki hægt að halda uppi faglegu starfi í skólanum. Faglegt starf fer fram á hverjum degi í Kelduskóla Korpu. Við umsjónarkennarar skólans, sem erum fagmenn á okkar sviði, sjáum til þess. Leiðsagnarnám gengur að miklu leyti út á þá kenningu að hafa trú á nemendum og að þeir öðlist trú á sjálfum sér. Þegar við umsjónarkennarar höfum að undanförnu hlustað á ákveðna einstaklinga í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar tjá sig um skólann okkar í fjölmiðlum þá höfum við oft óskað þess að þeir hefðu meiri trú á því starfi sem við vinnum dag hvern. Nemendum okkar líður vel og þeim er vel sinnt, bæði námslega og félagslega. Látum draumana rætast heitir menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Þar er m.a. rætt um Barnasáttmála SÞ og að virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi séu ,,mikilvæg leiðarljós.‘‘ Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu unnu nýlega áhugavert verkefni um Barnasáttmála SÞ þar sem rætt var um réttindi barna og mikilvægi þess að hlustað sé á raddir barna. Þau lærðu m.a. um 12. grein Barnasáttmálans þar sem segir að „börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.“ Það er mikið líf og fjör í skólanum okkar. Tekist er á við alls konar mál sem upp koma á hverjum degi, eins og gengur og gerist í öllum skólum. Þetta er vinnustaður barnanna og vinnustaðurinn okkar. Okkur þykir afskaplega vænt um skólann okkar og ekki síst nemendur okkar. Þess vegna finnst okkur ekki gott þegar teknar eru ákvarðanir um okkur án okkar. Kynningar og fundir voru haldnir á vegum borgarinnar en okkar tilfinning er hins vegar sú að þetta hafi allt verið ákveðið áður en raunverulegar samræður áttu sér stað. Ef lokun Kelduskóla Korpu verður að veruleika þá er það alla vega ekki samkvæmt vilja okkar kennara við skólann. Við viljum hér með bjóða borgarfulltrúum í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar að koma í heimsókn í okkar fallega og góða skóla, Kelduskóla Korpu, og kynna sér allt það góða og faglega starf sem þar fer fram. Við viljum endilega biðja ykkur um að koma á skólatíma svo þið getið einnig hitt alla okkar frábæru nemendur sem hafa margt til málanna að leggja.Höfundar eru kennarar við Kelduskóla, Korpu.Berglind Waage, B.Ed. í náms- og kennslufræði.Jóhanna Þorvaldsdóttir, M.Ed. í menntunarfræðum.Kristrún María Heiðberg, M.Ed. í náms- og kennslufræði.Marta Gunnarsdóttir, B.Ed. í náms- og kennslufræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Við undirritaðar, umsjónarkennarar í Kelduskóla Korpu, getum ekki lengur á okkur setið varðandi þá umræðu sem nú á sér stað varðandi breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi, sérstaklega er snýr að skólanum okkar, en samkvæmt tillögu sem nú liggur fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur á að loka skólanum haustið 2020. Okkur finnst oft afar villandi umræða hafa farið fram um allt það góða starf sem fram fer í Kelduskóla Korpu. Í tilkynningu inn á vef Reykjavíkurborgar er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að börn í hverjum árgangi skólans séu allt niður í fjögur talsins og að það sé „ávísun á verri aðbúnað en við viljum bjóða okkar nemendum bæði námslega og félagslega.“ Í Kelduskóla Korpu er um að ræða samkennslu milli árganga.Samkennslan og góð teymisvinna kennara gerir það að verkum að styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín. Námsefni er við hæfi hvers árgangs eins og vera ber samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Í Kelduskóla er leiðsagnarnám (e. assessment for learning) og var skólinn valinn þekkingarskóli í leiðsagnarnámi fyrir skólaárið 2019-2020, ásamt fjórum öðrum skólum í Reykjavík. Kelduskóli Korpa hlaut Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í mars á þessu ári fyrir verkefnið „Fimman – kennsluaðferð.“ Á vef Reykjavíkurborgar segir: „Vinna Kelduskóla að Fimmunni hefur vakið athygli víða. Má þar nefna að læsisráðgjafar Menntamálastofnunar hafa fylgst með framvindu hennar sem og aðrir grunnskólar.“ Einnig segir um verkefnið: „Það er mat dómnefndar að hér sé um að ræða metnaðarfullt verkefni sem hefur það markmið að bæta námsárangur og líðan nemenda.“ Að framansögðu er erfitt að láta hjá leiða að heyra formann skóla- og frístundaráðs segja að vegna fækkandi nemendafjölda sé ekki hægt að halda uppi faglegu starfi í skólanum. Faglegt starf fer fram á hverjum degi í Kelduskóla Korpu. Við umsjónarkennarar skólans, sem erum fagmenn á okkar sviði, sjáum til þess. Leiðsagnarnám gengur að miklu leyti út á þá kenningu að hafa trú á nemendum og að þeir öðlist trú á sjálfum sér. Þegar við umsjónarkennarar höfum að undanförnu hlustað á ákveðna einstaklinga í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar tjá sig um skólann okkar í fjölmiðlum þá höfum við oft óskað þess að þeir hefðu meiri trú á því starfi sem við vinnum dag hvern. Nemendum okkar líður vel og þeim er vel sinnt, bæði námslega og félagslega. Látum draumana rætast heitir menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Þar er m.a. rætt um Barnasáttmála SÞ og að virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi séu ,,mikilvæg leiðarljós.‘‘ Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu unnu nýlega áhugavert verkefni um Barnasáttmála SÞ þar sem rætt var um réttindi barna og mikilvægi þess að hlustað sé á raddir barna. Þau lærðu m.a. um 12. grein Barnasáttmálans þar sem segir að „börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.“ Það er mikið líf og fjör í skólanum okkar. Tekist er á við alls konar mál sem upp koma á hverjum degi, eins og gengur og gerist í öllum skólum. Þetta er vinnustaður barnanna og vinnustaðurinn okkar. Okkur þykir afskaplega vænt um skólann okkar og ekki síst nemendur okkar. Þess vegna finnst okkur ekki gott þegar teknar eru ákvarðanir um okkur án okkar. Kynningar og fundir voru haldnir á vegum borgarinnar en okkar tilfinning er hins vegar sú að þetta hafi allt verið ákveðið áður en raunverulegar samræður áttu sér stað. Ef lokun Kelduskóla Korpu verður að veruleika þá er það alla vega ekki samkvæmt vilja okkar kennara við skólann. Við viljum hér með bjóða borgarfulltrúum í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar að koma í heimsókn í okkar fallega og góða skóla, Kelduskóla Korpu, og kynna sér allt það góða og faglega starf sem þar fer fram. Við viljum endilega biðja ykkur um að koma á skólatíma svo þið getið einnig hitt alla okkar frábæru nemendur sem hafa margt til málanna að leggja.Höfundar eru kennarar við Kelduskóla, Korpu.Berglind Waage, B.Ed. í náms- og kennslufræði.Jóhanna Þorvaldsdóttir, M.Ed. í menntunarfræðum.Kristrún María Heiðberg, M.Ed. í náms- og kennslufræði.Marta Gunnarsdóttir, B.Ed. í náms- og kennslufræði.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar