Klopp kvartaði undan myndbandsdómgæslu eftir jafnteflið á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2019 07:00 Klopp hefur ekki enn tekist að sigra á Old Trafford Jürgen Norbert Klopp, hinn síkáti og skemmtilegi þjálfari Liverpool, var vægast sagt ósáttur með varsjána eða myndbandsdómgæslu í leik liðsins geg Manchester United í gær. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og varð til þess að Liverpool tókst ekki að jafna met Chelsea frá 2005. Í viðtali eftir leik sagði Klopp að mark Manchester United í leiknum sýndi fram á galla myndbandsdómgæslu og tilgangs hennar. Í aðdraganda marksins fékk Divock Origi smá snertingu frá Victor Lindelöf og hrundi í jörðina. Í reglum varðandi notkun myndbandsdómgæslu kemur fram að mistök dómara þurfa að vera augljós og þetta féll því ekki undir það. Svo má deila um hvort þetta hafi í raun verið brot. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, benti á að fótbolti væri ekki körfubolti og því mættu menn rekast saman endrum og eins án þess að um brot væri að ræða. Varðandi leikinn sjálfan þá var Klopp nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en Adam Lallana jafnaði metin þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við áttum góð augnablik í síðari hálfleik en í fyrri hálfleik leyfðum við Manchester United að gera það sem þeir vildu, leyfðum þeim að vera árásagjarnir og vinna knöttinn út um allan völl,“ sagði Klopp eftir leik. „Nánast allt var á móti okkur í dag en við töpuðum ekki. Við áttum skilið stigið, ég er 100% viss um það,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30 Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Jürgen Norbert Klopp, hinn síkáti og skemmtilegi þjálfari Liverpool, var vægast sagt ósáttur með varsjána eða myndbandsdómgæslu í leik liðsins geg Manchester United í gær. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og varð til þess að Liverpool tókst ekki að jafna met Chelsea frá 2005. Í viðtali eftir leik sagði Klopp að mark Manchester United í leiknum sýndi fram á galla myndbandsdómgæslu og tilgangs hennar. Í aðdraganda marksins fékk Divock Origi smá snertingu frá Victor Lindelöf og hrundi í jörðina. Í reglum varðandi notkun myndbandsdómgæslu kemur fram að mistök dómara þurfa að vera augljós og þetta féll því ekki undir það. Svo má deila um hvort þetta hafi í raun verið brot. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, benti á að fótbolti væri ekki körfubolti og því mættu menn rekast saman endrum og eins án þess að um brot væri að ræða. Varðandi leikinn sjálfan þá var Klopp nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en Adam Lallana jafnaði metin þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við áttum góð augnablik í síðari hálfleik en í fyrri hálfleik leyfðum við Manchester United að gera það sem þeir vildu, leyfðum þeim að vera árásagjarnir og vinna knöttinn út um allan völl,“ sagði Klopp eftir leik. „Nánast allt var á móti okkur í dag en við töpuðum ekki. Við áttum skilið stigið, ég er 100% viss um það,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30 Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30
Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15