Lauk meistaranámi 83 ára og hefur ekki enn fundið helga steininn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 17:51 Sólveig tekur við brautskráningarskírteini sínu úr hendi Stefáns Hrafns Jónssonar, forseta Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar. MYND/Kristinn Ingvarsson Sólveig Guðlaugsdóttir var ein þeirra 270 nemenda sem brautskráðust úr grunn- eða framhaldsnámi fá Háskóla Íslands í síðustu viku. Sólveig er 83 ára gömul og er því elsti nemandi sem lokið hefur meistaranámi í HÍ fá upphafi. Sólveig útskrifaðist með MA-gráðu í fötlunarfræðum frá Félagsfræði,- mannfræði- og þjóðfræðideild og var meistaraverkefni hennar um móður og tvö börn á einhverfurófi. „Í gegnum árin hef ég stöðugt verið að bæta við þekkingu mína á því sviði sem byggist á vinnu með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra, með áherslu á einhverfu og ADHD. Ég hef unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar með samning við Tryggingarstofnun,“ segir Sólveig í viðtali fyrir vef HÍ. Sólveig starfaði um árabil sem geðjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og hefur í gegnum árum verið dugleg að bæta við sína þekkingu. Hefur hún unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar, áður en hún settist í helgan stein. „Hvað varðar „helga steininn“ svara ég eins og frú Vigdís Finnbogadóttir gerði í eina tíð: „Ég hef ekki fundið þann stein enn þá,“ segir Sólveig. „Þegar ég hætti störfum skoðaði ég minn hug um hvað yrði næst og það sem kom upp í hendurnar á mér var auglýsing um diplómanám í fötlunarfræði.“ Hún fór svo úr diplómanáminu í meistaranám í faginu.„Ég hef mikla gleði af því að læra og þroskast og hef blessunarlega góða heilsu enn þó ég sé 83 ára.“Sólveig skrifaði ritgerðina Baráttunni lýkur aldrei en hún breytist. Lífssaga fjölskylduMYND/Kristinn IngvarssonFjallar um líf og baráttu móður Sólveig segir námið allt og samskipti við kennara og nemendur hafa verið sanna ánægju. „Málstofur voru mér mikil hvatning og ég fann aldrei fyrir því að ég væri gamla konan, við vorum eingöngu á jafningjagrunni þar sem ég lærði af þeim og að ég held gagnkvæmt,“ segir hún um samskipti við nemendur og kennara í náminu. Hún er þakklát fyrir þann stuðning og hvatningu sem hún hafi fengið frá leiðbeinanda sínum, Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, prófessor í fötlunarfræði. Sólveig segir að meistaraverkefni sitt undirstriki mikilvægi samstarfs innan velferðarkerfisins. „Verkefnið fjallar um líf og baráttu móður og tveggja uppkominna barna hennar. Öll höfðu þau fengið greiningar á einhverfurófi á misjöfnum tíma í lífinu. Áhersla var á baráttu móður við að halda þeim saman sem fjölskyldu og tryggja öryggi barna sinna og sitt um leið,“ Börnin voru greind á einhverfurófi á ungum aldri en móðirin var komin um þrítugt þegar hún fékk sína greiningu. „Í ritgerðinni verður fjallað um þýðingu einhverfurófsgreiningarinnar fyrir líf móður og barna og þá þjónustu sem þau fengu eða fengu ekki. Þá verður sagt frá uppvexti barnanna, átökum móður við kerfið, forsjársviptingu, sameiningu fjölskyldunnar og viðleitni móður og barna hennar við að byggja upp nýja tilveru saman, tilveru sem þau gætu öll verið sátt við.“ Ritgerð Sólveigar má nú finna á Skemmunni. Eftir námið stendur þakklæti upp úr hjá Sólveigu sem og óskin og vonin um að fólk þurfi ekki að bíða eftir ákveðnum greiningarviðmiðum þar til það fær viðunandi þjónustu. Eldri borgarar Skóla - og menntamál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Sólveig Guðlaugsdóttir var ein þeirra 270 nemenda sem brautskráðust úr grunn- eða framhaldsnámi fá Háskóla Íslands í síðustu viku. Sólveig er 83 ára gömul og er því elsti nemandi sem lokið hefur meistaranámi í HÍ fá upphafi. Sólveig útskrifaðist með MA-gráðu í fötlunarfræðum frá Félagsfræði,- mannfræði- og þjóðfræðideild og var meistaraverkefni hennar um móður og tvö börn á einhverfurófi. „Í gegnum árin hef ég stöðugt verið að bæta við þekkingu mína á því sviði sem byggist á vinnu með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra, með áherslu á einhverfu og ADHD. Ég hef unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar með samning við Tryggingarstofnun,“ segir Sólveig í viðtali fyrir vef HÍ. Sólveig starfaði um árabil sem geðjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og hefur í gegnum árum verið dugleg að bæta við sína þekkingu. Hefur hún unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar, áður en hún settist í helgan stein. „Hvað varðar „helga steininn“ svara ég eins og frú Vigdís Finnbogadóttir gerði í eina tíð: „Ég hef ekki fundið þann stein enn þá,“ segir Sólveig. „Þegar ég hætti störfum skoðaði ég minn hug um hvað yrði næst og það sem kom upp í hendurnar á mér var auglýsing um diplómanám í fötlunarfræði.“ Hún fór svo úr diplómanáminu í meistaranám í faginu.„Ég hef mikla gleði af því að læra og þroskast og hef blessunarlega góða heilsu enn þó ég sé 83 ára.“Sólveig skrifaði ritgerðina Baráttunni lýkur aldrei en hún breytist. Lífssaga fjölskylduMYND/Kristinn IngvarssonFjallar um líf og baráttu móður Sólveig segir námið allt og samskipti við kennara og nemendur hafa verið sanna ánægju. „Málstofur voru mér mikil hvatning og ég fann aldrei fyrir því að ég væri gamla konan, við vorum eingöngu á jafningjagrunni þar sem ég lærði af þeim og að ég held gagnkvæmt,“ segir hún um samskipti við nemendur og kennara í náminu. Hún er þakklát fyrir þann stuðning og hvatningu sem hún hafi fengið frá leiðbeinanda sínum, Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, prófessor í fötlunarfræði. Sólveig segir að meistaraverkefni sitt undirstriki mikilvægi samstarfs innan velferðarkerfisins. „Verkefnið fjallar um líf og baráttu móður og tveggja uppkominna barna hennar. Öll höfðu þau fengið greiningar á einhverfurófi á misjöfnum tíma í lífinu. Áhersla var á baráttu móður við að halda þeim saman sem fjölskyldu og tryggja öryggi barna sinna og sitt um leið,“ Börnin voru greind á einhverfurófi á ungum aldri en móðirin var komin um þrítugt þegar hún fékk sína greiningu. „Í ritgerðinni verður fjallað um þýðingu einhverfurófsgreiningarinnar fyrir líf móður og barna og þá þjónustu sem þau fengu eða fengu ekki. Þá verður sagt frá uppvexti barnanna, átökum móður við kerfið, forsjársviptingu, sameiningu fjölskyldunnar og viðleitni móður og barna hennar við að byggja upp nýja tilveru saman, tilveru sem þau gætu öll verið sátt við.“ Ritgerð Sólveigar má nú finna á Skemmunni. Eftir námið stendur þakklæti upp úr hjá Sólveigu sem og óskin og vonin um að fólk þurfi ekki að bíða eftir ákveðnum greiningarviðmiðum þar til það fær viðunandi þjónustu.
Eldri borgarar Skóla - og menntamál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira