Skúra, skrúbba og bóna Flosi Eiríksson skrifar 31. október 2019 08:00 Ég átti þess kost að koma í viðtal um stöðuna í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) við sveitarfélögin í útvarpsþáttinn Harmageddon fyrr í þessari viku. Það er alltaf gott að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum SGS á framfæri og hverju sambandið er að berjast fyrir. Annar af þáttastjórnendunum ræddi starfsfólk í ræstingum sérstaklega, og þó ætlunin sé alls ekki að hjóla sérstaklega í hann, þá endurspegluðust hjá honum sjónarmið og skoðanir sem margir hafa séð ástæðu til að hafa samband við mig út af og hafa ýtt af stað hjá mér heilmiklum vangaveltum, með lagið sem Olga Guðrún söng og sem vitnað er í hér í fyrirsögn á heilanum. Sú skoðun að ræstingar sé ekki merkilegt starf, þ.e. þetta sé starf sem fólk vinni bara tímabundið, t.d. með námi eða sem aukastarf, er býsna útbreidd. Að það sé enginn sem geri ræstingar að sínu aðalstarfi yfir starfsævina og örugglega engan sem langar til þess. Að þeir sem sinni slíkum störfum um lengri tíma hafi misst af einhverri lest, ekki sýnt dugnað og manndóm til að komast í ,,betri“ störf og svo framvegis. Það endurspeglar líka verðmætamatið í samfélaginu að störf sem þarf ákveðna skilgreinda formlega menntun til að sinna séu ,,merkilegri“ en önnur störf og séu þess eðlis að við ættum öll að stefna að því að komast í hóp þeirra sem þeim sinna. En með því að gangast undir það mat er samfélagið um leið að segja að margvísleg önnur störf séu ómerkileg og eiginlega fyrir neðan virðingu ,,alvöru“ fólks að vinna. Það er alveg horft frá því hversu mikilvæg þessi störf eru fyrir allt gangverk samfélagsins. Það opna ekki mörg fyrirtæki eða stofnanir á morgnana ef ræstingarstarfsfólkið er ekki búin að skúra skítinn frá deginum áður. Þessum störfum þarf að sinna af vandvirkni og kostgæfni og stórum skammti af jafnaðargeði miðað við umgengni sumstaðar. Fólk í þessum störfum, sem eru að meirihluta konur, leggur metnað sinn í að sinna sínum störfum vel og gera öðrum kleift að ganga til sinna starfa á nýskúruðum og tandurhreinum vinnustöðum. Fyrir marga er þetta starf sem hentar þeim vel miðað við þeirra aðstæður, sum telja of seint að skipta um vettvang eða langar einfaldlega ekki til þess. Ástæðurnar eru margvíslegar og trúlega eins margar og fólkið. En fyrir alla muni, tölum ekki um þetta frábæra fólk og þeirra störf eins og að allir sem þeim sinna geri það af einhverri illri nauðsyn eða sem tímabundið neyðarúrræði. Við eigum að tala um öll störf í samfélaginu af virðingu en ef farið væri að raða störfum í samfélaginu eftir mikilvægi þá held ég að það sé alveg klárt að það að skúra skít væri langt frá því að vera neðst á þeim mikilvægislista.Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég átti þess kost að koma í viðtal um stöðuna í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) við sveitarfélögin í útvarpsþáttinn Harmageddon fyrr í þessari viku. Það er alltaf gott að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum SGS á framfæri og hverju sambandið er að berjast fyrir. Annar af þáttastjórnendunum ræddi starfsfólk í ræstingum sérstaklega, og þó ætlunin sé alls ekki að hjóla sérstaklega í hann, þá endurspegluðust hjá honum sjónarmið og skoðanir sem margir hafa séð ástæðu til að hafa samband við mig út af og hafa ýtt af stað hjá mér heilmiklum vangaveltum, með lagið sem Olga Guðrún söng og sem vitnað er í hér í fyrirsögn á heilanum. Sú skoðun að ræstingar sé ekki merkilegt starf, þ.e. þetta sé starf sem fólk vinni bara tímabundið, t.d. með námi eða sem aukastarf, er býsna útbreidd. Að það sé enginn sem geri ræstingar að sínu aðalstarfi yfir starfsævina og örugglega engan sem langar til þess. Að þeir sem sinni slíkum störfum um lengri tíma hafi misst af einhverri lest, ekki sýnt dugnað og manndóm til að komast í ,,betri“ störf og svo framvegis. Það endurspeglar líka verðmætamatið í samfélaginu að störf sem þarf ákveðna skilgreinda formlega menntun til að sinna séu ,,merkilegri“ en önnur störf og séu þess eðlis að við ættum öll að stefna að því að komast í hóp þeirra sem þeim sinna. En með því að gangast undir það mat er samfélagið um leið að segja að margvísleg önnur störf séu ómerkileg og eiginlega fyrir neðan virðingu ,,alvöru“ fólks að vinna. Það er alveg horft frá því hversu mikilvæg þessi störf eru fyrir allt gangverk samfélagsins. Það opna ekki mörg fyrirtæki eða stofnanir á morgnana ef ræstingarstarfsfólkið er ekki búin að skúra skítinn frá deginum áður. Þessum störfum þarf að sinna af vandvirkni og kostgæfni og stórum skammti af jafnaðargeði miðað við umgengni sumstaðar. Fólk í þessum störfum, sem eru að meirihluta konur, leggur metnað sinn í að sinna sínum störfum vel og gera öðrum kleift að ganga til sinna starfa á nýskúruðum og tandurhreinum vinnustöðum. Fyrir marga er þetta starf sem hentar þeim vel miðað við þeirra aðstæður, sum telja of seint að skipta um vettvang eða langar einfaldlega ekki til þess. Ástæðurnar eru margvíslegar og trúlega eins margar og fólkið. En fyrir alla muni, tölum ekki um þetta frábæra fólk og þeirra störf eins og að allir sem þeim sinna geri það af einhverri illri nauðsyn eða sem tímabundið neyðarúrræði. Við eigum að tala um öll störf í samfélaginu af virðingu en ef farið væri að raða störfum í samfélaginu eftir mikilvægi þá held ég að það sé alveg klárt að það að skúra skít væri langt frá því að vera neðst á þeim mikilvægislista.Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun